Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						416
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
FÍLLINN  ER
ÞARFUR ÞJÖNN
Ymislegt  um  tamda   fíla   og   vilta
ÞAÐ mun. óhætt að fullyrða, að ef
fíllinn væri- á stærð við húsdýr, þá
mundi hann vera í mestu afhaldi
meðal mannanna. Hann er vinfastur,
glaðlyndur, þrekmikill og gáfaður
Þeir, sem hafa athugað fíla manna
best, getá eigi nógsamlega dáðst að
þeim.
Þrjú fílakyn eru til í heiminum,
tvö í Afriku og eitt í Asíu. En Asíu-
fíllinn skiftist aftur í fjórar kyn-
kvíslir, indverska filinn eða Burma
fílinn. Ceylon-fílinn. Malaja-fílinn
og Sumatra-fílinn. Allir hafa þeir
miklu minni eyru heldur en Afríku-
fílarnir, og kvenfíiarnir í Asíu hafa
engar höggtennur. Fullorðinn Afríku
fíll er líka nær helmingi stærri ea
Asíufíll og miklu hættulegri viður-
eignar. Þeir sjá yfirleitt illa, sj.-i
tæplega mann á 20 metra færi, en
þeir eru þefnæmir og geta fundið þef
af mönnum á 1000 metra færi.
Sumir segja að Afríkufíllinn sje
ekki jafn gáfaður og kynbróðir hans
í Asíu, en sannanir vantar fyrir því.
Hitt er víst, að hann er margfalt dug-
legri. Astæðan til þess að Afríkufíll-
inn hefur ekki verið taminn öldum
saman eins og indverski fillinn, er
engin önnur en sú, að Svertingjar
hafa hvorki haít lag nje þolinmæði
til þess. En nú er sagt að flytja eigi
fílatemjara frá Asíu til Tanganyika
og Suður-Rhodesiu, til þess að temja
fíla þar, en ekki er vitað, hvort úr
því verður. Belgiska stjóinin hefur
þegar um hálí'a öld haft fílatamninga-
skóla í Gangala na Bodio, sem er rjett
hjá landamærum Sudans. Leopold
konungur II. stofnaði þennan skóla
árið 1900. Þarna eru 40—60 fílar
tamdir árlega.
Það er á allra vitorði,  að viltum
?% i nmtm
Fíll veltir stórum trjádrumbi af miklum ákafa
Ungur viltur Afríkufíll
dýrum fækkar nú mjög í heiminum.
Þau hafa verið veidd og maðurinn
hefur hrakið þau frá heimahögum
sínum. En nú er reynt að bæta úr
þessu með því að láta dýrin hafa
friðland á sjerstökum slóðum. Þar á
meðal má nefna Wanike Game frið-
landið í Suður Rhodesiu. Nú hefur
fílum fjölgað þar svo mjög, að hætt
er við að þeir fari að dreifast þaðan
og leita sjer sjálfir að nýum högum.
Árið 1944 var talið að þarna mundu
vera um 2000 lílar. En hjörðin var
ekki altaf jafn stór, þvi að um rign-
ingatímann fluttu þeir sig til Bechu-
analands í hópum. Nú eru þeir farnir
að slá sjer norður á bóginn, að bökk-
um Zambesifljóts.
í Indlandi hefur fílum fækkað stór-
kostlega með aukinni menningu þar
í landi. Víða er hann nú talinn óþarf-
ur, því að traktorar hafa tekið við
störfum hans. Það er einnig sagt að
hvinurinn af sífeldri umferð flug-
vjela, hræði dýrin mjög, og það verði
þess valdandi að viðkoman hafi stór-
um minkað. í Burma er talið að sje
6000 fílar.
Ekkert húsdýr er jafn handgengið
tamningamanni sínum eins og fíll-
inn, enda er talið heppilegast að fíil-
inn og sá, sem á að stjórna honum,
alist upp saman. Það er oft að dreng-
ur og fíll, sem eru jafngamlir, verða
leikbræður í æsku. Vináttan helst, og
þegar báðir haí'a náð íullorðins aldii
og fíllinn fer að vinna, þá stjórnar
vinur hans honum. Það er margt líkt
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 413
Blašsķša 413
Blašsķša 414
Blašsķša 414
Blašsķša 415
Blašsķša 415
Blašsķša 416
Blašsķša 416
Blašsķša 417
Blašsķša 417
Blašsķša 418
Blašsķša 418
Blašsķša 419
Blašsķša 419
Blašsķša 420
Blašsķša 420