Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Blaðsíða 16
28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞJÓÐMINJASAFNIÐ hefir bæði verið eftirlætisbarn og alnbogabarn þjóðar- innar. Það hefir hrakist úr einum stað í annan. Fyrst var það geymt á dóm- kirkjuloftinu, síðan fékk það inni í Alþingishúsinu. Þaðan var það flutt í Landsbankann og loks í Safnahúsið við Hverfisgötu, þar sem þvi var ætlað- ur varanlegur samastaður. En húsnæðið þar var bæði þröngt og óhentugt og langt er síðan menn sáu að við það varð ekki unað. Svo reisti þjóðin sér- stakt hús handa því, til minningar um fullveldið, sem hún fékk 1944. En það var ekki fyr en í sumar sem leið að byrjað var að flytja safnið þangað, og síðan hefir verið unnið að því að koma því þar fyrir. S. 1. sunnudag voru opnaðar fyrir almenning tvær deildir þess, fornaldarsafnið og Norska safnið, sem hingað var gefið fyrir tveimur árum. Myndin er úr fornaldardeildinni. Má sjá þar í kössum ýmis vopn og í þeim kassanum, sem næstur er, glottir hauskúpa Grásíðumannsins við gestum, með opin skarð í tannskaflinum, því að hann hafði aldrei tekið eina framtönnina. (Sjá grein um hann í „Gengið á reka“). Lengst til hægri stendur hin fræga kirkjuhurð frá Valþjófsstað inn í glerskáp. (Ljósm. Mbl. Ól. K. Magnússon). Ölfusárbrúin gamla. Þegar Alþingi samþykti lög um brúargerð á Ölfusá, veitti það 40 þús. kr. til verksins, en ætlast var til að sýslurnar fyrir austan legðu fram 20 þús. kr. Danskur verkfræðingur, sem gerði áætlun um brúarsmíðina, sagði að hún mundi kosta 80 þús. kr., svo að stjórnin vildi ekki samþykkja lög- in. Tryggvi Gunnarsson, sem staðið hafði fyrir brúarsmíðum fyrir norðan, fór þá austur að athuga staðhætti og helt að hægt mundi að koma brúnni á ána fyrir 66.000 kr. Var hann á fund- um með bændum á Selfossi og virtist þar mikill áhugi fyrir brúarsmíðinni. Lofuðu bændur að flytja ókeypis 300 hestburði að brúarstæðinu frá Eyrar- bakka, og leggja til 2000 dagsverk við brúarvinnuna. Landshöfðingi lofaði líka að láta amtið borga 6000 kr. Tryggvi sigldi um haustið og hitti Nelle man íslandsráðgjafa og lofaði að taka að sjer brúarsmíðina fyrir 60.000 kr. og varð það að samningum. Þegar til kom reyndist kletturinn vestan ár ótraustur og varð Tryggvi því að lengja brúna á sinn kostnað. í endur- minningum sínum segir hann svo frá: „Jeg skal geta þess, að jeg fekk hvorki 6000 krónurnar sem landshöfðingi hafði lofað, nje gjafirnar sem Árnesingar höfðu lofað. Jeg heyrði á tal bænda, sem fluttu fyrstu trjáviðarhestana frá Eyrarbakka að Selfossi, að þeir sögðu sín í milli að það væri fjandi hart að fá ekkert fyrir þetta. Borgaði jeg þeim því fult verð og enginn mintist á það framar að flytja ókeypis. Þannig borg- aði jeg alla hestburði og vinnulaun. Enn kom eitt til, sem mjer þótti verra, að stjórnin dró af mjer 3500 kr. til manns, sem hún setti til gæslu brúar- smíðinnar, svo jeg fekk ekki nema 56.500 kr. fyrir brúna. En dálítið bætti Alþingi úr því síðar“. Áfergja. Vínhneigðir menn horfa ekki í neitt til þess að ná sjer í áfengi, jafnvel þótt þeir stofni lífi sínu í voða. Sagt er um Sæmund gamla á Víðimýri, al- kunnan brennivínsberserk, að hann fór á húðarmeri fylfullri austur yfir Hjeraðsvötn ófær, er hann vissi að bóndi austan vatna var nýkominn úr kaupstað og mundi eiga eitthvað á pytlunni. Sæmundur drap merina í vötnunum en flaut á henni til lands. Jón bóndi Jónsson á Drafla- stöðum í Eyafirði frjetti að Stefán bóndi á Ánastöðum væri nýkominn úr kaupstað. Milli bæanna fellur Núpá í djúpu gili og var mikil. Jón skreið í kafi yfir hana i botninum og helt sjer í stórgrýtið. Fleiri sögur eru til um menn, sem hafa brotist yfir ófær vötn til þess að ná sjer í brennivín, og marg- ar sögur um menn, sem hafa drepið sig á þvL Dómnr um glímu. Dr. Finnur Jónsson skrifaði 1931 um latínuskólann 1872—78 og sagði þar meðal annars frá glímuiðkunum skóla- pilta. Að niðurlagi sagði hann: „Glím- ur eru fögur list, þegar vel er glímt. Það var unun að sjá þessa lipru, hjól- liðugu Norðlinga verjast brögðum. Oft var þá glímt á Nýatúni (sem nú er búið að eyðileggja sem svo margt ann- að) eða úti í sandinum hjá Kríusteini. Það var eitthvað annað en að sjá þessa hálfberu beltamenn nú glíma opin- berlega. Glíman stendur yfir nokkrar sekúndur, fáein brögð fyrir látalætis- sakir, og svo fellur annar, eða læst falla, eins og alt sje aftalað fyrirfram, enginn móður, ekkert kapp, engin al- vara, bara „sýning“. En slíkt er ekki íslensk glíma“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.