Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 547 — 'in ...................... «».*-.... " blað sagði að flugvélin hefði orðið að nauðlenda í frumskógi Mið-Afríku og þar hefði eitraðir maurar ráðizt á fólkið. ------ ** — Ég vildi að flugþernan kæmi út af náðhúsinu, andvarpaði Beatrice. — Henni er óhætt þar inni, dyrnar eru iæstar .... — Ég var ekki að hugsa um að henni væri óhætt .... Samræðurnar urðu ekki lengri, þvi að nú stakk loftskeytamaður fregn- miða í gluggann og á honum stóð: — Við lendum í Marseilles eftir klukkustund. Það ætti að vera nokkurn veginn víst að maurar kunni ekki að lesa, en hvernig stóð þá á því að nú um leið afréðu þeir að gera áhlaup? í þéttri fylkingu réðust þeir á sætin vinstra megin. Áhlaupið varð gagns- iaust, því að allir farþegarnir hent- ust yfir á stólana hægra megin. En sá, sem hafði smíðað flugvélina, hafði ekki gert ráð fyrir þvi, að allur þung- inn skyldi svo skyndilega flytjast yfir á annað borð — þyngdarpunkturinn raskaðist og það var með naumind- um að stýrimaður gæti rétt flugvélina við. Loftskeytamaður kom með nýa til- kynningu: — Hættið þessum hundakúnstum undir eins .... ^ Til þess að verjast falli í þessum ósköpum hafði Tournemain fálmað með hendinni og þrifið í eitthvert sí- valt hylki. Það losnaði og hann fell ásamt því á gólfið. Hann flýtti sér sem hann mátti að klifra aftur upp á stólinn ,en var ekki nógu fljótur. Hann var allur morandi í maurum. En í örvæntingu sinni kom honum nýtt ráð í hug. Sívala hylkið, sem hann hafði náð i, var slökkviáhald. Maurarnir, sem höfðu farið ónýtis- för til vinstri, sneru nú við og gerðu áhlaup á stólana hægra megin. —Slökkviáhöldin, grenjaði Tourne- main. Við skulum sprauta á þá með slökkvitækj unum. Allir þrifu til slökkvitækjanna og allir kepptust við að þeyta innihaldi þeirra á maurana. En í slökkvitækj- um flugvéla er eitthvert efni, sem verður að froðu og lyktar fremur illa. Allt var í uppnámi á flugvellinum í Marseilles. Einkenniskiæddir embætt- ismenn, með stóra pjáturbelgi af skor- dýraeitri, hjúkrunarmenn með sjúkra- börur. óteljandi blaðamenn og mynda- smiðir og öflugur flokkur slökkviliðs- manna, beið þarna eftir flugvélinni. Það var einkennileg sjón, sem blasti við þessum mönnum, þegar dyrnar á flugvélinni opnuðust. Ekkert sást á farþegana nema höfuðin, sem stóðu upp úr byng af vellandi hvítri froðu. Og upp úr þessu froðuhafi sást á hendina á Tournemain, þar sem hann hélt maurasleikjunni ofar þessum ó- þverra. Það var eins og flugvélin væri full af flautum og nokkrar flugur væri syndandi í þeim. Þetta hefði riðið maurunum að fullu. Þeir höfðu allir drepizt. Hér lýkur þá frásögninni af þess- ari sögulegu ferð. Og ef þú skyldir einhvern tima koma upp í flugvél og sjá þar auglýsingu um að bannað sé að flytja maurasleikjur með flugvél- um, þá veiztu nú ástæðuna til þess. (La Renaissance du Livre). Kjötkaupmaðurinn var önugur. „Ég get ekki lánað þér meira. Reikningur þinn er þegar orðinn allt of hár.“ Viðskiftavinur: „Ég veit það. Dragðu frá það sem umfram er og svo skal ég borga hann.“ ★ í Tékkóslóvakíu. Maður keypti fót- knött handa syni sínum. Drengurinn var afar hrifinn og hljóp út til þess að leika sér við félaga sinn. Stundu seinna kemur hann aftur með knöttinn undir hendinni og þá er knötturinn orðinn í iaginu eins og egg. Faðirinn varð sárgramur er hann sá þetta og rauk með knöttinn til verksmiðjunnar. Afgreiðslumaðurii* hristi aðeins höf- uðið er hann sá knöttinn. Hið sama gerði deildarstjórinn. Og eins fór verk- smiðjustjóranum, en hann sagði: „Ég skil ekkert í þessu. Einhver hlýtur að hafa sparkað í knöttinn.“ Sjötúnahlíð — — Sjöttungahlíð f ÁRBÓK Ferðafélags íslands 1949 (N.-fsafjarðarsýsla) stendur eftirfar- andi neðarlega á bls. 70, þar sem verið er að lýsa Álftafirði: „Mælt er að Sjötúnahlíð heiti svo vegna þess, að fyrrum hafi verið þar sjö býli“, og eru síðan nefnd sjö nöfn, sem höfundur telur að hafi verið á Sjötúnahlíð. f sóknarlýsingu séra Magnúsar Þórðarsonar 1854 stendur svo um Hatt- ardalshús: „Bænhús hefir þar óður verið og hafa víst að því sótt bæír þeir, er áður hafa verið í Sjötúnahlíð. Hefir jörðin þar í hlíðinni vetrar- og sumarbeit góða. Fékk presturinn leyfi búanda þar, þau ár sem hann bjó á Svarfhóli, að hafa í hlið þessari fén- að sinn nokkurn part vetranna og byggja þar hús yfir 100. En þá hann færðist frá Svarfhóli, vildu ábúendur ei kaupa húsin, og fékk þá fátækling- ur nokkur leyfi sýslumanns að byggja þar kofa og vera þar í, þó er þetta ei lögbýli. Sjötúnahlíð er grasi vaxin að neðanverðu og mjög jarðsæl af norð- an áviðrum. Mætti þar og vera bezta selstaða". — Presturinn nefnir ekki þær jarðir, sem verið hafi á Sjötúnahlíð, en sjö lögbýli munu tæplega hafa verið þar nokkurn tíma, að minnsta kosti ekki síðustu 250 árin. Enda þurfa þar ekki að hafa verið sjö býli nafnsins vegna, því að nafnið Sjötúnahlíð er latmæli seinni alda manna, í staðinn fyrir Sjöttungahlíð eða Séttungahlíð, sbr. ísl. Fornbréfasafn V. bls. 558, þar sem verið er að telja upp peninga er jómfrú Solveig Björnsdóttir tók við (1470): „Landamerki é eyre inn ath svarth haumrum á séttungahlíð og inn ath læk þeim er fellr næst háfakleif- um“. Það væri gott ef einhverjir mál- fræðingar vildu athuga þetta nánar. Valdimar Björn Valdimarsson. ÁSTÆÐAN til þess að áhyggjur drepa fleiri menn heldur en vinnan, er sú að miklu fleiri leggja rækt við áhyggj- urnar en vinnu (E. Merman).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.