Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 45. tölublaš - Jólablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK MORGUNBLAÐSINS  W*
585
GAMLAR JÓLAVENJUR
JÓLIN eru elsta hátíð hjer á landi.
Þau voru þegar heilög á dögum
landnámsmanna, og helgi þeirra
má rekja aítur í árdaga, eða svo
langt, sem sögur germanskra þjóða
ná. Með kristninni breyttist jóla-
hald nokkuð, og munu flestir jóla-
siðir, sem haldist hafa, varla eldri
en hún, en þó geta surrur þeirra átt
sjer eldri rætur þótt umbreyttir
sje.
Hjer skal nú minst á ýmsa siði
í sambandi við jólin, siði, sem nú
eru af lagðir.
Kvöldskattur
Með jólaföstu fór að koma jóla-
svona í rúminu hans pabba. — Alt
í einu var mig farið að dreyma um
Jesúbarnið og um ljósin á Betie-
hemsvöllum, sem allir voru þaktir
í fíflum og sóleyjum. Það var kom-
ið sumar og sólin skein svo glatt.
Nei, það var ekki sólin, það voru
jólaljósin, sem báru svona skæra
og fagra birtu um alla baðstcfuna
heima. Og englarnir sungu „Dýrð
sje guði í hæstum hæðum", sungu
svo undur skært og fallega.-------
Svefnsins engiil haíði tekið Jitla
drenginn á arma sína og vaggaði
honum í yndislegum draumum.
Síðan þetta var, eru nú iiðin 65
ár. Jeg er orðinn gamall maður og
jeg hef síðan lifað mörg jól, miklu
íburðarmeiri en þessi voru, en á
engum jólum hef jeg átt jafn ein-
læga gleði og á þessum fyrstu jól-
um, sem jeg man eftir. Þessvegna
eru þau mjer svo minnisstæð og
bessvegna skráset jeg eudurmir.n-
mguna um þau handa barnahcm-
unum mínum. $
J. IX.
hugur í fólkið. Var það um langt
skeið algeng venja, að halda upp á
föstuinnganginn. Aðallega mun það
hafa komið fram í því, að fólki var
þá skamtaður betri matur en ella.
En svo var annar siður, að minsta
kosti á Norðurlandi, og helst við í
Þingeyjarsýslu og Eyaíjarðarsýslu
langt fram á 19. öld, en það var að
gefa kvöldskatt. Mun þessi siður
hafa verið gamall.
Kvöldskatturinn varð að koma
öllum á óvart og hann var því ekki
bundinn við neinn vissan dag, en
eitthvert kvöldið í fyrstu viku jóla-
föstu skyldi hann gefast. Húsfreyja
ljet ekki á neinu bera, en fór á sama
tíma og vant var fram í búr til að
skamta. En nú skamtaði hún fólki
sínu á stór föt eða diska alt hið
besta, sem til var: hangikjöt, magál,
sperðil, pottbrauð og flatbrauð og
nóg við af floti og smjöri. Varð þá
jafnan uppi fótur og fit, er slíkar
sendingar komu inn öllum að óvör-
um. Varpaði fólkið þá í snatri frá
sjer rokkum, snældum, prjónum og
liverri annari handavinnu, og sett-
ist fagnandi að snæðingi. Ekki þótti
ærlega skamtað ef menn gátu etið
upp um kvöldið, enda geymdu sjer
margir af kvöldskattinum og voru
að grípa í hann við og við næstu
daga.
Þar sem margt var vinnufólk
sló það sjer saman og gerði sjer og
húsbændunum þann glaðning, að
gefa kvöldskatt líka. Gat þá farið
svo að margir yrði kvöldskattar á
sama heimili, en allir urðu þeir að
vera á jólaföstunni.
Staurvika
Aldrei var kepst við innivinnu,
emkum ullarvinnu og prjónaskap,
eins og á jólaföstunni og kastaði þó
tólfunum seinustu vikuna fyrir jól,
og gáfu húsbændur þá hvorki sjálf-
um sjer nje fólki sínu tíma til að
sof a. Var það þá ekki f átítt að f ólk
setti á sig svonefnda vökustaura,
og af því fekk vikan fyrir jólin nafn
og var kölluð staurvika.
Vökustaurarnir eða augnatepr-
urnar, sem þeir voru 3íka nefndir,
voru gerðir úr smáspýtum á stærð
við eldspýtur. Stundum var og not-
að baulubein úr þorskhöfði eða
eyruggabein úr fiski. Var skorið
inn í beinið eða spýtuna til hálfs,
en haft heilt hinum megin, og gerð
á lítil brotalöm og skinninu á augna
lokinu smeygt inn í lömina. Stóðu
þá endarnir í skinnið og klemdu að,
og var þá mjög sárt að láta augun
aftur. Á þennan hátt heldu menn
sjer vakandi, þegar svefnleysið var
að buga þá. Húsbændur gættu þess
að setja vökustaura á fólk sitt, þeg-
ar það sofnaði yfir vinnunni. En
svo fekk það þá stundum auka-
skamt af mat, og var hann kallaður
staurbiti.
Jólaær
Gömul venja mun það hafa verið
hjer á landi að slátra kind rjett
fyrir jólin, til þess að hafa nýtt ket
á hátíðinni. Mun sá siður lengst
hafa loðað við sunnanlands. Þessi
kind var kölluð jólaær, hvaða kind
sem það var.
Veðurspár
Ef hreinviðri er og úrkomulaust
á aðfangadag og jólanótt, átti það
að boða frostasamt ár, en ef öðru
vísi viðraði, vissi á betra. Ef fagurt
sólskin og heiðviðri var á jóladag-
inn, átti það að boða gott ár. En
ef sams konar veður var á annan
jóladag, átti það að boða harðindi.
Ef gott var veður um jólin mátti
ganga að því vísu að ilt mundi um
páskana, og öfugt. Að því lýtur
málshátturinn: Eauð jól, hvítir
páskar — hvít jól, rauðir páskar.
Sums staðar var bað trú, að jóla-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 557
Blašsķša 557
Blašsķša 558
Blašsķša 558
Blašsķša 559
Blašsķša 559
Blašsķša 560
Blašsķša 560
Blašsķša 561
Blašsķša 561
Blašsķša 562
Blašsķša 562
Blašsķša 563
Blašsķša 563
Blašsķša 564
Blašsķša 564
Blašsķša 565
Blašsķša 565
Blašsķša 566
Blašsķša 566
Blašsķša 567
Blašsķša 567
Blašsķša 568
Blašsķša 568
Blašsķša 569
Blašsķša 569
Blašsķša 570
Blašsķša 570
Blašsķša 571
Blašsķša 571
Blašsķša 572
Blašsķša 572
Blašsķša 573
Blašsķša 573
Blašsķša 574
Blašsķša 574
Blašsķša 575
Blašsķša 575
Blašsķša 576
Blašsķša 576
Blašsķša 577
Blašsķša 577
Blašsķša 578
Blašsķša 578
Blašsķša 579
Blašsķša 579
Blašsķša 580
Blašsķša 580
Blašsķša 581
Blašsķša 581
Blašsķša 582
Blašsķša 582
Blašsķša 583
Blašsķša 583
Blašsķša 584
Blašsķša 584
Blašsķša 585
Blašsķša 585
Blašsķša 586
Blašsķša 586
Blašsķša 587
Blašsķša 587
Blašsķša 588
Blašsķša 588