Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Blaðsíða 6
130 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SUÐUREVJAR farnari eftir því sem bvggð jókst í Þingholtunum, og þegar steinbrúin var komin á lækinn 1866 lagðist niður umferð um Arnarhólstraðir, en öll umferðin var um Bakara- stíginn. „Var hann þá brattur og hrjóstugur og illfær í hálku nema brodduðum stígvélamönnum eða skaflajárnuðum hestum“, segir Gröndal. Eftir stígnum þokaði svo verzluninni fyrst út úr miðbænum. Jón Þórðarson setti þar á fót kjöt- verzlun og kom þar upp fyrsta slát- urhúsinu hér á landi. Var það á bak við hollensku mylnuna, en hún stóð nú sjálf alveg við alfaraveg, þótt byggingarnefnd hefði í fyrstu ætlað að hún yrði þarna afskekt. Ekki bar neitt á því að hestar fæld- ust vængjasvif og gnauð hennar. VEÐRASAl^r er í Revkjavík eins osf'fyrrum. Á því hefur engin breyting orðið. Finnst mönnum stundum nóg um afl vindanna, þegar strokurnar standa svo eftir götunum að þar er ekki stætt, en allt lauslegt er á fleygiferð og timburhúsin leika á reiðiskjálfi. Þessi mikla orka leikur hér alltaf lausbeizluð og aldrei hefur verið reynt að nota hana til neins, nema meðan vindmylnurnar tvær öttu vængjum sínum í storminn og létu hann snarsnúa kvörnum sínum með hvínandi dyn. Á. Ó. £.■ £ £ „Vér lifum á spil!ingarö!d. .Vskan ber ekki lengui- virðingu fyrir fór- eldrum sínum. Æskan er ofstopafeng- in, eirðarlaus og l’.efir ekkert taum- hald á sér. Hún skeytir engu um reyns'.u og þekkingu hinna eldn, Með þessu móti íer menningin fo’göróum og mannkynið ferst.“ Þetta er 4000 ára gömul áletrun á stein í Egyptalandi. Sagan endurtekur sig, því að sami er söngurinn enn í dag. SUÐUREYJAR eru vel kunnar úr fornsögum vorum, eigi sízt fyrir það hve margir landnámsmenn komu þaðan. — Norskir víkingar höfðu lagt undir sig eyjarnar og Noregskonungur síðan slegið eign sinni á þær, en það gekk á ýmsu með yfirráðin, nema helzt á dög- um Magnúss konungs berfætts og Hákonar gamla. í sögu Hákonar Hákonarsonar segir að Skotakon- ungur vildi kaupa af honum eyj- arnar og bað hann segja til um hve mikið hann vildi fá fyrir þær í brenndu silfri. En Hákon konung- ur svaraði því, að hann þættist ekki svo á flæðiskeri staddur með fé, að hann þyrfti að selja hluta af ríki sínu. Þá bjuggust Skotar til þess að leggja eyjarnar undir sig með hervaldi. Þá fór Hákon með miklu skipaliði til eyjanna (sum- arið 1263), en beið þar ósigur og andaðist í Kirkwall aðfaranótt 16. september þá um haustið. Friður var saminn í Perth og samkvæmt honum skyldi Skotakonungur fá eyjarnar, en greiða árlegt gjald fyrir þær. Það galzt ekki er fram í sótti og gleymdist. Norðmenn höfðu fest byggð um allar hinar skozku eyjar og þar á meðal á eynni St. Kilda, sem er aðalevian í 16 evja klasa. sem er 40 sjómílur norðvestur af Suður- eyjum. St. Kilda er lítil ey, ekki nema 3 enskar mílur á lengd og 2 á breidd. Hún er ákaflega sæbrött, en að suðaustan er vör, þar sem liægt er að lenda í góðu veðri. Til er lýsing á eynni frá 17. öld eftir skozkan mann, sem Martin hét. Þá voru eyjarskeggjar um 200. En svo fór þeim að fækka og sein- ast voru þeir orðnir svo fáir og bjargræðisvegir svo erfiðir, að stjórnin lét flytja þá alla til lands og síðan hefur St. Kilda verið í eyði. Áður en Norðmenn komu þarna bjuggu þar menn af gaeliskum kynstofni. Af landnámi Norðmanna á eynni fara engar sögur, en ýmis örnefni sýna að þeir hafa átt þar heima og ennfremur hafa fundizt þar norrænar víkingagrafir. Árið 1784 kom út lýsing á eynni eftir prest, sem Kenneth Macauley hét. Segir hann þar að á eynni sé töluð gaeliska blönduð norrænui. Gæfi' það bent til þess að norski kyn- stofninn hefði alltaf haldizt þar við. Nöfnin á sumum úteyjunum eru líka af norrænum uppruna, svo sem Soa (Sauðey), Borera (Borg- arey) og Stakan Armuin, sem sennilega þýðir Ármannsstakkur. Víða á Skotlandi og eyjunum eru klettadrangar, sem skaga upp úr sjónum, nefndir „stakkar“, og „ár- manns“-nafnið lifir þar enn, en þýðir nú hermaður eða hetja. Nafnið St. Kilda á sér einkenni- lega sögu. Þar sem byggðin stóð á eynni var (og er) uppspretta og í henni kaldavermsl, en slíkar upp- sprettur voru í fornöld nefndar keldur og stundum dregin af þéim nöfn (sbr. Keldur og Kelduhverfi hér á landi). Byggðin á þessari ey hefur sennilega dregið nafn sitt af keldunni upphaflega. Séra Mac- aulay segir í lýsingu sinni að þá sé eyjan kölluð Tobar Childa Chalda. Orðið Tobar er gaeliska og þýðir kelda. Childa er aðeins af- bökun úr norræna orðinu kelda, og Chalda afbökun úr orðinu kalda. Childa Chalda ætti þá að þýða keldan kalda. (Hér á landi eru aft- ur á móti margar Kaldár). Childa var borið fram Kilda, og hélt hol-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.