Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1952, Blaðsíða 10
54 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Alfreð Karlsson: Kambgarnsiðnaður KAMBGARNSIÐNAÐUR stórþjóð- anna er stórfurðulegur. Að hugsa sér að hægt skuli að fi'amleiða úr ull svo fínan og jafnan þráð, sem til þess þarf. Það er harla erfitt að útskýra þær flóknu vinnuaðferðir og vélar, sem fullkominn kambgarnsiðnaður byggist á, svo skiljanlegt sé þeim, er ekkert hafa við slíkt fengizt. En þeir, sem eitthvað hafa fengizt við ullariðnað, munu nokkuð geta áttað sig á þeirri galdraaðferð. Þess vegna vona ég að þessi grein geti orðið ýmsum til skemmtunar og fróðleiks. Vélarnar í kambgarnsverksmiðju vinna að öllu leyti gagnstætt vél- geta orkað slíku og af því geta menn nokkuð markað hverjar ham- farir hafa þarna átt sér stað. Þessu hefir fylgt óskaplegur fellibylur, sem drepið hefir hverja lifandi veru á hundrað mílna svæði þar um* hverfis. Drunurnar hefði mátt heyra í 1000 mína fjarska og gríð- armikill jarðskjálfti hefir fylgt. En ekki er þó talið að áreksturinn hafi orðið svo mikill ,að jörðin hafi geig^ að á rás sinni. „Hana hefir ekki munað rneira um þetta en strætis- vagn munar um að fluga skríður inn í hann“, lét einn vísindamaður sér um munn fara. Þessi mikli gígur hefir verið nefndur „Chubbs-gígur“ í höfuðið á þeim manni, sem mest og bezt gekk fram í því að hann yrði rann- sakaður. (Úr Geographical Magazine). um í hinum svonefndu „streich“- garns verksmiðjum. Við framleiðslu kambgarns eru aðallega notuð tvö mismunandi vinnukerfi (System), Elsass-kerfið á meginlandinu og Bradford-kerfið í Englandi. Á meginlandinu er að- allega notuð fín og löng ull, en í Englandi er notuð löng og gróf ull. í þessari grein mun ég aðallega ræða um franska kerfið. Til þess að ná sem beztum árangri þar, er mjög áríðandi að ullin sé góð, og er það tryggt með: 1. nákvæmu mati á ullinni, 2. vönduðum þvotti, 3. nákvæmri þurrkun, 4. kembingu, 5. forteygju (Gilbox), 6. hæringu (í kambstól- um), 7. eftirteygju (Gilbox), 8. sléttun bandsins, 9. forspuna, 10. fínspuna, 11. tvinningu, 12. spólun. Allt þetta verður ullin að ganga í gegn um ef þráðurinn á að verða góður og fullkominn. ULLARMAT OG ULLARÞVOTTUR Ullarmat krefst mikillar leikni og kunnáttu, og sama er að segja um þvottinn, en hann fer nokkuð eftir því hvort nota skal ullina í kambgarn eða „streich“-garn. Þegar ullin kemur til þvotta- stöðvarinnar, er fyrst tekið til að meta hana og aðgreina. Það er nauðsynlegt að aðgæta það við rúningu á vorin, að reifið haldist sem heillegast, því að þá er mun betra að meta ullina og aðgreina eftir verðleikum, þ.e.a.s. lengd ull- arháranna, lit, áferð (hvort hrokk- in eða slétt) og hreinleika. Eftir því sem ullin er betur að- „Gilbox" greind til kambgarns, eftir því verður úrgangurinn minni. Helztu óhreinindi í ull eru sviti og sauðfita, en þó er alltaf nokkuð í henni af stráum, sandi og öðrum þess háttar óhreinindum. Svitinn og sauðfitan setjast utan á ullar- hárin sem límkennt efni og valda því að önnur óhreinindi eiga hægar með að festast í henni. Margs konar aðferðir eru notaðar við ullarþvottinn, og geta má þess að Þjóðverjar, Englendingar, Frakkar og Belgar nota sína að- ferðina hver, enda þótt allir noti sömu gerð þvottavéla. Ein slík ullarþvottavél er tiú tekin til starfa á Akureyri og mun vera af fullkomnustu gerð. Þar er jafnframt byrjað að meta ullina að verðleikum, og er það mikið gleði- efni, og mun þess varla langt að bíða, að þeir menn, sem þar eru að verki, nái leikni og kunnáttu við hið vandasama mat, og er þá skammt að bíða góðs árangurs. Sviti, óhreinindi og ryk nást vel úr ullinni með volgu vatni, en öðru máli er að gegna um sauðfituna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.