Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						206
LESEÓK MORGUNBLAÐSINS
sínu Stokkseyri, og er svo dæmt
á Alþingi 1605 að jörðin sé lögleg
eign hans. Kona Bjarna var Sólvör
Guðmundsdóttir prests í Gaul-
verjabæ, Gíslasonar staðarráðs-
manns Sveinssonar. Gerðist Bjarni
ríkur mjög og keypti jarðir víða.
Hann heíir verið merkur maður,
eins og sést á því að hann var lög-
réttumaður og tvívegis ráðsmaður
Skáiholtsstaðar. Bjarni varð
gamall (f. 1567, d. 1653) og helt
virðingu sinni til dauðadags.
Þau Bjarni og kona hans eign-
uðust átta börn, en ekki koma
nema tveir synir þeirra hér við
sögu, Gísli (f. um 1602) og Markús
(f. um 1609). Þeir bræður lentu í
hrakningum miklum seint í nóv-
ember 1629. Voru þeir þá á leið frá
Fitjum í Skorradal suður yfir
Gagnheiði. Frost var þá svo mikið
að slíkt hafði ekki komið í manna
minnum, segir Oddur á Fitjum í
annál sínum. Fyrir ofan Skorradal
er vatn, sem heitir Eiríksvatn. Er
það vestur af Þverfelli, skammt
þaðan er bílvegurinn liggur nú upp
á Uxahryggi. Ur þessu vatni renn-
ur Fitjaá, en í það rennur Suð-
urá.
Um þessar mundir lá leiðin yfir
Gagnheiði austan við vatnið, og
var það nokkur krókur. Munu
þeir bræður hafa ætlað að stytta
sér leið með því að fara beint yfir
vatnið. Voru þeir gangandi, en
höíðu hest í taumi. Vildi nú svo
óheppilega til, að þeir misstu hest-
inn ofan í vatnið, þar sem ein-
hverjar uppætur hafa verið, lík-
lega við árósa, og vættu þeir sig
á höndum og íótum við að draga
hann upp úr. Heldu þeir svo upp
á heiðina, en varð brátt kalt og
ætluðu að hita sér á brennivíni.
En við það dösuðust þeir svo, að
þeir sofnuðu uppi á heiðinni og
vöknuðu ekki fyr en þeir voru
skaökaldir á höndum og iótum.
Meó mestu harmkvælum gátu þeir
svo skriðið og velt sér þangað til
þeir komust að Svartagili í Þing-
vallasveit. Þaðan voru þeir fluttir
að Þingvöllum. Þar var þá prestur
séra Engilbert Nikulásson og var
hann talinn góður læknir. Hann
sagaði fætur af þeim bræðrum
báðum og gengu þeir síðan alla
ævi á tréfótum. Lágu þeir lengi í
sárum á Þingvöllum, og missti
Markús auk þessa flesta fingur, svo
að ekki voru nema stúfar eftir. „Þó
gat hann skrifað".
Að föður sínum látnum fékk
Markús hálfa Stokkseyri í arf og
reisti þar bú. Hann fékk Guðrúnar
Torfadóttur sýslumanns, systur
Þormóðar sagnaritara. Búnaðist
þeim vel og varð Markús virð-
ingamaður. Börn áttu þau f jögur og
var eitt þeirra Þórdís. er síðar fekk
nafnið Stokkseyrar-Dísa. Má sjá
það á því, sem hér hefir verið sagt,
að traustir og merkir kynstofnar
stóðu að henni. Sumir forfeður
hennar voru að vísu nokkuð skap-
stórir og ófyrirleitnir, og er ekki
fyrir að synja að hún hafi erft
nokkuð af skapgerð þeirra og hafi
ekki unað því að láta ganga á sig,
heldur látið hart mæta hörðu, og
þangað sé að rekja óvinsældir
hennar að nokkru leyti. En það
voru fleiri á þeirri öld með því
marki brendir.
