Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 6
114 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hk' 7 ff^jetur (j. Cju&mancLóon: ALMANAKIÐ m Otdráttur __________ flr lögum nr. 25, 27. júnf 1921, um .einkaleyfi Kinda hiskóla íslands til útgátu almanaks. 1. gr. Háskóli Islands skal hafa einkarétt til þess aö gefa ut og selja eöa af- henda meö öðrum hatti atmanök og dagatöl á íslandi. x Hiö íslenzka þjóövinafélag hefir maö samningi keypt einkaieyfi þetta í ár tl947), og nær þaö til allra almanaka í bókarformi., — —” » ~ Almanakið er elsta handbók íslend- inga. Það er þ&rfasta handbókin sem gefin hefir verið út á íslandi. Það er ódýrasta handbókin sem kostur er á. Það er víðlesnasta bók landsins. Það er gefið út á hverju ári, vegna breyt- inga tímareikningsins. AðaltHgangur Almanaksins er sá — og eini tilgangur — að fræða fólkið um tímareikhing. Þar eru gerð skil á mánuðum, mánaðadögum, vikudög- um, árstíðum, árstíðadögum, gangi tungls og sólar, ásamt nokkurri grein- argerð um pláneturnar, sem að vísu hefir ekki alment notagildi, en á þó hvergi betur heima en í þessari bók. Þá eru þama nokkrar greinar sem kalla mætti sögulegan tímareikning. *Þar eru gerð skil á mánuðum eldra tímatals (ýlir, góa, þorraþræll o. s. frv.). Flest er þetta þó algerlega úr- elt og kemur engum að notum. Enn eru þarna minnisgreinar sem varða þjúðkirkjuna, prjedikunartextar á hverjum sunnudegi o. fl. Supit af þessu er jafn úrelt og sögulega tíma- talið, t. d. vikutal í föstu, föstuinn- gangur, sunnudagatal eftir trinitatis, sunnudagatal í jólaföstu, kóngsbæna- dagur og margt fleira. Af þjóðlegum minnisgreinum finst þarna sáralítið. Nefna má þó þátta- skifti í íslenskri stjórnmálasögu, ör- fáar minnisgreinar um atvinnubrögð (vorvertíð og eitthvað fátt eitt fleira, flest óþarft). Þá má nefna fardaga (5), vinnuhjúaskildaga (2), eldaskildaga, bóndadag og konudag. (Fæstir vita nú orðið hver merking þeirra er og enginn lætur sig það varða). Að svo töldu er drepið á allt það efni Almanaksins, sem varðar tilgang þess. . En þar með er ekki allt efnið talið. Þótt lítt skiljanlegt sje þá er þarna mikið efni sem almenning varðar engu, efni sem ekki ætti að sjást í nokkru íslensku riti. Fyrst er þá að nefna nokkrar „mess- ur“. Það eru ekki messudagar þjóð- kirkjunnar, sem eru um 60, heldur einhverjir auka-messudagar kaþólskr- ar kirkju, 82 að tölu, og heita þess- um nöfnum: Agnesarmessa, allra heilagra messa, allra sálna messa, Ambrósíusmessa (14. apríl), Ambrósíusmessa (7. des.), Andreasmessa, Antoníusmessa, Bar- barusmessa, Barnabasmessa, Bart- hólómesusmessa, Benediktsmessa (21. mars), Benediktsmessa (11. júlí), Blasíusmessa. Bótólfsmessa, Brettivu- rpessa. Brettivuimessa, Brictiusmessa, Brigitarmessa, Bræðramessa, Cecilíu- messa, Díónysíusmessa, Egedius- messa, Eldbjargarmessa, Eldríðar- messa, Elegíusmessa, Fídesmessa, Gallusmessa, Gregoríusmessa, Hall- varðsmessa, Jakobsmessa, Jónsmessa (3. mars), Jónsmessa (23. apríl), Jóns- messa (24. júní), Kalixtusmessa, Katrínarmessa, Klemensmessa, Kól- umbasmessa, Konráðsmessa, Kross- messa (3. maí), Krossmessa 14. sept„), Kyndilmessa (2. febr.), Lafranzmessa, Lambertsmessa, Laurentiusmessa, Leódekariusmessa, Lúkasmessa, Lúzíumessa, Magnúsmessa (16. apr.), Magnúsmessa (13. des.), Margrétar- messa (13. júlí), Margrétarmessa (20. júlí), iMaríumessa (15. ág.), Maríu- messa (8. sept.), Mariumessa (21. nóv.), Mariumessa (8. des.), Marteins- messa, Mattheusmessa, Matthíasar- messa, IMikjálsmessa, Nikulásmessa, Ólafsmessa (29. júlí), Ólafsmessa (3. ágúst), Pálsmessa, Pankratiusmessa, Pjetursmessa, Pjetursmessa og Páls, Remigíusmessa, Seljumannamessa, Sviðhúnsmessa (2. júlí), Sviðhúns- messa (15. okt.), Symphóríanusmessa, Thomasmessa, Tíbúrtíusmessa, Tóm- asmessa, Tveggjapostulamessa (1. maí), Tveggjapostulamessa (28. okt.), Úrbanusmessa, Valborgarmessa, Vincentíusmessa, Vítusmessa, Þing- maríumessa, Þorláksmessa (20. júlí), Þorláksmessa (23. des.), Ögötumessa. Ef kaþólsk kirkja væri ríkiskirkja á Islandi mætti segja að ekki væri tilgangslaust að hafa þessar ábending- ar i Almanakinu. En nú er ekki þessu til að dreifa. Ritstjórn Almanaksins virðist hafa misst það úr minni sínu, að ríkiskirkjan á íslandi er mótmæl- endakirkja, og skal hún því á það minnt hjer. Ætli þetta sje sett í Al- manakið til þóknunar nokkrum tug- um kaþólskra manna hjer á landi? Ef svo er, þá er óverjandi hlutdrægni í því, að gera ekki fleiri kirkjufjelög- um svipaðan greiða. Næst er að nefna nokkra „daga“: Áttidagur, Bandadagur, Barnadag- ur, Boðunardagur Maríu, Dýridagur, »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.