Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^HfT' 749 J. M. EGGERTSSON ÍÐIR Á bölunum milli Kollabúða-bæarins og Þorskafjarðarbotns, eru hinar gömlu „Kollabúðir". ÍZOLLABÚÐANAFNIÐ kemur ^ fyrst fyrir í skiftabréfi eftir Björn Þorleifsson ríka, 23. október árið 1467, fullum tveimur öldum eftir lok þjóðveldistímans. En bær- inn hét áður Botn, enda stendur hann alveg fyrir miðjum botni Þorskafjarðar, en sjórinn hefur í fyrndinni náð alveg heim undir bakkana, eða jökulöldurnar, sem bærinn og túnið standa á. Ari heitinn Jochumssonar frá Skógum í Þorskafirði, seinast í Húsavík í Suður Þingeyarsýslu á vegum séra Jóns sonar síns, var fæddur 24. marz 1839 og ólst upp á Kollabúðum og var til fullorðins ára við Þorskafjörð og þar í grennd. Hann andaðist á Húsavík í júlímánuði 1921, en nokkrum dög- um áður náði ég af honum tali, allsgáðum sem ætíð, því ellikröm hans og aldurtili náði aðeins til líkamans, en ekki sálarinnar. Ari var allra manna fróðastur, minnug- astur, fróðleiksþyrstastur og óljúg- fróðastur þeirra manna, er ég hef hitt, og auk þess „ríkur í guði“ eins og þeir voru Skógarbræður allir, (en ekki „hjá guði“). Hann sagði mér hvernig Kollabúðanafnið væri til komið, ásamt mörgu öðru við- víkjandi Þorskafjarðarþingi hinu forna. En ég var þá nýkominn af Vestfjörðum norður þangað og ný- búinn að fara um Þorskafjarðar- þing og Skógaland til að skoða for- tíðina með eigin augum. Ari nefndi marga heimildarmenn að máli sínu og skýringum, í marga liði aftur í tímann, er „hver sagði öðrum“. Ari minntist þess, eftir sínum heimildum, að áður en nor- rænir víkingar hófu landnám um Vestfirði, þá hafi þarna fyrir botni Þorskafjarðar verið Papaver, svo- nefndar Kólumbabúðir eða Killa- búðir. Einnig kvaðst hann hafa heyrt nafnið Kolungabúðir um Kollabúðir. Þetta forna Papaver fyrir botni Þorskafjarðar, er Kollabúðabærinn fekk síðan nafn af, voru þorp eða raðir af hringmynduðum grjót- byrgjum, misjafnlega stórum að ummáli, hlöðnum í hvolf eða keilu úr sléttu, þykku grjóti einu saman. Grjótbyrgi þessi líktust mjög um lögun hvolfkofum Eskimóa, sem gerðir eru á sama hátt úr snjó- hnausum. Á þeim voru einar inn- göngudyr, sem skríða varð inn um, og lítið op í toppinn, er gilti bæði sem gluggi og reykháfur, en ójöfn- ur og holur mun hafa verið fyllt og þétt með mosa. Sagði Ari að gamlir menn hefði sagt sér, að „kollabúðirnar“ hefði í sínu ung- dæmi verið 20—30 að tölu og nokkr ar þeirra enn uppistandandi og voru til að sjá og að öllu útliti eins og þúfur eða kollar, meira og minna jarðvegsgrónar, en þó upp- blásnar öðrum þræði. Eina þessara „kollabúða“ mundi Ari að hafa sjálfur séð uppistandandi, þegar hann var drengur á Kollabúðum. En þegar túnið á Kollabúðum var fært út, var hún rifin og grjótið notað í nýa túngarðinn, ásamt leif- um af mörgum öðrum „kollum“. Til veggjahleðslu og húsabóta heima við, var sömuleiðis ávallt sótt grjót í „kollabúðirnar" — það var nær óþrjótandi náma. Ari sagði, að í sínu ungdæmi hefði ein „kollabúð“ hálfhrunin, staðið í landi Skóga, rétt ofan við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.