Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 1
Fyrsta mentastofnun í Reykjavík HÖLAVALLARSKÖLi MEÐ KONUNGSÚRSKURÐI 15. apríl 1785 var ákveðið. að flytja biskupssetrið og skólann í Skál- holti til Reykjavíkur. Allar eignir Skálholtsstóls skyldi seldar og andvirðið renna í konungssjóð. Eignirnar voru virtar á 62.500 rdl. og átti þessi upphæð að gefa af sjer 2500 rdl. árlega með 4% vöxtum, en það átti að nægja til þess að standa straum af skóla- haldi í Reykjavík, launagreiðslum til biskups og kennara skólans og námstyrks handa nemendum. Skyldi biskup hafa 1000 dali á ári og auk þess húsnæði og jörð til afnota. Rektor átti að fá 200 rdl., konrektor 150 rdl. og aukakennari 150 rdl. Auk þess áttu rektor og konrektor að fá styrk til að koma sjer upp húsnæði og jörð til á- búðar. Biskup skyldi fá 1200 rdl. til þess að koma sjer upp bústað, en kennararnir 350 rdl. hvor. Skólanum valinn staður. Næst lá svo fyrir að velja stað í Reykjavík fyrir skólann, biskups- setrið og kennarabústaðina. Var það falið þeim Vigfúsi Thoraren- sen sýslumanni, Niels Jónssyni Hjaltalín og Guðmundi Jónssyni verksmiðjustjóra. Komu þeir sam- an í Reykjavík hinn 11. ágúst 1785 til þess að ákveða þetta. Þar voru og viðstaddir þeir Hannes biskup Finnsson, Levetzow stift- amtmaður, sem yfirmaður skólans og Sunckenberg kaupmaður fyrir hönd verksmiðjanna. Byrjað var á því að athuga Austurvöll, því að hann sýndist best til þess fallinn að þessar bygg- ingar væri þar. En þegar til kom virtist mönnum hann alt of blaut- ur til þess að hægt væri að byggja þar. Var þá horfið að því ráði, með samþykki allra að leggja hjáleig- urnar Melshús og Hólakot, ásamt lóðum og túnum, undir þessar byggingar. Skyldi biskupssetur og skóli standa á Melshúsalóð, en kennarabústaðirnar á Hólakots- lóð í beinni línu frá suðri til norð- urs. Skólahúsið skyldi vera 60x30 álnir að stærð. Næst fýrir norðan það skyldi vera bústaður konrekt- ors, 17x9 álnir að stærð og nyrst bústaður rektors 26x21 alin að stærð. Auk bústaðanna skyldu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.