Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 209 Upphof gashernaðar AÐ var árið 1812 að ungur brezk- ur sjóliðsforingi, Thomas Co- chrane þóttist hafa fundið upp nýa hernaðaraðferð og lagði tillögur sína fyrir flotamálaráðuneytið. — Þær voru í stuttu máli þessar, að skýla skipum og strandvígjum með reykskýum, svo óvinirnir sæi þau ekki, en í landhernaði mætti vinna óvinum feikna tjón með því að senda á þá brennisteinsreyk, þegar vindur væri hagstæður. Sérstakri nefnd var falið að at- huga þessar tillögur. Hún komst að þeirri niðurstöðu að þær væri ekki framkvæmanlegar, en þó svo merk -ar að þær skyldi innsiglaðar sem hernaðarleyndarmál og geymdar í safni flotamálaráðuneytisins. Árið 1846 vakti hann aftur at- hygli flotamálaráðuneytisins á til- lögum sínum. Önnur nefnd var skipuð til að athuga þær, en hún veg þykkjulaust, og fá aðra til að biðja fyrir henni. En ef þetta dugi ekki, þá verði hann að hóta henni bannfæringu. Sú bannfæring kom aldrei, því að litlu síðar andaðist Þórdís í svefni. En brösur hennar við klerka og kirkjuvöld hafa eflaust orðið til þess, að spilla áliti hennar meðal almennings. Það hefir hvorki þótt kristilegt né sæmandi að standa þannig uppi í hárinu á hinni and- legu stétt. Þetta hefir þó margur gert, er hann þóttist eiga hendur sínar að verja, og ekki hlotið á- mæli fyrir. En hér var öldruð ekkja, almennt öfunduð af því hvað hún var rík, og því höfuðsynd hjá henni að halda eignum drottins. Á. Ó. komst að sömu niðurstöðu og hin fyrri, að tillögurnar væri ófram- kvæmanlegar. Þegar Krímstríðið hófst 1853 hafði hugvitsmaðurinn þegar verið aðlaður og hét nú Earl of Dundon- ald, en var nú orðinn nær 80 ára að aldri. Hann treysti þó enn á hugmynd sína og enn einu sinni ætlaði hann að koma henni á fram- færi. Hann bauðst til þess að gerast sjálfboðaliði í Krímstríðinu og sýna þar hvernig hugmynd sína skyldi nota. Þá var Palmerstone lávarður for- sætisráðherra og hann var því hlynntur að tilboði Dundonalds væri tekið. Hann sagði sem svo: „Ef þetta reynist eins vel og hug- vitsmaðurinn heldur, þá mun það bjarga lífum ótal Frakka og Eng- lendinga. En ef það mistekst í hönd -um hans sjálfs, þá er ekki hægt að ásaka oss, heldur verður honum aðallega um kennt.“ En svo fell Sevastopol áður en tilraunin væri gerð, og ekkert varð úr þessu. Þegar Dundonald fell frá hafði hann arfleitt vin sinn að öllum skjölum viðvíkjandi þessari hug- mynd, en sá hinn sami sendi þau til ættingja hans með þeim skilyrð- um að ekki væri hróflað við hug- myndinni nema því aðeins að þjóð- in væri í hættu stödd. Síðan kom- ust skjölin aftur leynilega í hendur stjórnarinnar og voru þar geymd. Vissu fáir hvað af þeim hafði orð- ið og var því almannarómur að hugmyndin væri týnd. Þetta skeði 1914. Þá kom sonar- sonur gamla Dundonalds með skjöl -in til Kitchener lávarðar. — En Kitchener áleit að hugmyndin gæti ekki komið landher að neinu gagni og vísaði honum til flotamálaráðu- neytisins. Þá var Churchill flota- málaráðherra. Hann sá þegar að hér var um mjög merka hugmynd að ræða, enda þótt hún væri orðin hundrað ára gömul, og hann skip* aði nefnd sérfræðinga til að athuga: hana. En hann gat þess við nefnd-'l ina að Bretar mundu halda sér al- • veg við hin óskráðu hernaðarlög, og ekki beita eiturgasi í stríði. Þó hafði hann þá grun um að Þjóð- verjar væri að undirbúa eitthvað slíkt, vegna þess að þeir höfðu þá að undanförnu keypt miklu meira af brennisteini en þeir voru vanir. Nú voru gerðar tilraunir að hylja skip með reykskýum og eins voru gerðar tilraunir með reykský á landi. Var fyrst hugmyndin að hafa brynvarinn vagn með heljarmikilli eldstó, og átti hann að vera dreginn af brynreiðum þangað, sem reyk- inn skyldi nota. Árið 1915 ritaði svo Churchill bréf til Sir John French, yfirhers- höfðingja Breta og benti honum á að hægt væri að hylja stór svæði með reyk og þannig koma í veg fyrir að óvinirnir gæti mið£?ð byss- um sínum á herflokka eða ákveðn- ar skotgrafir. — Eins mætfi nota reykský til þess að skýla riddara- liði, er sent væri fram til áhlaups. Reykskýin voru mikið notuð í báðum heimsstyrjöldunum, En það var aðeins viku eítir að Churchill skrifaði Sir John French, að Þjóðverjar beittu eiturgasi í fyrsta skifti. Dómari: — Já, þér lentuð í illindum, og ég heyri svo sagt að annað eyrað hafi verið rifið af yður. Var ekki hægt að sauma það við aftur? Sé slasaði: Nei, lögregluþjónninn sagði að það yrði að leggjast fram sem sönnunargagn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.