Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						17. tbl.
Ji§ínr®llll|rI&§i£Slt£
Sunnudagur 8. maí 1955
bM%
XXX. árg.
Símon Jóh. Ágústsson:
Hugleiðingar um Hávamál
frá  sálfræðilegu  og  sibfræbilegu  s'iónarmibi
Fyrirlestur fluttur í Kaupmannahafnarháskóla
IIÁVAMÁL eru einstætt kvæði í
íslenzkum og norrænum forn-
bókmenntum. Þau endurspegla lífs-
skoðun norrænna manna á vík-
ingaöldinni og hugsjónir þeirra um
hegðun og manngildi. Um þær eig-
um vér margar og merkar heim-
ildir í hetjukvæðum, konungasög-
um og íslendingasögum, og fer því
auðvitað fjarri, að Hávamál sýni
oss „allt í gimstein einum". Ein sú
meginhugmynd, sem gengur eins
og rauður þráður í gegnum þau, er
hin óbifanlega, en þó ekki skilyrð-
islausa trú á mannvitið og gildi þess
fyrir heillaríka lífsstjórn. Aðalvið-
fangsefni mannvitsins er maðurinn
sjálfur og mannlegt samlíf. Hann á
að beita því til þess að þekkja sjálf-
an sig, stjórna sjálfum sér og til
þess að skilja afstöðu sína til ann-
arra manna og stöðu mannsins í
alheiminum. Hávamál eru húman-
isk í fyllstu merkingu þess orðs.
Þekking á manneðlinu er þar sett
í öndvegið.
Rétt er að víkja nokkrum orðum
að Hávamálum almennt og gerð
þeirra áður en lengra er haldið.
Þau hafa geymzt í hinu fræga
Edduhandriti, Konungsbók, Codex
Regius, sem nú er í Konunglegu
bókhlöðunni í Kaupmannahöfn.
Handrit þetta er talið vera frá
seinna hluta 13. aldar, en ekki vita
menn neitt um geymd þess fyrr en
það kom í eigu Brynjólfs biskups
Sveinssonar í Skálholti 1643, og gaf
hann því heitið Sæmundaredda.
Einsætt er af ýmsum ritvillum, að
Konungsbók er ekki frumrit, held-
ur eftirrit eldra handrits, sem eng-
inn veit nein deili á.
Hávamál eru ekki eitt samfellt
kvæði, heldur safn margra sjálf-
Símon Jóh. Ágústsson dr.
stæðra kvæða og kvæðabrota, sem
safnandinn hefur steypt saman á
þann veg, að þau bæru sem mestan
heildarsvip. Hávamál eru venju-
lega greind í sex aðalkvæði auk
niðurlagserindis. Heitin á hinum
einstöku kvæðum Hávamála eru
ekki forn.
Fyrsta og lengsta kvæðið, Gesta-
þáttur, er um 80 vísur. Kvæðið
hefst á ýmsum heilræðum til gests-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 253
Blašsķša 253
Blašsķša 254
Blašsķša 254
Blašsķša 255
Blašsķša 255
Blašsķša 256
Blašsķša 256
Blašsķša 257
Blašsķša 257
Blašsķša 258
Blašsķša 258
Blašsķša 259
Blašsķša 259
Blašsķša 260
Blašsķša 260
Blašsķša 261
Blašsķša 261
Blašsķša 262
Blašsķša 262
Blašsķša 263
Blašsķša 263
Blašsķša 264
Blašsķša 264
Blašsķša 265
Blašsķša 265
Blašsķša 266
Blašsķša 266
Blašsķša 267
Blašsķša 267
Blašsķša 268
Blašsķša 268