Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1948, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1948, Blaðsíða 2
326 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Dunkár gat vel orðið Dunkar.... Hunkur er víst að skýra á sama hátt, af Hunkar- eða Hunkár-; hvað húnk er veit jeg reyndar ekki.“ Hann geng- ur út frá því að bærinn heiti Hunkur- bakkar, eins og margir kalla hann, en það er ekki rjett. Hann er heldur ekki ker.dur við á, heldur við fell, og fellið heitir Hunka, hvað sem það þýðir. (Mun ekki hunka vera kven- kynsmyr.d með hljóðskiftingu af nafn orðinu hnúkur?) Nú standa Hunku- bakkar langt upp í f jalli og gæti eng- innn heldur vitað af hverjubakkanafn ið væri dregið, ef menn vissu ekki að bærinn stóð áður niður á bökkunum hjá Skaftá. Holt stendur einnig hátt, ofar með ánni. Rjett fyrir ofan bæinn er há klettaborg (268 m.) og er nú kölluð Holtsborg, en mun áður hafa heitið Ólafsborg, því að svo segir í Land- námu: „Böðmóður hjet maður, er land nam milli Drífandi og Fjarðarár, og upp til Böðmóðshorns; hann bjó í Böðmóðstungu; hans son var Ólafur, er Ólafsborg er við kend; hann bjó í Holti." ★ MILLI Holts og Skálar fellur Holtsá í Skaftá. Rennur Holtsá um langan dal, sem heitir Holtsdalur og talinn er einn með fegurstu stöðum á Síðu. Mig langaði til að skoða þann dal og á Jónsmessukvöld bauðst mjer bílfar frá Kirkjubæjarklaustri upp að Holti. Þetta var jeppabíll frá Hraunkoti í Landbroti. Hjer um slóðir eiga margir jeppa og ferðast á þeim eigi aðeins um vegi, heldur og vegleysur. Var mjer sagt áður að vegurinn að Holti væri slæmur, og alls ekki fær öðrum bílum en jeppum. Jeg spurði bílstjór- ann, hvort vegurinn væri mjög vond- ur, en hann kvað það ekki vera. Að vissu leyti hafði hann rjett fyrir sjer, því að þarna er enginn vegur, hvorki góður nje vondur, og á hví ekki við að tala um veg. Við ókum yfir Skaftárbrú hjá Klaustri og eftir þjóðveginum út Landbrotshólana vestur á móts við Ytri-Dalbæ. Þar var beygt út í hraun- ið. Á þar að heita ruddur vegur. sem gerður var til bráðabirgða meðan á smíði brúarinnar stóð. Brúarstæðið á Skaftá er þarna miklu betra en neð- ar og brúin stutt. Og upp frá henni að vestan er hin ómissandi snarbratta brekka, sem helst má ekki vanta við neina brú. Þegar komið er upp á þessa brekku er veginum líka lokið og taka þar við grasi grónir hólar og mýrasund neðan við Hunkubakka og alla leið að Heiði. Ýmist skoppar bíllinn á þúfum, eða hann veður mýrarnar eins og hjólin taka. En áfram fer hann og skefur grassvörðinn af milli hjólfaranna. Ekið er um túnið á Heiði. Þar búa tvær rosknar konur einar síns liðs. Þær heya sjálfar, hirða skepnur sín- ar sjálfar og vinna öll heimilisstörf utan og innan húss, nema hvað ná- grannamir hjálpa þeim við smala- mensku. önnur þeirra kvaðst hafa fundið jarðskjálftann, sem kom um seinustu helgi og átti upptök sín í Krýsuvík. Hún kveðst hafa fundið jörðina titra ofurlítið undir fótum sjer, þar sem hún stóð á moldargólfi, en það hefði verið svo lítill titringur að hún mundi ekki hafa fundið hann ef hún hefði staðið á trjególfi. En þess ber að geta, að hún er ákaflega næm fyrir öllum jarðhræringum. Hún seg- ist finna titring undir fótum sjer ef hún stendur á moldargólfi þegar bílar steypa sjer úr eldhrauninu niður í Svíra. Þama er þó um þriggja kíló- metra leið á milli í beina stefnu og Skaftá á þeirri leið. Mjer dettur þó ekki í hug að rengja gömlu konuna. Þegar bílarnir aka úr hrauninu niður í Svíra, koma þeir niður á fasta grund með nokkrum hnykk er titringi veldur þar. Og þessi titringur getur leiðst eftir móbergslaginu undir hrauninu og Skaftá, sem þar rennur á hrauni og komið fram í hæðinni, sem Heiði stendur á. Auðvitað þarf ótrúlegan næmleika til að finna slíkt, en jeg segi frá þessu vegna þess að beðið hefur verið um upplýsingar viðvíkjandi því, hvað jarðskjálftinn hafi fundist víða. Þarna mun vera sá staður, þar sem hans hefur orðið vart fjarst frá upp- tökum, því að vegarlengdin þar á milli mun vera eitthvað um 200 km. í beinni loftlínu. Frá Heiði upp að Holti var enn argari vegleysa en áður, því að nú var eigi aðeins um mýrarsund að fara, heldur og brattar brekkur og varð að aka skáhalt í þeim, svo að bíllinn reis á rönd og var mesta furða að hann skyldi ekki velta um koll og skoppa þannig niðUr brekkurnar. Milli bæjanna er dalur og rennur þar á, sem ýmist er kölluð Fjarðará eða Fjaðurá. Líklega er seinna nafnið rjettara, þótt hitt standi í Landnámu, því að hjer er enginn fjörður nærri, er áin gæti dregið nafn af. Hún kem- ur fram úr háum gljúfrum. Eru þar sljett standbjörg til beggja handa, botninn sljettur og má ríða langan veg inn í gljúfrin og þykir mörgum til- komumikið um að litast þar. Eru gljúfrin ekki ósvipuð Stakkholtsgjá undir Eyafjöllum, sem margir kann- ast við. Einu sinni hrapaði kona frá Heiði ofan í gljúfur þessi og beið bana. Gljúfranna er getið í sögu Jóns Trausta „Holt og Skál.“ ★ I HOLTI býr Björn hreppstjóri Run- ólfsson, faðir Jóns rithöfundar. Þegar jeg kom þangað voru piltar að rýa f je og marka lömb. Voru þar nokkrar klaufir, því að alla nóttina voru þeir að rýa og marka og höfðu ekki lokið því fyr en kl. 11 næsta morgun. Voru menn þá orðnir þreytt- ir, sem von var, og gengu til náða, en jeg lagði á stað út í Holtsdal. Leiðin lá fyrst um grösuga hálsa. Mikil þoka var í lofti og tók að rigna áður en jeg hafði langt farið. Skamt er inn að dalnum og eru þar háar brekkur og víðsýnt. Að baki mjer reis Holtsborg með stuðlaberg í eggjum og sýndist í þokunni miklu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.