Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2.i(> BADMINTON-KEPNI. — I’m páskana fór fram hjer í Revkjavík landskepni í badminton ,hin þriðja í röðinni. F.r þetta nn? íþrott hjer i landi oe. gat forseti Í.S.Í. þess í setningarraeðu, að varla mundu fleiri en 300 iðka hana. Keppendur voru Umí. Snæfell i Stykkishólmi (4 karlar og 4 konur), Tennis- og badmintoiifjelag Reykjavíkur (10 karlar og 5 konur) og íþrottafjelag Reykjavikur (4 karlar). Mótinu lauk með glæsilegum s-igri Snæfells, er lekk 6 íslandsmeistara af 8. — Mvndin hjer að ofan var tekin er forseti Í.S.I. setti mótið i iþróttaskálanum að Hálogalandi. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) cmbætti í finsku við háskólann. 1840 var það gert að docents- cmbætti, en þó þannig að sami maður var einnij> kennari í nor- rænum máluin, sem ekki eiga hið allra minsta skylt við finsku. Það var ekki fyr en 14. mars 1851 eð stofnað var við háskólann pró- fessorsembætti í linsku og finskum bókmentum. Það varð þó ekki þrautalaust, en síðan eru nú liðin 100 ár. Einn af þeim, sem drengi- legast barðist fyrir þessu, var C. C. Mannerheim, afi hershöfðingjans mikla. Fyrsti prófessor í finsku varð sá er hafði áður gegnt docentsembætt- inu, Matias Alexander Castrén. — Hann var hóglátur maður og barst lítt á, en hann er þó orðinn frægur fyrir það að hafa verið einhver fremsti vísindamaður við rannsókn finsk-ugriskrar tungu. Ljet hann sjer ekki nægja að rannsaka málið í Finnlandi sjálfu, heldur ferðaðist til Rússlands til þess að kynnast máli hinna finsku þjóðflokka þar. Ferðaðist hann í þeim erindum alt austur í Síberíu. En hann var svo heilsutæpur að hann þoldi ekki erfiði ferðalagsins, og andaðist hann ári eftir að hann varð pró- fessor, þá tæplega fertugur að aldri. Sá, sem tók við af honum, var Elias Lönnrot, hinn frægi „faðir“ Kalevala. Varð alt ævistarf hans, söfnun fornkvæðanna og kenslan við háskólann, hinni finsku tungu til ómetanlegs gagns. Nú gegnir Marthi Rapola þessu prófessorsembætti. En þarna eru auk þess 10 prófessorar og álíka margir docentar, sem kenna finsk fræði við háskólann í Helsingfors. Og á þessum hundrað árum, sem liðin eru síðan finskan þótti þess verðug að fá kenslustól við háskól- ann, hefur þekkingu á finsk- ugrisku fleygt stórkostlega fram, svo að hún skipar nú ekki lægri sess í meðvitund fræðimanna og vísindamanna heldur en önnur tungumál. Maj-Lis Holmberg. Bámjám Fyrsta bárujórnið fluttist hingað til lands um 1880. Slimmoris-verslunin kom með það. Fyrsta hús, sem það var sett á, var hús Geirs Zoega kaup- manns við Vesturgötu í Reykjavík (1874). Menn þóttust hafa himin höndum tekið er járnið var komið og breiddist það út um alt land á fáum árum. Kostir þess voru augljósir, en gallarnir komu síðar í ljós. Ekki var laust við að það vefðist fyrir mönn- um, hvernig það skyldi negla á þökin. Þannig var um hús á Sauðárkróki 1804. Þar var neglt í lægðirnar á járn- inu, svo að þakið var hriplekt, þang- að til plötunum var snúið við. Jakob Snorrason á Húsafelli mun manna fyrstur hjer á landi hafa höggvið grjót til bygg- inga og jafnframt notað það til skrauts. Hann gerði skilrúm inst í bæ- ardyrum úr tilhöggnum hellum, grá- um og rauðum. Voru jafn margar hell- ur af hvorri tegund og allar jafnstór- ar, bæði að þykt og ummáli. Leit því skilveggurinn út eins og taflborð reist á rönd. Hellurnar voru festar saman með bláum deigulmó. Þá gerði hann líka tvö steinker í bæardyrum, höggv- in úr rauðum steini. Var annað kerið sem kassi að lögun, en hitt sem tunna. í þeim var ljósmaturinn geymdur. — Jakob fluttist að Húsafelli þegar það var lagt niður sem prestsetur, skömmu eftir aldamótin 1800.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.