Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 41 Ólafur Björnsson, prófessor: Norræna stúdentaheimilið í Kaupmannahöfn FÁAR erlendar menningarstofn- anir hafa komið svo við íslenzka menningarsögu sem dönsku stúd- entaheimilin. Er það eðlileg afleið- ing hinna nánu tengsla, sem verið hafa um aldaraðir milli Danmerk- ur og íslands. Af dönsku stúdentaheimilunum er Gamli Garður eða Regensen það sem almenningi hér á landi er kunnast, enda hefir það mest komið við íslenzka menntasögu. Eins og kunnugt er, nutu íslenzkir stúdentar um langt skeið forrétt- inda að því er snerti vist á Garði, og hafa þau forréttindi haft ómet- anlega þýðingu fyrir menntun þjóðarinnar meðan þeirra naut við. Án Garðsstyrksins hefði senni- lega ekki nema lítið brot þeirra íslenzku stúdenta, er háskólanám stunduðu erlendis, átt þess kost. Með sambandslögunum frá 1918 féllu niður forréttindi þau, er ís- lenzkir stúdentar höfðu til Garðs- vistar, og tók þá að mestu fyrir dvöl þeirra þar, enda tók nú ís- lenzka ríkið að veita árlega nokkr- um þeim stúdentum styrki til námsdvalar erlendis, er mesta verðleika voru taldir hafa. En skömmu eftir það, að vist íslenzkra stúdenta á Gamla Garði var þann- ig að heita mátti úr sögunni, var reist í Kaupmannahöfn annað stórt stúdentaheimih, „Studenter- gaarden“ eða Nýi Garður, eins og það var jafnan kallað meðal ís- lendinga. Þótt fjárhagsleg fríðindi væru ekki þau sömu fyrir þá sem dvöldu á Nýja Garði sem á Gamla Garði, var þetta nýja stúdentaheim i]i mjög vistlegt og eftirsótt þar að dvelja. Hin dönsku stjórnarvöld stúdentagarðsins nýja sýndu Is- lendingum jafnan velvilja er þeir sóttu um dvöl þar, og hafa margir íslenzkir stúdentar dvalið á Nýja Garði og eiga þaðan góðar endur- minningar. Árið 1942 var svo komið á fót glæsilegasta stúdentaheimili Dana, og sennilega þó um öll Norðurlönd sé leitað, en það var Norræna stúdentaheimilið eða Nordisk Kollegium, sem reis] var við Strandboulevard í Kaupmanna- höfn. Hafa margir íslenzkir stúdent ar dvalið þar við þau ágætu kjör, sem stúdentum þar eru búin, og þar sem þetta er hið nýjasta hinna stóru stúdentaheimila Dana og al- menningi hér á landi ekki svo kunnugt sem hin eldri, verður hér nokkuð skýrt frá stofnun þess og störfum. Stofnun Nordisk Kollegium á vegum Nordisk Fjerfabrik í sambandi við stofnun þessa sennilega glæsilegasta stúdenta- heimilis á Norðurlöndum, má það vekja mesta furðu, að hér er ekki um opinbera stofnun að r æða, heldur var það einkafyrirtæki, sem reisti stúdentaheimihð og hefir síðan starfrækt það. Þetta fyrirtæki er Nordisk Fjer- fabrik í Kaupmannahöfn. Nordisk Fjerfabrik var stofnuð 1901, en er nú eitt af hinum stærstu og blóm-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.