Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
103
Halldór Stefánsson
Veðurfar fyrr og nú
NOKKUÐ hefur verið um það
rætt og ritað, hvort veðurfar á
landi hér muni hafa verið hlýrra
á landsnámstíð og á fyrstu öldum
íslandsbyggðar en síðar varð og nú
er. — Fræðimenn eru um það
sveimhuga og ekki á einu máli. En
alþýða manna mun hafa hneigst
eindregnara að því áliti, að veður-
far hafi verið hlýrra fvrr á óldum.
Beinar og órækar heimildir um
þetta efni er ekki að finna, en
óbeinar heimildir, eigi allfáar né
lítils verðar, má rekja til þess, að
veðurfar hafi verið hlýrra fyrrum.
Má þar til nefna frásagnir eldri og
yngri og athuganir nýlega gerðar.
ORNEFNI
Alkunna er það, hversu nafna-
giftir fornmanna voru snjallar, og
lýsandi um það, er við augum
horfði eða við bar og hafði borið.
Má um það nefna til dæmis auk-
nefnin f jölmörgu, er voru táknandi
um útlit manna, eða viðburði. í
lífi þeirra og lífsferli.
Örnefnin mörg voru táknræn um
allt í senn: útlit landsins eða yfir-
sýn, náttúrufar þess og sögulega
viðburði.
1. Kloíajökull
Upprunanafn á jökulbreiðu
þeirri hinni miklu og samfelldu,
sem nú nefnist Vatnajökull, var
Klofajokull. Það er nafnið á jökl-
inum þegar Eggert og Bjarni, og
síðar Sveinn Pálsson, fóru um
landið. Alþýða manna hefur þá
ekki þekkt annað nafn. En Þor-
valdur Thoroddsen tekur upp
Vatnajökuls nafnið almennt í sín-
um ritum, og notar frumnafnið að-
eins til skýringar.
Nafnið lýsir því, að fyrir aug-
um nafngefandans (og annarra)
hefur þessi stærsti jókull landsins
verið ósamfelldur — klofinn nær
í tvo hluti eða fleiri með samhang-
andi jökulhryggjum á milli, breið-
ari eða mjórri. Eftir viðsýn til jök-
ulsins nú væri Klofajökuls nafnið
báglega til fundið. Nafnbreytingin
segir einnig sína sógu: Breytt við-
sýn — breytt nafn.
2. Fúlilækur
Jökulsá á Sólheimasandi, sem nú
heitir svo, er allra vatnsfalla þef-
fúlast. Slíkt einkenni hefur ekki
farið fram hjá skarpskygni land-
námsmannanna. Þar af er runnið
hið upphaflega nafn. En þetta tor-
færa vatnsfall nefna þeir læk en
ekki á. Það veitir upplýsingar um
vatnsmagnið. Það hlvtur að hafa
verið minna þá en síðar varð- Þótt
Jökulsá á Sólheimasandi sé ekki
meðal mestu vatnsfallanna, myndi
nútíma menn ekki láta sér til hug-
ar koma, að kenna hana til lækja.
3. Raftalækur
Hverfisfljót hefur tekið tvenn-
um nafnbreytingum. Landnáms-
menn nefndu það upphaflega
Raptalæk. Kenning fljótsins til
lækjar segir til um það, að þetta
hefur ekki verið stór-vatnsfall.
Breyting er síðar varð á nafninu,
er vatnsmagnið hafði aukizt, sýnir
það, að fornmenn gáfu ekki nöfn-
in út í bláinn. Breyting vatns-
magnsins leiðir af sér nafnbreyt-
ingu og hana ekki óverulega. Læk-
nafnið er Almannafljót. Fornmenn
undu ekki rangnefnum á þessu
sviði fremur en öðrum.
Hin snögga og gagngjöra breyting
vatnsmagnsins getur ekki af öðru
stafað en vexti jökulsins. Hjarn-
þunginn á vestur- eða vestasta armi
Klofajökuls hleypir fram skrið-
jökli (Skaftárjökli) með vatns-
hlaupi. Skriðjökullinn heldur við
vatnsmagninu.
Því miður segir sagan ekki frá
því, hvenær þessi gagngjöra vatns-
breyting varð. En orðið mun hún
hafa eftir að Styrmisbók Land-
námu er rituð snemma á 13. óld.
FORNAR FRÁSAGNIR
Frásagnir ýmsar, er að þessu efni
lúta, styðja það álit, að veðurfar
hafi verið mildara í öndverðu og
jöklar minni, en síðar varð.
1. Gnúpa-BárSur.
í landnámssögunni er frá því
greint, að Bárður sonur Heyang-
urs-Bjarnar. er land nam í Bárðar-
dal fyrst, hafi flutt fénað sinn og
fjárhluti yfir landið þvert suður í
Fljótshverfi, og hafi farið skarð
það, sem nefnt var Vonarskarð.
Ekkert segir um það, og enginn
veit heldur nú, hvar eða hvert var
þetta skarð, sem Bárður lagði leið
um. En að sjálfsögðu hefur hann
valið stytztu færa leið.
Þegar  Pétur  sonur  Bryrijólfs '
læknis  Péturssonar  á  Brekku  í
rannsóknarför sinni 1794 varð þess
áskynja,  að Tungnafellsjökull  er •
fráskilinn  Vatnajökli," vár   það
ágizkun ein eða álykturi, áð skarð-
ið milli jöklanna væri Vónarskarð
það, er Bárður fór með fénáð sinri '
og fjárhlut. — Síðan hefur þessi
ágizkun um Vonarskarð veríð látin '
gilda sem sögulegur sarinléíkur.    '
Sé athugað það torveldi, serri
verið hefði á þessari leið vestan um
Vatnajökul milli Bárðardals og
Fljótshverfis með fénað ög 'búsíóð, -
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100
Blašsķša 101
Blašsķša 101
Blašsķša 102
Blašsķša 102
Blašsķša 103
Blašsķša 103
Blašsķša 104
Blašsķša 104
Blašsķša 105
Blašsķša 105
Blašsķša 106
Blašsķša 106
Blašsķša 107
Blašsķša 107
Blašsķša 108
Blašsķša 108