Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 16
172 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE 4 D 10 4 2 V Á D 6 5 ♦ 6 4 2 * 8 5 4 9 8 ¥974 ♦ D 9 * K G 10963 N V A S 4 ¥ ;♦ 14 5 K 10 8 3 K G 10 8 7 Á 7 2 4 Á K G 7 6 5 ¥ G 2 ♦ Á 5 3 4 D 4 Suður sagði 4 spaða og V sló út S 9, sem drepin var heima. Svo sló S út lágtrompi og drap með D og sló út lág- hjarta í borði, en A drap með kóngin- um. Nú kom út tígull og Suður drap með ás, sló út HG og síðan lágtrompi og drap í borði. Nú tók hann á HÁ og D og fleygði af sér tíglinum og þá var spilið unnið. — En það þurfti ekki að vinnast. A mátti ekki drepa með HK. Ef hann drepur með 10 þá missir S tvo slagi í tígli og 2 í laufi. TVEIR HUNDAR — Hvolpur var alinn upp á heimili hér í bæ og hann fékk aldrei að umgangast aðra hunda. Þegar hann stækkaði fór hann að gera sig mjög heimakominn og lá löngum á legubekk inni í stofu. En á bakknum var „púði“ með stórri útsaumaðri mynd af hundi. Var það vegna þess að hinn ungi hundur kunni þarna svo vel við sig? Fannst honum hann vera kominn í sinn félagsskap þarna hjá myndinni! — (Ljósm. Ól. K. Magnússon). V V Þessa vísu sendi skáldið Þorsteinn Þ. Þorsteins- son dr. Richard Beck í tilefni af út- komu hinnar ensku ljóðskáldasögu hans (History of Icelandic Poets) nú fyrir skömmu: Hlýr þinn vakir andi yfir allri vorri fórn til Braga. Skáldatal þitt lipra lifir lofi þjóðar íslands daga. Símon Dalaskáld. Amma mín sagði mér að Símon hefði átt unnustu, sem Ingibjörg hét, og frefði einhver Þorlákur tekið hana frá honum, og síðan hefði Símon orkt lof um allar Ingibjargir, en skammir um Tr '<Ahi Þorláka. Daginn eftir að Símon kom (til hennar) kom maður að Stakka- hlíð. Kom þá einhver inn og sagði að Þorlákur í Húsavík væri kominn, en það var ekki satt. Þá rauk Símon upp og kvað: Ásta-slyngur er nú hingað kominn, þrálátur við þráðabrík, Þorlákur úr Húsavík. Maðurinn, hvað sem hann nú hét, reiddist þessu mjög, en við því var ekkert að gera, það var komið sem komið var. (Eva Hjálmarsdóttir). í Látrabjargi eru jurtastóð, því að jarðvegur er þar rakur og frjór á skeiðum og í sprungum, en sólarhitinn knýr plönt- urnar til mikils vaxtar. Hvönn vex þar alls staðar og verður þar sums stað- ar svo stórvaxin, að fullorðinn karl- maður getur stungið handleggnum inn í stöngulholið. Hvönn er árlega skor- in til heimilisnota þar úr nágrenninu. Til sönnunar því að jurt þessi hafi verið notuð mikið fyrr á tímum og verið eftirsótt, er gjafabréf á skinni í eign Sauðlauksdalskirkju, þar sem kirkjunni er gefinn árlegur hvann- skurður í Látrabjargi, svo mikið sem 6 menn sk^ra (vafalaust) á einum degi eða einn maður á sex dögum. (Eggert Ólafsson). Einar durgur var förumaður fyrir norðan. Síra Þorkell Bjarnason þekkti hann og seg- ir þessa sögu af honum: — Sumir föru- menn þóttust af því hversu vel þeim léti þessi starfi; þannig sagði Einar durgur einu sinni við kunningja sinn: „Við skulum sjá hvort eg hefi ekki eins mikið upp úr minni atvinnu, eins og þeir upp úr sinni, sem ganga með stálljáina“. Einari þessum gekk svo vel förumennskan, að þegar hann var um sextugsaldur, kvæntist hann kerl- ingu jafngamalli sér, sem annaðhvort var komin á sveit eða lá við sveit, og hafði nóg fyrir sig og hana til dauða- dags, því að altaf entist hann til að leita beininganna um sláttinn, en sagt var, að prestur og hreppstjóri, þar sem kerling þessi var sveitlæg, hefðu átt nokkurn þátt í kvonfangi Einars og jafnvel haldið brúðkaup hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.