Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						béh
1. tölublað.
ovgttnÞIatoiit
Sunnudagur 8. janúar 1950.
XXV. árgangur.
I
jr           Æ
FYRSTI SENDIHERRA A ISLANDI
Endurminningar J. E. Böggilds
JOHANNES ERHARDT BÖGGILD,
fyrsti sendiherra Dana hjer á landi,
var fæddur 28. mars 1878 í Ribe.
Faðir hans var Börge Thorlacius
Böggild, bankastjóri, sem kominn
var af íslenskum ættum í móður-
kyn. — Langafi hans var Skúli
Thorlacíus latínuskáld, og einnig
rakti hann ættir sínar til Geirs
biskups Vídalíns. Böggild yngri
hafði mætur á hinum íslensku for-
feðrum sínum, og samdi í æsku
ættartölu sína, og rakti þar kyn sitt
til Snorra Sturlusonar, Þorfinns
Karlsefnis, Ketils flatnefs, Half-
danar hvítbeins og Ragnars loð-
brókar.
Af þessum sökum mun Böggild
hafa langað til þess að kynnast ís-
landi, og þess vegna greip hann
tækifærið og slóst í hina miklu
hópför danskra stúdenta til íslands
árið 1900, þá 22 ára gamall. Þeir
voru um 100 í þessum hóp, og var
Mylius-Ericsen fararstjóri, sá er
seinna varð úti í Austur-Grænlandi.
Þar voru og með margir aðrir, er
seinna urðu nafnkunnir, svo sem
Knud Rasmussen, Arne Möller dr.,
Knud Berlin prófessor, N. M. Plum
J. E. Böggild sendiherra.
prófessor, Læssöe-Möller rithöf-
undur og sagnfræðingur o. f 1. Hóp-
urinn kom hingað með „Botníu" 6.
ágúst og var honum fagnað eftir
föngum, og fengin gisting hjá bæj-
armönnum á meðan þeir dvöldust
hjer. Vildi þá svo til að Böggild
fekk inni hjá Sturlu Jónssyni kaup-
manni. Hafa þau kynni máske vald-
ið því, að þegar Böggild varð sendi-
herra hjer, þá keypti hann íbúðar-
hús Sturlu við Hverfisgötu, og hef-
ur það síðan verið bústaður sendi-
herra Dana hjer á landi.
Böggild verður sendiherra.
Þegar Sambandslögin voru geng-
in í gildi og Danir áttu að skipa
sendiherra hjer, varð Böggild fyrir
valinu. Hann var þá aðalkonsúll
þeirra í London. — Böggild kom
hingað í ágúst 1919 og tók þá við
embætti sínu. Var hann svo hjer
í rúm fjögur ár, en þá var hann
gerður að sendiherra í Kanada og
fluttist þangað 1924 og var þar nær
fimm ár. Hinn 1. nóvember 1929
fekk hann slag, er hann var á leið
til skrifstofu sinnar. Eftir það hafði
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12