Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1947, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1947, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 91 LOLLA Vetur einn í búskap mínum á Litlu- Hrekku misti jeg væna kú, sem jeg átti, og vildi bæta mjer kú í staðinn, því ella hefði orðið litið um mjólk hjá okkur næsta sumar fyrir heim- ilið. En þar á næstu grösum var þess ekki von. Jeg brá mjer þvi suður i Saurha' til Elíasar tónda á Néðri-Brunná og gaf hann mjer kost á Ijósrauðri kvígu, sem hafði borið fyrsta kálfi, af góðu kyni. Hún var hyrnd og lágu hornin frain, og beygðu svo stilkarnir upp, og fóru hornin því vel. Jeg gat þess við Elías, að mjer þætti ókostur á kúm, að þær væru hyrndar. vegna þess, hve gjarnt þeim væTÍ að beita þeim til skemdarverka. F.n úr því gerði hann ekki mikið. Þó samdist með okkur um kaupin og hélt jeg heim með litlu Rauðku. Fyrst eftir að heim kom var Lolla (en svo var hún ávalt kölluð) í fjósi með hinum kún- um, en þegar þær fóru að fara út vildu heima- kýrnar ama henni, ög hún var eins og fram- andi fyrst í stað og einstæðingsleg. Þettn lag- aðist ]>ó fljótt, því allir ljetu vel að henni, einkum þó Jóhanna dóttir okkar hjóna, sem mjólkaði hana á hverju máli, og kjassaði. Hún er mikill skepnuvinur, og stóð aldrei svo upp frá mjöltum, að hún viki ekki góðu að Lollu í orðum og atlæti. Kunni Lolla að meta það, þar sem hún var einstæðingur, bláókunnug sig um sumarið að Flatatungui) til bráðabirgða, með eitthvað af dauð- um munum og gangandi gripum hins mikla bús þeirra. En seinna kallaði sjcra Jón Broddason það alt staður- ins peninga og í heimildarleysi burt jlutta. Og rjett áður en biskup sigldi, mun hann hafa úrskurðað (sjera) Sig- mund „í bann jallinn“ fyrir óhlýðni sína. Verður nánar vikið að því síð- ar“. Framh. 1) Solveig var fylgikona og barnamóðir sjera Sigmundar. Hún var rík og stórættuð, bæði nær og fjær; komin lengra frá af Sturl- ungum og Oddaverjura. Aður var hún gift Ormi hirðstjóra á Staðarhóli, syni Lofts ríka. Sagt er, að 1446 hafi Ormur „búist til utan- ferðar, en hún bannaði honum það, og bað hann það ei gera; hann mætti ábyrgjast hvað af því kæmi“. Ormur fór eigi að síður, og varð Solveig l>á fylgikona sjera Sigmundar. Sonur Orms og Solveigar var Loftur Ormsson. Frá honum er komin, alt til okkar daga, ein merkasta ættkvíslin frá Lofti ríka. Jóhanna og Lolla. kúnum, og svo líka fólkinu. Það fór því svo, að með þeiin tókst svo náin vinátta, að Loila fór hálfnauðug af stöðlinum út í hagann, ef Jóa var ekki gengin heim til b.æjar áður. Við mjaltir sleikti hún kjólinn á Jóu, en hún ýtti henni þá frá; og sagði um leið, að þetta mætti hún „alls ekki gera“. Var sjáanlegt að þetta var Lollu vonbrigði að mega ekki votta henni ást sína með þeim hætti, og lengi síðan brá hún ]>essum ástaratlotum fyrir sig. Ekki duldist okkur það, að ætíð seldi Lolla illa, ef Jóa mjólkaði hana ekki, dag og dag í bili, og var súr á svipinn, einkum fyrst .