Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1955næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1955, Blaðsíða 8
f 540 ^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sneebjörn Jónsson: THOMAS HARDY OC „TESS" ESS HEFIR verið óskað að ég skrifaði eitthvað um Thomas Hardy til birtingar í LESBÓK. Mér er ljúft að verða við þeim til- mælum. Og virðast mætti það ekki alveg út í bláinn að minnst væri hér á þann mann, sem meira er nú ritað um í enskumælandi heimi en nokkurn annan rithöfund. Þeg- ar æfisaga hans eftir Emily Hardy kom út í London í fyrra, var mér skrifað að þrjár aðrar biðu þar útgáfu. Bókum og ritgerðum um sjálfan hann og verk hans rignir niður, og þó víst allra mest í Ameríku. Það hefir ávallt verið svo, að hvergi í víðri veröld naut hann meiri hylli en þar. Þó er það öðru nær en að hans eigin landar gleymi honum. Þannig var það, að í fyrra sendi brezka út- varpið út og lét leita um þvert og endilangt England að þeim mönnum, er haft hefðu náin kynni af honum. Meðal þeirra, sem við þann fyrirdrátt ánetjuðust, voru tvær vinkonur mínar. Man önnur þeirra hann lengra aftur í tímann en nokkur annar, sem nú er ofan moldar. Hann var aldavinur for- eldra hennar og sá hana fyrst í vöggu, en nú er hún á níræðisaldri. Þeirra innilega vinátta rofnaði aldrei, og síðast vitjaði hún hans nokkru áður en hann lézt, í janúar 1928, 87 ára að aldri. Til hennar er hið eina bréf hans, sem vitað er að til sé hér á landi — gjöf frá henni. En frá hinni konunni á ég bréf til hennar frá Florence Hardy. Fróðleikur -sá, er brezka útvarp- ið komst yfir með þessum hætti, er vandlega varðveittur og smám- saman er verið að miðla hlustend- um af honum. Einn þáttinn er bú- ið að tvítaka á þessu ári, í febrúar og maí. Efalítið á hann enn eftir að koma síðar. ★ Naumast nefnir svo nokkur mað- ur nafn þessa manns, að ekki skjóti jafnframt upp í huga honum nafn- inu Tess. Því er það rétt, að henn- ar sé hér sérstaklega getið, og það því fremur sem Tess er að svo komnu hin eina saga hans, sem íslenzkir lesendur þekkja nokkuð á móðurmáli sínu — að undan- skildum þrem eða fjórum smásög- um. Þetta var nú brezka útvarpið. Það er náttúrlega ekki tiltökumál, að ríkisútvarpið okkar hefir lítið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 35. tölublað (02.10.1955)
https://timarit.is/issue/240871

Tengja á þessa síðu: 540
https://timarit.is/page/3282830

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. tölublað (02.10.1955)

Aðgerðir: