Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 21. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						h&k
21. tbl.
Sunnudaeur 31, ra*í 1953
XXVIII. árg.
EDOUARD  SCHYDLOWSKY
franskur sendikennari við Háskóla íslands
FRANCOIS MAURIAC
í ÞRIÐJA sinn á fimmtán árum
hefur Akademía Svíþjóðar veitt
Nobelsverðlaunin frönskum rithöf-
undi. Roger Martin du Gard hlaut
þau 1937, André Gide 1947, og nú
hefur Francois Mauriac hlotnazt
þessi sæmd. Hann tekur sess meðal
heimskunnra rithöfunda, og rit
hans verða lesin um víða veröld.
Almenning fýsir að kynnast þeim
manni, sem fengið hefur slíka við-
urkenningu „fyrir skarplega athug-
un á sálarlífi manna og listfenga
túlkun mannlífsins í skáldsögum
sínum".
//=//
Mauriac hefur lifað fábrotnu,
hversdagslegu lífi. „Francois Maur-
iac fæddist í Bordeaux árið 1885
og ólst þar upp. Hann kom á hverju
hausti til Malagar, ættarsetursins í
nágrenni Bordeaux, sem stendur
meðal vínekra. Að mörgu leyti má
telja hann borgara frá Gironde-
fylki, og kann hann því vel". Svo
fórust André Maurois orð, er hann
hóf kennslu sína um Mauriac í
Mills College í Bandaríkjunum, en
Francois Mauriac
þar hafði hann neyðzt til að gerast
kennari, er hann hrökklaðist frá
Frakklandi í stríðinu. Hann fræðir
okkur síðan um það, að tæplega
tvítugur missti Mauriac föður sinn.
Móðir hans var enn ung. Hún var
kaþólsk og mjög guðrækin og ól
hann upp ásamt fjórum eldri
bræðrum, en sá þriðji þeirra,
Pierre, er nú kunnur prófessor við
læknadeild háskólans í Bordeaux.
Meðal stórættanna í suðvesturhluta
Frakklands     höfðu     trúarbrögðin
löngum verið í nánum tengslum við
stjórnmál og leitt til misklíðar, en
ekki var því svo farið um Mauriac-
ættina, þar urðu þau sameiningar-
afl. Á hverju kvöldi fór allt heim-
ilisfólkið með bæn, sem hófst á
þessum orðum: „Ó, Drottinn minn,
ég lýt þér í auðmýkt og þakka þér,
að þú gafst mér hjarta, sem kann
að skilja þig og elska". Bæninni
lauk þannig: „Vera má, að dauðinn
nemi mig á brott í nótt. Ó, Drottinn
minn, ég fel þér sál mína, dæm
hana ekki í reiði þinni. ...". Mauri-
ac hlaut uppfræðslu af nunnum, er
hann komst á skólaskyldualdur.
Hann var óglaður og hörundsár og
fann til vanmáttar og hræðslu
meðal félaga sinna. Hann hefur síð-
ar kallað bernsku sína „guðræki-
lega, angistarfulla og innibirgða",
þar sem hann fann ekki hamingju
og frið nema hjá móður sinni. Hjá
henni, í hlýu andrúmslofti heim-
ilisins, las hann allt hvað af tók
jafnt Jules Verne sem „Imitation
de Jésus-Christ", „eldleg orð, sem
rista hjartað rúnum, er aldrei mást
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 327
Blašsķša 327
Blašsķša 328
Blašsķša 328
Blašsķša 329
Blašsķša 329
Blašsķša 330
Blašsķša 330
Blašsķša 331
Blašsķša 331
Blašsķša 332
Blašsķša 332
Blašsķša 333
Blašsķša 333
Blašsķša 334
Blašsķša 334
Blašsķša 335
Blašsķša 335
Blašsķša 336
Blašsķša 336
Blašsķša 337
Blašsķša 337
Blašsķša 338
Blašsķša 338
Blašsķša 339
Blašsķša 339
Blašsķša 340
Blašsķša 340
Blašsķša 341
Blašsķša 341
Blašsķša 342
Blašsķša 342