Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
465
Myndin til vinstri er af stjörnuhverfi,
sem nefnist NGC 5668. Hún var tekin
með Big Schmidt á Palomarfjalli árið
1952. Tveimur árum seinna sást sól ¦
sprenging þarna og þá var myndin til
hægri tckin mcð 200 þuml. Hale-
stjörnusjánni. Örin bendir á sól þá,
er blossað hefir upp. Slikar blossasólir
eru nefndar „supernova". Svo fjarlægt
er þetta heimshverfi, að blossinn af
sprengingunni hefir verið um 20 millj-
ónir ára að berast til jarðarinnar. í
samanburði við sprengingu sem þessa,
er vetnissprengjan eins og fjöður falli.
fóru forgörðum, og að við vorum
sjö ár að leysa starfið af hendi, í
stað fjögurra ára, sem Upphaflega
var ráð fyrir gert.
Einu sinni kom dr. Gerard P.
Kuiper í heimsókn til okkar á
Palomar. Hann er nafnkunnur
stjarnfræðingur. Hann skoðaði
nokkrar af himinmyndunum og
dáðist að því hvað þær væri góðar,
og kvaðst sjaldan hafa séð ann-
að eins.
„Þær eru nokkuð góðar", svar-
aði dr. Rudolf Minkowski, sem sá
um myndatökuna. „En þær eru
ekki nógu góðar, svo að við ætlum
að taka aðrar".
Dr. Kuiper efaðist mjög um að
hægt væri að fá betri myndir, en
myndirnar voru teknar og þær
reyndust miklu betri.
Einn af ljósmyndurunum, Mr.
Abell, var einu sinni á verði um
nótt, þegar öll skilyrði voru svo góð
sem menn geta framast óskað sér.
Himininn var skafheiður og stjörn-
urnar tindruðu óvenju skært. Hann
tók myndir og fór að framkalla
þær í sérstökum klefa, þar sem
enginr mátti koma inn meðan á
því stóð. Allt í einu er hurðinni
hrundið upp og inn veður Charles
E. Kearns, aðstoðarmaður hans.
„Út með þig! Lokaðu hurðinni
undir eins! Ertu orðinn vitlaus?"
æpti Abell.
„Vertu rólegur", sagði Kearns.
„Það er ekki hundrað í hættunni.
Við gleymdum að taka lokuna frá
sjónglerinu".
Þetta var satt. Ekkert kom fram
á ljósmyndaplötunum. Dýrmætum
tíma hafði verið eytt til einkis. En
við brendum okkur aldrei framar
á sama soðinu.
Eg get þessara atvika svö að
menn sjái, að þótt hlutverkið sé
háleitt, þá var ljósmyndunin
mannaverk, og þau eru alltaf
meira og minna ófullkomin.
Ekki skorti það þó að beztu
menn væri valdir til starfans. Og
okkur var fengið hið bezta áhald
í hendur, þar sem var „Big
Schmidt". Skilyrði til ljósmynd-
unar á Palomar eru svo góð sém
þau geta verið. Við nutum styrks
National Geographic Society. Og
við nutum samvinnu Kodak-félags-
ins og fengum hjá því þær beztu
ljósmyndaplötur, sem hægt var að
fá. Og þrátt fyrir allar mannlegar
takmarkanir, þá erum við mjög
stoltir af himinmyndinni.
Það verður margra ára starf fyr-
ir alla þá stjörnufróða menn, sem
hafa aðgang að myndinni, að gera
sér grein fyrir þeim milljónum
stjarna, stjörnukerfa og vetrar-
brauta, sem þarna sjást í fyrsta
sinn. Dr. Lee A. DuBridge, for-
stjóri „California Institu.t of
Technology" (en undir það og
Carnegie-stofnunina í Washington
heyra stjörnurannsóknastöðvarnar
á Mount Wilson og Palomar), hef-
ir látið svo um mælt, að hér hafi
stjörnufræðingum verið fengið
hundrað ára rannsóknarefni —
varlega áætlað.
Óhætt er að fullyrða, að þessi
mynd mun hafa sívaxandi gildi
fyrir stjörnufræðinga. Setjum t. d.
svo, að allt í einu blossi stjarna
upp og beri milljóna sinnum meiri
birtu, en hún hefir áður gert, þá
mun myndin sýna hver hefir ver-
ið birta hennar og hiti áður en
sprengingin varð í henni. Með
þessu móti geta stjörnufræðingar
svo máske komizt að því hvernig
á því stendur að sólir springa.
Þegar nú önnur mynd hefir ver-
ið gerð af himinhvolfinu eftir
nokkur ár, þá geta stjörnufræð-
ingar borið hana saman við þessa
mynd og séð hvaða stjörnur hafa
breytt um ^tað á himni og eru ann-
aðhvort » m\°'g hraðri ferð burt,
eða hafa na-Jrast jörðina furðu
mikið.
Vegna þess hvað stjörnusjár-
myndavélin   var   ljósnæm,   koma
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 453
Blašsķša 453
Blašsķša 454
Blašsķša 454
Blašsķša 455
Blašsķša 455
Blašsķša 456
Blašsķša 456
Blašsķša 457
Blašsķša 457
Blašsķša 458
Blašsķša 458
Blašsķša 459
Blašsķša 459
Blašsķša 460
Blašsķša 460
Blašsķša 461
Blašsķša 461
Blašsķša 462
Blašsķša 462
Blašsķša 463
Blašsķša 463
Blašsķša 464
Blašsķša 464
Blašsķša 465
Blašsķša 465
Blašsķša 466
Blašsķša 466
Blašsķša 467
Blašsķša 467
Blašsķša 468
Blašsķša 468