Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 1
FAÐIR ÞJÓÐLEIKHÚSSINS HINN mikli ævidraumur Indriða Einarssonar hefir ræst. íslenska þjóðin fær Þjóðleikhúsið í sumar- gjöf á þessu ári. Enginn efast um að það sje stór- viðburður í íslensku menningarlífi að Þjóðleikhúsið tekur til starfa. Hlutverk þess er mikið og vegsam- legt. Þar á þjóðin að eiga þess kost að sjá sjálfa sig í spegli á hverjum tíma. Þar á hún að kynnast nýum hugsjónum. Þar á hún að hvessa sjónir fram í tímann, svo að hún geti tekið rjetta stefnu, svo að hún verði með 1 framvindu menningar- innar. Þar á að vera sá vettvangur, er andlegir afburðamenn þjóðar- innar geti notið sín og tekið vax- andi þroska. Þar á að vera miðstöð íslensks mannvits, skáldskapar og hugsjóna. Þar á að vera höfuðvígi og hásæti ísienskrar tungu. Alt þctta vakti fyrir Indriða Ein- arssyni er hann upp úr eins manns hljóði hóf að tala um íslenskt þjóð- leikhús. Síðan eru nú liðin 43 ár. Það var árið 1907 að fyrsta grein hans um þetta mál birtist í Skírni. Þar kcm fram sú trú hans, að það ættlfyrir íslandi að liggja að verða frömuður bókmentalífsins í álf- unni. Hann sagði: „Útlendir mentavinir hafa sýnt fram á það, að miðdepill bókmenta- Indriði Einarsson rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.