Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						b®k
fWflrnitwMflftgm
44. tölublað
Gamlársdag 1947.
XXII. árg.
ÁLF AK ALEIKURINN
í BREIÐABÓLSTAÐARKIRKJU
Frásögn  þessa   ritaði  Brynjólfur   heitinn  Jónsson  á  Minna-Núpi
eftir   Þórunni   Sigurðardóttur sjálfri.
BRÆÐUR tveir eru nefndir„ Jón og
Bjarni Grímssynir, ættaðir úr Öræf-
um. Þeir reistu bú á Geirlandi á Síðu
og kvæntust og áttu dætur Gísla
bónda í Arnardrangi. Hjet Ragnhildur
kona Jóns, en Sigriður kona Bjarna.
Báðar voru þær efnilegar, hraustar
og heilsugóðar, greindar vel og þóttu
hinir bestu kvenkostir. Menn þeirra
voru mikilmenni að ráðum og dáð.
Þeir byrjuðu búskap með litlum cfn-
um, höfðu eigi hjú, nema eina vinnu-
konu báðir, og í öllu höfðu þeir f je-
lagsskap.
Þeir vildu liafa selför um sumarið
og bygðu um vorið vel upp með Geir-
landsá, þar er hún kemur ofan úr heið-
inni. Þar heitir Garnagil. Tildrög þcss
örnefnis eru sögð þau, að eitt sinn
fyrir löngu hafi orðið þar slys, að
mannýgur graðungur hafi orðið
stúlku að bana, og hafi garnirnar Úr
henni verið um horn hans, er menn
komu til.
Konur þcirra bræðra voru i seli, uin
sumarið. Og cr þær voru þangað íarn-
ar, skiftu þeir bræður verkum með
sjer. Fór Bjarni kaupstaðarferð fyrir
báða, en Jón tók til sláttar fyrir báða.
Vinnukonan átti að raka á ef tir hon
um fyrir báða. Kendi hún sjer einkis
meins, er hún gekk út. En er hún tók
aö raka, þótti henni undarlega við
bregða. Henni þótti hrífudrátturinn
sem hljóð, og það svo skerandi sterkt,
að henni fanst sem höfuðið á sjer ætl-
aði að klofna. Fór hún inn, lagðist
fyrir og sofnaði. Þá dreymdi hana að
kona kæmi að sjer heldur reiðileg og
mælti:
„Þá skalt gjalda húsbænda þinna,
fyrir umrótið, sem þeir gerðu í Garna-
gili. Á þeim sjálfum get jeg ekki hefnt
því á Bjarna vinnur ekkert nema járn-
ið, en Jón er fæddur í sigurkufli og
skírður í messu. Hefndin skal koma
niður á þjer og að nokkru leyti á kon-
unum þeirra".
Þá er stúlkan vaknaði, sagði hún
Jóni drauminn. Var hún þá fárveik,
lá nokkra daga og dó síðan.
Eigi þótti konunum gott í selinu,
þóttust vcrða fyrir ýmsum dularíull-
um glettingum. Og þótt þær væri
kjarkmiklar að cðli, þá urðu þær þó
smám saman hræddar, og þá cr heim
var ílutt úr selinu, voru þær orðnar
svo úrvinda, að þær náðu sjer aldrei
aftur. Hvorug þeirra þorði að vera á
Geirlandi áfram. Fluttu þeir bræður
Þórunn Siyurðardóttir frá Stei'j
(nírœö)
þaðan vorið eftir. — Fór Bjarni að^
Þykkvabæjarklaustri og er hann úr
sögunni. Jón fór að Hlíð í Skaftár-
tungu.
Ragnhildur var sífelt geðveik, og
var það á þann hátt, að hún kveið
stöðugt fyrir því, að hún mundi missa
sjónina. A hverju kvöldi taldi hún visi,
að hún yrði blind að morgni. Helt húa
þó góðri sjón, og vissi sjálf að þessi
hræðsla var eigi með feldu. Eh hún
fekk eigi við henni gert. Kendi hún
það hulduíólki í Garnagili. Að öðru
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 413
Blašsķša 413
Blašsķša 414
Blašsķša 414
Blašsķša 415
Blašsķša 415
Blašsķša 416
Blašsķša 416
Blašsķša 417
Blašsķša 417
Blašsķša 418
Blašsķša 418
Blašsķša 419
Blašsķša 419
Blašsķša 420
Blašsķša 420