ÞURÍÐUR GIFTIST OG
FER AÐ BÚA
Talið er að Þuríður sé fædd
1668. Ólzt hún upp í föðurgarði
fram undir tvítugsaldur og var þá
ein eftir heima af þeim systkinum,
því að bróðir hennar drukknaði
1679, en systur hennar tvær voru
giftar. Hefir Þórdís eflaust þótt
hinn bezti kvenkostur, stórættuð
og átti mikinn arf í vændum.
Markús faðir hennar dó 1687 og
varð Þormóður Torfason sagnarit-
ari, móðurbróðir hennar, þá for-
svarsmaður hennar. Vildi hann fá
hana til Danmerkur, en hún mun
hafa tekið þvert fyrir það. Og
vegna þess að Þormóður var í f jar-
lægu landi og gat ekki haft um-
sjá með henni, fól hann Hans
Londemann, sýslumanni að líta
eftir með henni og ráða gjaforði
hennar. Var þetta eðlilegt þar sem
Londemann var kvæntur systur
hennar.
Ekki er nú vitað hvort Þuríður
hefir fengið marga biðlana, en
tveimur árum eftir lát föður henn-
ar, kemur maður vestan af landi
og mælist til »mægða við Londe-
mann ,-sýslumann, en til samfara
við Þórdísi. Maður þessi hét Guð-
mundur West og var faðir hans
enskur. Var Guðmundur nú kom-
inn um sextugt, var ekkjumaður og
átti nokkur börn. Er lítið vitað um
hann annað en það, að hann var
vel efnum búinn og hefir verið tal-
inn í heldri manna röð. Eitthvað
hafði hann verið í Skálholti og
kynnzt Þórði biskupi Þorlákssyni,
eins og sjá má á því, að nú skrifar
Londemann sýslumaður biskupi,
segir honum frá 'oónorði Guðmund-
ar og biður hann ráða. Svar biskups
bendir alls ekki til þess að Guð-
mundur hafi verið „illa kynntur",
því að hann segir: „.... Guðmund-
ur West er mér vel kenndur, bæði
að persónu og góðu mannorði, líka
er mér sagður velmegandi, hvors
vegna eg mundi ei afráða, að hon-
um væri vel gengt. En það sýnist
ei minnst um varða, hvernig stúlk-
unnar geði er varið".
Þennan vitnisburð biskups verð-
ur að meta meira heldur en aðkast
almannaróms í garð Guðmundar.
Þórdísi hefir líka falhð maðurinn í
geð, enda þótt aldursmunur væri
mikill, og giftust þau 1690, eða þar
um bil, og reistu bú á hálfri Stokks-
eyri, sem Þórdís hafði fengið í arf.
Hinn helminginn hafði Gísli í
Skarði, föðurbróðir hennar fengið
í arf, og síðan haíði hann gengið
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 205
Blašsķša 205
Blašsķša 206
Blašsķša 206
Blašsķša 207
Blašsķša 207
Blašsķša 208
Blašsķša 208
Blašsķša 209
Blašsķša 209
Blašsķša 210
Blašsķša 210
Blašsķša 211
Blašsķša 211
Blašsķša 212
Blašsķša 212
Blašsķša 213
Blašsķša 213
Blašsķša 214
Blašsķša 214
Blašsķša 215
Blašsķša 215
Blašsķša 216
Blašsķša 216
Blašsķša 217
Blašsķša 217
Blašsķša 218
Blašsķša 218
Blašsķša 219
Blašsķša 219
Blašsķša 220
Blašsķša 220
Blašsķša 221
Blašsķša 221
Blašsķša 222
Blašsķša 222
Blašsķša 223
Blašsķša 223
Blašsķša 224
Blašsķša 224
Blašsķša 225
Blašsķša 225
Blašsķša 226
Blašsķša 226
Blašsķša 227
Blašsķša 227
Blašsķša 228
Blašsķša 228