Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						676
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
^sriaSrafoh
LÁTTU aftur augun
Skúli læknir Thorarensen á Móeið-
arhvoli var góður búhöldur og fjáður
vel, en stundaði þó embætti sitt með
stökum dugnaði. Oft heyrði ég til þess
tekið, hve Skúli hefði yfirstigið allar
þrautir og farartálma í lækningaferð-
um sínum. Fór út í ófær veður og
vötn, og skildi einatt samferðamenn
sína eftir. Einhverju sinni fylgdi hon-
um Jóhann prófastur Briem. Varð fyr-
ir þeim ófært vatnsfall. Ætlaði Jóhann
prófastur að telja hann af að leggja í
ána, en það tjáði ei, kvaddi hann Jó-
hann prófast og sagði um leið og hann
lagði út í: „Láttu aftur augun, séra
Jóhann" og lét synda yfir. (Finnur á
Kjörseyri).
FORSPA
Veturinn 1888, hinn 6. febrúar, kom
Tómas Guðmundsson „víðförli" að
Tindi í Kirkjubólshreppi, sem oftar.
Var þá kafaldsdimma en hægð. Þá
gerði Tómas þessa vísu á Tindshlaðinu:
Fönn úr skríður skýunum,
skerðist blíða tíðin,
og nú sýður í honum
einhver stríða hríðin.
Þetta rættist von bráðar, því eftir fáar
klukkustundir var skollinn á blind-
þreifandi bylur með ofsaroki, sem helzt
fram á kvöld. í þessu áhlaupsveðri
fórst bátur í Steingrímsfirði með 2
mönnum, Ormi Oddssyni bónda í Mið-
dalsgröf og Guðbrandi Guðbrandssyni
vinnumanni frá Gestsstöðum. (Halldór
í Miðdalsgröf).
tR BRÉFI
frá séra Árna Helgasyni til Jóns
Arnasonar: — — Einkum þykir mér
vænt um Grunnavíkur Jón, því í
Grunnavík ólst ég upp og þekki þar
enn hverja brekku og hverja aðalblá-
berjahríslu, já vatnsbólu þar. Já, væri
ekki sá dauðans kuldi sem þar er, svo
langar mig til að vera þar prestur (en
NB emerit). Því nú man ég það, að
um vökulok var faðir minn kallaður í
moldbyl til að þjónusta mann, sem
ætlaði að deya (ekki veit ég hvort al-
vara varð úr því) og hann fór. Ekki
veit ég nema einhver af vorum presta-
HÓLMAVÍK stendur við innanverðan Steingrímsfjörð, þar sem stallur verður á
honum og hann þrengist um helming. Fyrir rumum 50 árum var þarna eng-
in byggð, en nú er þar blómlegt þorp, þar sem athafnasamir og framsýnir menn
eiga heima. Hólmavík liggur vel við samgöngum á sjó, þar er góð höfn og
stór hafskipabryggja, smíðuð úr rekaviði af Ströndum. En Hólmvíkingar voru
og manna fyrstir að gera flugvöll hjá sér, því að þeir sáu fljótt hvers virði
samgöngur í lofti eru. Flugvóllurinn er nokkuð fyrir innan bæinn, niður af
Kálfanesi og sést ekki hér á myndinni. Aftur á móti sést hve fjörðurinn
þrengist hjá kaupstaðnum. Hólmavík hefir ágæta vatnsveitu ofan úr fjalli og
raforkuver við affall Þiðriksvallavatns.                   (Ljósm. Ól. K. Magnússon).
skólaprestsefnum hefðu kveinkað sér
við því. Gömlu biskuparnir í Skálholti
voru engin flón. Þeir vildu samt ekki
vígja neinn, sem hafði verið hér við
höndlun í kaupstað. Ég held þeir hafi
hugsað, að það væri sitt hvað að vera
á balli og fara um nótt gangandi tvær
til þrjár mílur í byl til að þjónusta
mann á Hornströndum (Úr fórum J.Á.)
DRAUMKONA
Stundum kemur einhver til manns í
draumi og býðst til að verða draum-
maður hans eða draumkona. Varasamt
þykir að neita því boði. Sagnir eru um
það, að ýmsir menn hafi haft draum-
menn eða draumkonur. Má þar til
nefna séra Björn Halldórsson í Sauð-
lauksdal, Hermann bónda í Firði í
Norðfirði og Jón bónda Daníelsson í
Vogum syðra. Einn mann hef ég þekkt
vinnumann einn fátækan og lítilsigldan,
Guðmund að nafni, í Litluhlíð í Vest-
urdal í Skagafirði milli 1870—80, og
var hann þá milli tvítugs og þrítugs.
Hann hafði draumkonu og talaði upp
úr svefni um ýmislegt það, sem enginn
skyldi ætla að hann vissi. Hann var
smali og fylgdi fé. Þurfti hann aldrei
annað en fleygja sér út af og sofna, því
að þá sagði draumkonan honum til
kindanna, og svo sótti hann þær. (Séra
Jónas Jónasson, Hrafnagili).
GRÍMUR THOMSEN
vakti fyrstur manna athygli Dana á
Byron, því að áður en hann skrifaði
ritgerð sína um hann, áttu Danir ekk-
ert rit að gagni um hann. Norsku
skáldunum var lítill gaumur gefinn í
Danmörk fyr en Grímur ritaði um
Munch. Hann vakti einnig fyrstur eft-
irtekt Dana á Runeberg og útvegaði
honum riddarakross hjá Halli ráðgjafa.
En merkast var þó það, að Grímur
kenndi Dönum að meta H. C. Andersen
og ævintýri hans. Áður en Grímur
skrifaði um hann hafði Andersen orkt
og ritað ævintýr í nær heilan manns-
aldur og borið það eitt úr býtum, aS
Danir höfðu skammað hann jafnt og
þétt sem fábjána og hálfvita.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 661
Blašsķša 661
Blašsķša 662
Blašsķša 662
Blašsķša 663
Blašsķša 663
Blašsķša 664
Blašsķša 664
Blašsķša 665
Blašsķša 665
Blašsķša 666
Blašsķša 666
Blašsķša 667
Blašsķša 667
Blašsķša 668
Blašsķša 668
Blašsķša 669
Blašsķša 669
Blašsķša 670
Blašsķša 670
Blašsķša 671
Blašsķša 671
Blašsķša 672
Blašsķša 672
Blašsķša 673
Blašsķša 673
Blašsķša 674
Blašsķša 674
Blašsķša 675
Blašsķša 675
Blašsķša 676
Blašsķša 676