Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 45. tölublaš - Jólablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Ljnaítu leóendi
eiendumir
BERNSKUMINNINGAR
ÞAD höfðu gengið stórhríðar mest-
alla jólalöstuna. Snjónum hafði
kyngt niður og það voru komnir
stórir skaflar kringum bæinn. Ef
upprof kom, sem sjaldan var, skut-
umst við strákarnir út til að renna
okkur á bossanum niður af skafl-
inum sunnan við bæinn. Það var
nú reglulega gaman, en stúlkurnar
sögðu að^ við skemmdum buxurnar
okkar á því, en við skeyttum því
víst lítið. — En svo brá til hláku
v:ku fyrir jólin. Stóru skaflarnir
urðu að dálitlum hæðum og í laut-
unum varð eintómt kragx Rjett
fyrir jólin frysti svo. Skaflarnir
urðu glerharðir svo að við gátum
ekki fótað okkur á þeim, en í laut-
unum, þar sem krapið var áður,
kom nú spegilsljett svell, sem við
gátum rent okkur á fótskriðu því
enga áttum við skautana og kunn-
um heldur ekkert á þeim, en við
ófunduðum strákana á næsta bæ,
sem voru dálítið eldri, þeir kunnu
á skautum og einn þeirra rítti
skauta. Fullorðna fólkið varaði okk
ur við að svellið gæti verið vara-
samt, og svo yrðum við líka að
passa okkur að detta ekki á því.
Við töldum nú ekki hættu á því, en
svo einu sinni þegar jeg var þar
sem svellið og fönninn mættust
þá vissi jeg ekki fyrri til en að jeg
var með allan neðri hlutann niðri
í svellinu en hendurnar og hausinn
upp úr. Jeg hafði mig ekki upp og
þar orgaði jeg þangað til að Inga
vinnukona kom út og dró mig upp
úr og rak mig inn í bæ. Þar svipti
hún af mjer óllum fötunum að r.eð
anverðu, þurrkaði af mjer mestu
bleytuna og sagði mjer að vera
niðri undir þangað til fötin mín
UM JÓLIN
HJER SEGIR gamall maður írá fyrstu jólunum, sem hannman eftir.
Þá var alt með öðrum svip en nú er, en fyrir börnin í nveitinni voru
jólin þá sannkölluð hátíð. Og endurminningin ljómar skært fram á
elliái. Megi jólagleðin verða öllum litlum börnum jafn minnisstæð
og þessum gamla manni.
væru orðin þurr. Jeg varð auðvit-
að að hlýða þessu, ekki af því að
jeg vildi það, heldur af því að jeg
gat ekki farið út berstrípaður, en
hart fannst mjer að þurfa að hætta
að renna mjer á svona góðu svelli
eins og þarna var.
Gvendur vinnumaður var sendur
í kaupstaðinn. Hann átti að sækja
eitt og annað sem vantaði til jól-
anna. Hann var tvo daga í burtu
og mikið fannst okkur hann vera
lengi. Þó var Gvendur mesta göngu
rofa. Við vorum nú náttúrlega úti
meira og minna á daginn, en vör-
uðumst að vera á viðsjálustu svell-
unum. Það var komið tunglskin á
kvöldin, en þá þorðum við ekki að
vera úti af ótta við jólasveinana.
Við höfðum heyrt fullorðna fólkið
tala um þá og við vorum þess full-
viss, að þeir væru á ferðinni og
kæmu á hvern bæ fyrir jólin, og
þeir voru hálfgerðir viðsjálsgripir
fyrir börn. Við vorum að spjalla
um það okkar í milli hvort jóla-
sveinarnir mundu nú koma utan að
eða sunnan að bænum; á hvaða bæi
þeir væru nú búnir að koma og
hvar þeir mundu nú koma í kvöld.
Við vorum á gægjum hvort við
sæum nú engan þeirra og þó við
værum blóðhrædd við komu þeiira
þá hlökkuðum við líka til hennar,
því við vissum að ekki gátu jólin
komið nema jólasveinarnir kæmu
líka.
Svo rann Þorláksdagur upp. Það
var nú alveg víst, að jólasveinninn
sem átti að koma þann dag, hann
hjet Tumi. Þann dag var líka von
á Gvendi heim. Við vorum altaf að
gæta að hvort við sæum ekki annað
hvort Gvend eða Tuma. Helst hjeld
um við nú að þeir kæmu báðir
saman, að Tumi hefði nú slegist í
fórina með Gvendi. Það hlaut að
vera svo miklu skemtilegra fyrir
þá að verða samferða. En svo ^eið
dagurinn, að við sáum hvorugan
þeirra. Rökkrið kom og við þorðum
ekki að vera úti þegar fór að
dimma. Það var ógaman að vita
kannske ekki af fyrr 2n einhver
jólasveinanna var kominn fast að
manni og kannske þreif í mann.
Við fórum því inn. En hvað var nú
á ferðum í búrinu? Mamma var þar
og hafði látið eitthvað í strokkinn.
Hún hafði líka breitt stórt hert
sauðarskinn á búrgólfið og lagt yfir
það tvær lángar spýtur samsíða.
Milli þeirra voru svo lagðar marg-
ar mjóar smáspýtur með löngum
Ijósagarns rökum. Þessum rökum
drap svo mamma niður í það srm
í strokknum var, setti svo spýturn-
ar á milli ránna og ljet þær hanga
þar nokkra stund. Þá sáum við
hvað var í strokknum; það var tólg,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 557
Blašsķša 557
Blašsķša 558
Blašsķša 558
Blašsķša 559
Blašsķša 559
Blašsķša 560
Blašsķša 560
Blašsķša 561
Blašsķša 561
Blašsķša 562
Blašsķša 562
Blašsķša 563
Blašsķša 563
Blašsķša 564
Blašsķša 564
Blašsķša 565
Blašsķša 565
Blašsķša 566
Blašsķša 566
Blašsķša 567
Blašsķša 567
Blašsķša 568
Blašsķša 568
Blašsķša 569
Blašsķša 569
Blašsķša 570
Blašsķša 570
Blašsķša 571
Blašsķša 571
Blašsķša 572
Blašsķša 572
Blašsķša 573
Blašsķša 573
Blašsķša 574
Blašsķša 574
Blašsķša 575
Blašsķša 575
Blašsķša 576
Blašsķša 576
Blašsķša 577
Blašsķša 577
Blašsķša 578
Blašsķša 578
Blašsķša 579
Blašsķša 579
Blašsķša 580
Blašsķša 580
Blašsķša 581
Blašsķša 581
Blašsķša 582
Blašsķša 582
Blašsķša 583
Blašsķša 583
Blašsķša 584
Blašsķša 584
Blašsķša 585
Blašsķša 585
Blašsķša 586
Blašsķša 586
Blašsķša 587
Blašsķša 587
Blašsķša 588
Blašsķša 588