Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 1
ALDARAFMÆLI IIMDRIÐA EIIMARSSONAR Hann taldi aðeins sól- skinsstundirnar Eítir Brynleif Tobiasson yfirkennara ÞAÐ ER ótrúlegt, en samt satt: Hundrað ár eru á morgun liðin frá fæðingu Indriða Einarssonar. Fyr- ir rúmum tólf árum gekk hann um göturnar í Reykjavík teinrjettur, ljettur í spori, glaður og reifur og fylgdist með öllu, sem máli skipti, í landi voru. Fyrir 15 árum dvald- ist hann hjerna á Akureyri hálfs- mánaðartíma og „færði upp ball“ í Stúdentafjelaginu með átján ára blómarós. Það eru ákaflega fáir íslending- ar, sem fæddir eru fyrir heilli öld, sem manni virðist vera bráðlifandi enn í dag, þó að gengnir sje til feðra sinna. Indriði Einarsson er ógleymanlegur samferðamönnum sínum og ekki síður unga fólkinu, sem hann þekkti, þegar hann var orðinn gamall maður. Einnig lifir hann í.verkum sínum, líklega flest- um ef ekki öllum samöldrum sín- um lengur. Hans mun minnst svo lengi sem Þjóðleikhúsið stendur og leiklist er stunduð þar. Minning hans vakir órjúfanlega samtengd Góðtemplarareglunni. Reglan og Indriði eru jafn gömul. Hún er fædd í Ameríku, en hann í Skaga- firði. Um leið og íslenskir templ- arar minnast aldarafmælis Al- þjóðareglu Góðtemplara, minnast þeir hundrað ára afmælis Indriða Einarssonar. Þau voru innilega samtengd meir en hálfa öld. — Þá munu íslenskir hagfræðingar ekki gleyma Indriða. Hann var þeirra Nestor, og hann er brautryðjand- inn um íslenska hagfræði. Lands- hagsskýrslurnar hans eru mikið og merkilegt verk. Rithöfundurinn Indriði Einarsson gleymist heldur ekki. Jeg veit um nokkra menn, sem hafa yndi aí frjóum og fjor- ugum stíl, er hafa oft lesið ýmsa kafla í æviminningum Indriða „Sjeð og lifað“, minningar hans um Jón Sigurðsson í Skírni 1911, gagn- rýni hans á launanefndarálitinu 1915, ýmis manna minni og aðrar fleiri greinar. í minningargrein sinni um Jón Sigurðsson leiðir hann forsetann ljóslifandi fram á leiksviðið. Þrír merkismenn aðrir skrifuðu um J. S., en Indriði einn þeirra lýsti honum. —oOo— Indriði Einarsson er fæddur 30. apríl 1851 á Húsabakka í Skagafirði. Móðir hans var Euphemia Gísla- dóttir, gáfukona, sem hún átti ætt til, en foreldrar hennar voru Gisli Konráðsson, skáld og sagnaritari, sem öll íslands þjóð þekkir, og fyrri kona hans Euphemia Benedikts- dóttir. Móðir hennar var Sigríður, dóttir Jóns prófasts Jónssonar á Hjaltastöðum, ins lærðasta manns, er tvisvar var í biskups stað á Hól- um. Gísli og Euphemia voru bæði gáfuð og skáldmælt, og gaf konan bónda sínum ekkert eftir á sviði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.