Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						5. tbL
JfofgtniMatoiiw
Sunnudagur 17. febrúar 1952.
XXVII. árg.
GESTUR PÁLSSON SKALD
Á HARÐA SPRETTI í AUSTURSTRÆTI
ÞAÐ VAR ekki fyrr en með lög-
um 3. jan. 1890 að kaupstöðum hér
á landi var heimilað að setja hjá sér
lögreglusamþykkt. Fyrstu lög-
reglusamþykkt sína fékk Reykja-
vík 25. nóv. 1890, og var hún snið-
in eftir lögreglusamþykktum í
dönskum bæum og ógurlega smá-
smugleg í ýmsum atriðum og svo
meistaralega samin, að hún gat
ekki gilt fyrir úthverfin ,svo sem
Grímsstaðaholt, Kaplaskjól, Sauða-
gerði, Bráðræðisholt og byggðina
innan við Rauðará, nema alveg
sérstaklega stæði á.
Bærinn hafði verið lögreglu-
samþykktarlaus í rúmlega hundrað
ár og fór það mjög eftir röggsemi
bæarfógetanna hvernig lögreglu-
málunum var sinnt. Snemma kom
upp sú venja, að þeir létu festa
upp á hús í bænum ýmsar tilkynn-
ingar og aðvaranir til bæarbúa um
það hvernig þeim bæri að hegða
sér, og embættinu fylgdi auk þess
sérstakur auglýsingakassi, þar sem
allar slíkar tilkynningar voru birt-
ar.
Tveir lögreglustjórar gengu hér
Gestur   Pálsson.
ötulast fram í því að halda uppi
góðri reglu í bænum. Voru það þeir
Stefán Gunnlaugsson (1838—1848)
og Jón Jónsson ritari, sem var
settur bæarfógeti hér sumarið
1878. Þeir festu upp auglýsingar
um boð og bann við ýmsu og gengu
eftir að slíku væri hlýtt. Varð Jón
ritari sérstaklega illa þokkaður af
þessu, því að hann sektaði menn
þá fyrir ýmislegt, sem áður höfðu
verið taldir smámunir og fyrir-
rennarar hans höfðu látið liggja
í láginni og eigi skift sér af.
Enda þótt Reykjavík væri lítill
bær fram yfir aldamótin seinustu
og farartæki næsta fábrotin, þá
voru þó umferðarmálin og eftirlit
með þeim einhver mesti vandinn,
sem hvíldi á lögregluþjónum og
bæarfógeta,enda fjölluðu þrír kafl-
ar lögreglusamþykktarinnar 1890
um þau mál. Var hinn fyrsti um
reglu og velsæmi á götum, annar
um ráðstafanir til að afstýra tálm-
unum eða hættu fyrir umferðina,
og sá þriðji um reið og akstur á
götunum og rekstur gripa og fénað
ar um þær. Þá var hesturinn enn
driffjöður í öllum samgöngum og
var umferðinni á götum bæarins
mest hætta búin af gapalegri reið
og hestum, sem fældust. Urðu
stundum af því slys, þótt þau þyki
nú sjálfsagt smávægileg í saman-
burði við þau slys, er nú verða af
ógætilegum akstri bifreiða.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76