Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1947, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1947, Blaðsíða 2
94 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS A. J. Johnson: Sigmundur Steinþórsson prestur í Miklabæ Framh. III. Þetta sama sumar mun (sjera) Jón Broddason hafa látið afla nokkurra hevja á Miklabæ. F.n um haustið sendi (sjera) Sigmundur. Asgrím son sinn og nokkra menn með honum til Miklabæjar. Ráku þeir þangað 13 kýr og settust þar að. Er svo að sjá, að þeir hafi dvalist þar rúmar tvær vikur. En þá kom sjera Jón (Brodda- son) til skjalanna með menn sína. Er sagt, að Asgrímur hafi þá staðið með „fylgjara sína tygjaða í karldyrum“ til varnar, og hafði „strengt fyrir dyrnar". Kallaði (sjera) Jón þetta rán og gripdeildir. Þetta, endaði þó frið- samlegar en áhorfðist, því Asgrímur og fjelagar hans lofuðu að standa aldrei í móti heilagri kirkju eða sjera Jóni. Fóru þeir við það á brott og skildu kýrnar eftir. En daginn eftir Ijet sjera Jón virða „þær 13 kýr, sem á staðnum Miklabæ voru setnar meira en hálfan mánuð, og gefið hans (þ. e. Jóns prests) hey í öngvu frelsi“, eins og það er orðað í virðingarbrjef- inu, „og skrifa upp lit þeirra og mörk“. Voru kýrnar virtar til 9 hundraða, og tók prestur þær „til halds og með- ferðar“, þar til sá leiddi sig til með lögum, er eiga þættist, og greiddi sjera Jóni „sinn skaða“ (D. I. V. 766—767). Var hann metinn nokkru síðar til fjögía hundraða, en það var „hey, eldiviður Og önnur þarfindi“. Um frekara rupl á staðnum er ekki getið að þessu sinni, og hefði sjera Jón Broddason ekki ,,lagt það í lágina“, ef meira hefði verið (sbr. D. I. V 776). Það er ekki beint sagt í virðingar- brjefinu að (sjera) Sigmundur hafi átt fvrgreindar kýr, en á það benda þó allar líkur. Er ekki annað senni- legra, en að eitthvað hafi staðið eftir af eignum (sjera) Sigmundar, þegar biskup hrakti hann frá embætti (og staðnum) fyrir áðurnefndar sakir, t. d. fóðurbirgðir, og ætlunin hafi verið að ná þeim með þessum hætti. En með þessum tiltektum (sjera) Sigmundar magnaðist óvildin milli þeirra sjera Jóns, sem gramdist það einnig, að Solveig breytti í engu hátt- um sínum við (sjera) Sigmund og samneytti honum sem frjálsum manrii. Grunaði hann og Solveigu um, að hún hvetti (sjera) Sigmund í mót- þróa og ertni við sig, og hefur eitt- hvað verið til í því. Varð og fleira til að ýfa skap sjera Jóns Broddasonar í hennar garð, svo að hann þóttist ekki mega aðgjörðalaus vera, og for- boðaði Solveigu 20. des. þetta sama ár. Gefur hann henni að sök í forboðs- brjefinu, að hún , hafi haldið sjera Sigmund Steinþórsson, síðan hann var úrskurðaður í bann fallinn af sjálfum biskpuinum-----------------og útsettur af heilagri kirkju og sam- neyti kristinna manna, og engu skeytt hans forboði. Ennfremur, að hún hafi burt flutt og látið flytja Miklabæjar- peninga, fríða og ófríða, og látið nytja þá í fullu forboði sínu. Mun klerkur eiga þar við flutning þeirra Solveigar og (sjera) Sigmundar frá Miklabæ um surnarið, eins og fvr er frá skýrt, og talið gripaflutning þeirra heimildar- lausan, eftir að (sjera) Sigmundur var bannfærður. Loks sakar sjera Jón Solveigu um, að hún hefði „ruskað“ (sbr. orðið „ryskingar“ nú) Halli presti Jónssyni og tekið brjef af hon- um, þegar hann ætlaði að fara að lesa þau í kirkjunni í Flatatungu 6. nóv. þar næst áður. Hafa það sjálfsagt verið forboðsbrjef eða bannbrjef (sjera) Jóns (í biskupsumboði) yfir sjera Sigmundi, og ef til vill Ásgrími syni hans, fyrir setuna á Miklabæ, en Solveig var skapharðari og einbeitt- ari en svo, að hún ljeti þylja forboðið yfir (sjera) Sigmundi í sinni eigin kirkju (D. I. V. 770—771). (Það var Ólafur nokkur Filippusson sem .tók brjef af Halli „liggjandi“, og fekk þau Solveigu, líklega eftir skipun hennar (D. I. V. 801). Sjera Jón er mjög ill- orður í brjefinu, og hefir auðsjáan- lega samið það í bræði sinni. Gefur hann m. a. í skyn, að Solveig sje „þrjósk, þrálynd og illskufull“ og seg- ir, að hún hafi heldur „harðnað móti guðsrjetti og heilagri kirkju“, því lengra sem leið. Ekki verður sjeð, að Solveig hafi gugnað fyrsta sprettinn við forboð (sjera) Jóns Broddasonar, heldur studdi hún (sjera) Sigmund með ráð- um og dáð eftir sem áður, og sýnir það kjark hennar, að láta ekki bugast, þegar kirkjuvaldið lýsti ófriði á hend- •ur henni sjálfri. Aftur á móti virðist bannið hafa bitið á (sjera) Sigmund, þegar frá leið, því að 16. mars um veturinn (1475) er hann látinn mæta á Hólum, og lofar þá sjera Jóni Broddasyni því með eiði „að lúka heilagri Miklabæjar- kirkju sína peninga, sem hennar reikningur til stendur — og biskup- inum smátt og stórt, eftir því sem honum aflast peningar til, og grípa aldrei, eða láta grípa, nokkura pen- inga heilagrar kirkju eðr sjera Jóns Broddasonar-----------— eða honum hugmóð gera“. (D. I. V. 778). Að vísu er þetta' eiðsbrjef fremur tortryggileqt; er það til aðeins i afriti, og enginn veit, hvort nokkur inrwgli haja jylgt jrumriti þess. Og ekki er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.