Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8 r C’hu Tu-nan próíessor afhend- ir Landsbókasafni bókagjöf. Á myndinni eru einnig Bjarni Benediktsson menntamálaráð - hsrra og Finnur Sigmundsson lanðsboka vörðu r. hingað jólatré. Akureyri fekk að þessu sinni jólatré frá tveimur vinabæum sínum, Randers og Álasundi, Siglu- fjörður fekk jólatré frá Herning, Hafn- arfjörður fekk jólatré frá Friðriksborg, og Reykjavík fekk að vanda jólatré frá Ósló. Var því komið fyrir á Austur- velli, en auk þess voru mörg jólatré reist víðs vegar um bæinn. Götur voru skreyttar með barrtrjáafléttum og mis- litum ljósum, og hjá Austurvelli var komið fyrir nýrri lýsingu, sem gjör- hreytti svip Miðbæarins. Patreksfjörð- ur fekk jólatré frá Bremerhaven, Fegr- unarféiag Sauðárkróks gaf jólatré þar, Rafveita ísafjarðar setti þar upp jóla- tré, Kvenfélagið Von á Þingeyri gaf jólatré þar, Árni Jónsson stórkaupmað- ur gaf Bíldudal jólatré og bílstjórar á Húsavík gáfu jólatré þar. Seyðisfjörð- ur og Neskaupstaður fengu stór tré úr Hallormsstaðaskógi og höfðu fyrir jólatré hjá sér. — Aldrei hefur verið jafn mikið að gera í pósthúsinu i Reykjavík eins og fyrir þessi jól, enda unnu þar 135 menn. Jólapósturinn inn- an bæar nam 210.471 bréfi, fyrir utan allan annan póst utan af landi og frá útlöndum. UMFERÐIN Aldrei hefur verið jafn mikil umferð um götur Reykjavíkur eins og í þess- um mánuði, en slys urðu fá og er það án efa því að þakka að lögreglan skarst í leikinn og stjórnaði allri umferð í bænum. Voru settar ákveðnar um- ferðarreglur og umferðinni dreift um inar helztu götur, en hvarvetna voru lögregluþjónar á verði til að greiða úr umferðarflækjum og varna slysum. Bílfæri var oft mjög slæmt í bænum, ófærð og hálka og þess vegna urðu alimargir árekstrar, en ekki mjög hættulegir. Munu menn háfa ekið var- legar en oft áður, þar sem þeir vissu að lögreglan hafði gætur á þeim. Bílstjórafélagið Hreyfill hóf útgáfu á nýu blaði, sem heitir „Umferðarmál“ og er tilgangur þess að reyna að draga úr slysahættu á vegum og götum (8.) Jeppabíll með 5 manns fór út af Bolungarvíkurveginum og valt niður 70 metra háa brekku niður að sjó. Bíl- húsið fór í spón, en fólkið sakaði lítt og þykir það furðulegt (11.) Tveir strætisvagnar rákust á í Reykjavík, annar tómur en hinn fullur af fólki. Þrjár konur meiddust'nokkuð (29.) SLYSFARIR Maður hvarf í Reykjavík, Jón Ás- geirsson vélsmiður, og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit (7.) Togarinn ísborg fekk á sig ólag úti á Halamiðum og slaseðist þá ein» af hásetum (8.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.