í stað. Stundum heimsótti Lolla hana í slægjuna, þar sem hún var að raka. til að vita hvort hún bugaði ekki einhverju góðu að sjer, enda brást það aldrei. Svo veik hún henni í áttina til kúnna, og var þá Lolla ánægð. — Það var nú hvort tveggja, að stúlkan var einstakur skepnuvinur, og Lolla einhver sú vitrasta skepna, af nautgrip að vera, sem jeg hefi þekt. Við höfðum gaman af að veita Lollu athygli á kvíabólinu um mjaltirnar. Um leið og stúlk- an stóð upp undan henni við mjaltir gleymdi hún aldrei að strjúka henni um vangann eða láta vel að henni á annan hátt. Bar þá stund- um til að Jóa víki sjer að hinúm kúnum og ljeti vel að þeim; þá fylgdi Lolla hverri hreyf- ingu hennar með augunum, gekk svo til henn- ar og rak hornin í kúna. sem Jóa hafði verið að láta vel að, og rjetti henni granirnar eirfs og hún vildi segja: „Þú áttir að klappa mjer, en ekki henni“. Svo varð Jóa að gera henni úrlausn á ný, til að sefa afbrýði hennar. Svo var sem Lolla skildi hvert orð, er mælt var til hennar, hvort heldur hlýyrði, eða hvassyrði var beint til hennar, en Væri svo til hennar talað var hún ekki gull á móti grjóti, og var þá ófrýn á brún og tillit ekki sem vin- samlegast. Væri hundur með þeim. sem rak kýrnar í hagann, þá hafði hún til að elta hann bölvandi og blásandi, og mundi hafa rekið hornin í skrokk hans á hol, ef hún hefði fengið færi á því. Svona var skapið. Venjulega hafði Lolla forystu fyrir kúnum á daginn, og stundvís um hvað mjaltatíma liði á kvöldin, ef hún var ekki í því meiri kúasolli, en þær gengu beggja megin árinnar sitt á livað á næstu bæjum. Dalurinn er breið'- ur þarna, en áin rennur á miðju engi alt til sjávar. Bærinn Litla-Brekka stendur hjit t und- ir austurhlíðinni. Ekki var áin neinn hemill á það að kýrnar væru eins vestan hennar sem austan. Þegar leið að mjaltatíma á kvöldin fóru kýrnar að smáþokast heim á leið og Lolla þá oftast í fararbroddi,- en stundum bar þó út af um tímann. En ef Jóa kallaði á Lollu sína að koma, væri hún i kallfæri, nrást það ekki að hún rak upp gaul. og fór að þokast heim á leið; og oftsinnis bar það til ef stilt var veður, ef kýrnar voru fyrir handan ána, að Jóa kall- aði: „Lolla mín komdu nú heim“, að hún svaraði og helt þegar heim á leið, en það er um kílómeters vegarlengd frá bænum. Lolla varð ekki langgæð; hafði hún um veturinn búist vel til, og gaf fyrirheit um mikla og góða mjólk á heimilið, því nóg og gott fóður var við hendinu. Eftir fáa daga veiktist hún af doða, en engin dóðadæla dugði að þessu sinni við liana. Hún var þakin í teppum og hlúð að henni á allan hátt, en ekkert dugði. Lolla l ar fárveik og slundi sem fárveikur maður uns byssan gerði enda á lífi hennar. Lolla var meðalmjólkurkýr og Tnjólkin af- bragðs kostgóð. Okkur var því mikil eftirsjá að fráfalli hennar, og mjólkurvonirnar urðú að engu; en auk þess var hennar saknað vegna þess hve vitur hún var, og trygglynd við stúlkuna, sem mjólkaði hana, strauk henni um vangann og talaði við hana þegar hún var komin á básinn sinn á kvöldin úr stormi og hreggviðri sumarsins. fíuðjón frá Brekku. V ^ Ávalt ung. Frænka mín er 73 ára. Jeg spurði hana einu sinni: „Skyldi gömlu fólki finnast að það eldist jafnt.í anda og að árum?“ „Nei, alls ekki“, sagði hún. „Jeg hefi þrárfaldlega spurt gamalt fók um það“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.