Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 1
ÁRNI ÖLA: Fyrsta íþróttafjeiag Steykjavíkur SKOTHÚSVEGUR er einkennileg- asta gata bæarins. Hann nær alla leið milli Suðurgötu og Laufásveg- ar og er um 500 metra langur (Vz km). eða jafn langur og Skóla- vörðustígur. Til samanburðar má geta þess, að' helsta gata bæarins, Austurstræti, er ekki nema 300 m. á lengd. En þar sem hús stendur við hús báðum megin við Austur- stræti og Skólavörðustíg, eru að- eins 2 hús — segi og skrifa tvö hús — við Skothúsveginn. Þau bera númerin 7 og 15 og eru svo að segja sitt á hvorum enda göt- unnar. En þar á milli er brautin og brúin yfir tjörnina, þar sem aldrei verður bygt. Og þá er nafnið. Hvernig stend- ur á því að þessi vegur skuli heita Skothúsvegur? Það er sjálfsagt mörgum Reykvíkingum ráðgáta, og eigi síst ungu kynslóðinni. En þannig stendur á því, að fyrir rúm- um 80 árum, þegar tjörnin var enn óspjölluð af mannavöldum og engar götur voru neins staðar með- fram henni, þá var bygt hús á melunum þar sem nú er Suðurgata 35 og kallað Skothús. Eigendurnir kölluðu það raunar „Reykjavigs Skydeforenings Pavillon“, en það nafn festist ekki við það, almenn- ingur kallaði það altaf Skothúsið. Og fjelagið, sem átti það, var altaf kallað Skotfjelagið, enda þótt það heiti í lögum þess og reikningum „Reykjavigs Skydeforening“, (skammstafað R. S. F., alveg eins og gert er nú á dögum, þegar klínt er svo löngum nöfnum á fjelög eða fyrirtæki að örv’ænt þykir að nokk- ur taki þau óstytt sjer í munn). Skothús þetta var æfingastöð Skot- fjelagsins, en varð seinna íbúðar- hús, og er nú horfið fyrir mörgum árum. En skotmarkið var niður við tjörn. Hjer á eftir skal sagt ofurlítið frá fjelaginu og starfsemi þess fyrstu árin, meðan það var í mest- um blóma, því að það hefir þá verið sá fjelagsskapur, sem mest bar á í bænum, og sennilega tal- inn sá virðulegasti, vegna þess að þar voru allir höfðingjar bæarins saman komnir. ----o---- Danskir menn, sem hjer voru, jaöcra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.