Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 24
180 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SULLAVE'KI Á ÍSLANDI Þegar Harald Krabbe læknir ferð- aðist hér um land 1864 til þess að rannsaka sullaveikina og orsakir henn- ar, komst hann að því að þriár teg- undir bandorma ollu sullaveiki i fé. Einn kallast „coenerus cerebralis“ og leitar hann á heilann og veldur höfuð- sótt. í sullinum er fjöldi bandorma- hausa á stærð við tituprjónshaus og eru í klösum. Annar nefnist „cysti- cercus tennicollis" og hann tekur sér aðsetur í netjunni hjá sauðkindum og er aðeins eitt höfuð í sullinum. Þriðji nefnist „echincoccus" og sest að í lifur og lungum hjá skepnum. Það er þessi tegund, sem veldur sullaveiki í fólki. Sníkjudýr þessi þróast í meltingarfær- um hunda og berast frá þeim í skepn- ur og menn. Dr. Krabbe rannsakaði 100 hunda hér og fann höfuðsóttar bandorm í 18% þeirra, netjubandorm í 75% og lifrarbandorm í 28%. En auk þess fann hann 5 aðrar tegundir bandorma í hundunum. VELOCIPED Knud Zimsen segir frá því í endur- minningum sínum, að Guðbrandur Finnbogason verslunarstjóri hafi átt fyrsta reiðhjólið, sem kom hingað til lands. Hjólgrindin var úr járni, en hjólin úr tré með járngjörðum. Ekk- ert drif var á því, og þess vegna ekki hægt að hjóla upp á móti. Þetta hjól er nú í Þjóðminjasafni. Guðmundur Sveinbjörnsson átti annað hjól af svip- aðri gerð. 1892—93 bættust tvö önnur hjól við, átti Teitur Ingimundarson úr- smiður annað, en Elías Olsen bókhald- ari hjá Fischer hitt. Var framhjólið á því mjög stórt, en aftara hjólið sára- lítið. Tók það hinum mjög fram, enda safnaðist fólk saman til að horfa á hann aka á því umhverfis Austurvöll. „Þessi hjól voru þá aldrei kölluð ann- að á máli Reykvíkinga en Velociped." HRINGBROT Eggert Ólafsson segir í Ferðabók sinni að þá tíðkist enn hér á landi snot- ur leikur, sem kallast hringbrot, og lýsir honum svo: — Tíu karlmenn eða fleiri taka þátt í leiknum. Þeir standa í hring og halda höndum saman. Yzt ÞJÓÐMINJASAFNIÐ — í þessari veglegu byggingu á nú Þjóðminjasafn ís- lands heima. Þar hefir þessi dýrmæti fjársjóður þjóðarinnar fengið sér sam- boðin húsakvnni til frambúðar, eftir að hafa verið á hrakhólum allt frá stofn- un. Þau húsakynni, er safnið átti áður við að búa, voru svo óhentug og þröng, að safnið gat alls ekki notið sín. Og það er í rauninni ekki fyrr en það er komið í hin nýu húsakynni, að menn geta fengið nokkurt yfirlit um hve stórt og fjölbreytt það er. En jafnframt því sem safninu hefir verið komið þar fyrir, hefir Lesbók Morgunblaðsins flutt um það greinar, sem eru hinn bezti leiðarvísir fyrir gesti er þangað koma. Greinarnar eru ritaðar af Friðrik Á. Brekkan rithöfundi, scm er starfsmaður safnsins og hefir unnið að þvi að koma því fyrir í hinum nýu húsakynnum. Fólki til leiðbeiningar skal bent á hvar greinar þessar er að finna og um hvern hluta safnsins hver þeirra er: Vídalíns- safn 7. júní 1953, Fornöldin 2. ágúst 1953, Vefjarstofan 20. september 1953, Amtmannsstofan 25. október 1953, Maríukirkjan 17. janúar 1954, Ólafskapellan 24. janúar 1954 og Péturskirkjan 7. marz 1954. — Safnið verður ekki skoðað allt í einu. Þess vegna er bezt fyrir fólk að skoða hverja deild þess rækilega og hafa þá með sér það blað Lesbókarinnar, þar sem þeirri deild er lýst. Með því móti hafa menn margfalt gagn af því að koma í safnið og geta kynnzt því mjög rækilega. (Ljósm. Ólafur K. Magnússon). standa tveir og á annar þeirra að byrja að reyna að brjóta hringinn, en hringbrotið er fólgið í liðugum snún- ingum út og inn gegnum hringinn, án þess að skilja að hendur leikmannanna, sem þeir halda hátt, né raska röð þeirra. Þegar sá fyrri hefir lokið sín- um hluta leiksins, á hinn að byrja sín megin. Þessi leikur er bæði skyn- samlega stofnaður og veitir góða hreyfingu og venur menn á fimleika og snarræði. HÁFLEYGI í BIBLÍUNNI Um aldamótin, þegar Haraldur Níels- son prófessor var að þýða gamla testa- mentið, var skipuð sérstök nefnd til þess að fara yfir þýðinguna jafnharðan og átti Steingrímur skáld Thorsteinsson sæti í henni. Segir Haraldur Níelsson svo frá starfi hans: Hann var þá kom- inn á efri ár. Samt var hann alltaf jafn áhugasamur og ógleyminn á fundina. Aldrei varð vart við þreytu hjá honum eða leiða á starfinu. Og eru þó sum rit gamla testamentisins eigi skemmtileg. Hann var stórhrifinn af sumum skáld- ritum gamla testamentisins, svo sem Jobsbók, en einkum þó af spámönnun- um. Um einn kaflann i Jesaja sagði hann eitt sinn: „Þótt leitað sé í öllum bókmenntum Grikkja og Rómverja, finnum við ekki annað eins háfleygi og þetta“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.