Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1956, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1956, Blaðsíða 6
26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS LUIMDEY er merkilegur staður í E N S K U tímariti. aem nefnist „Tiie P. D. Review“, rakst ég í yetur á eftirfarandi grein, sem birt- ist í júlíhefti ritsins: Það mun þvkja undarlegt að innan brezka ríkisins sé til ey, sem hefur svo mikil fríðindi, að þar eru hvorki skattar né tollar. En svo er um Lundey. Eina opinbera skylda eyarskeggja er að flytja póst til næstu hafnar, en það er Bideford. Fyrst í stað var pósturinn fluttur milli lands og eyar á bátum. sem eigendur eyariimar áttu sjálfir. En nú er póstur venjulega fluttur með flugvélum og verður að borga eig- endum flugvélanna fyrir þann flutning. Reglur brezku póststjórnarinnar leyfa ekki að neitt annað frímerki en brezkt sé límt framan á bréf. Frímerki eyarinnaar, sem hafa verðgildi Y2—9 d., verður því að líma aftan á bréfin. Þetta er ið eina dæmi þess að slíkt einkagjald — þótt sanngjarnt sé — er lagt á fyrir póstþjónustu. Nýlega hefur eyan gefið út 14 tegundir af frímerkjum í minningu um þúsund ára gamlan atburð í sögu eyarinnar. Helmingur þessara frímerkja er ætlaður fyrir flugpóst, en hinn helmingurinn fyrir venju- legan póst. Á flugfrímerkjunum eru myndir af ýmsum fuglum á eynni, en á hinum eru aðallega myndir af inum smávðxnu hestum, sem þar eru. Á tv»imur frímerkj- um eru myndir af Eiríki blóðo^, sem var seinastur norrœnna kon- unga í Englandi og sigraður árið 954. Lundinn var áður gjaldmiðill eýarskeggjá, en ekki lengur. En verðgildi frímerkjanna er reiknað í lundum, og jafngildir þar einn lundi einu penny.------ ★ Lundey er í mynni Bristolflóa, 12 enskar mílur norðvestur af Hartland point. Telst hún til Dev- onskiris. Hún er enn kölluð Lundy, en nafnið er norrænt og þýðir blátt áfram Lundey. Þetta er lítil ey, ekki nema um 5 km. á lengd og breiddin víðast tæpur kílómetri, nema syðst þar sem hún er um IY2 km. á breidd. Alls er hún talin 1150 ekrur (rúmlega 465 hektarar). Ströndin er mjög klettótt og fögur. Lending er að suðaustan og skýlir henni hólmi nokkur, sem nefnist Rottuhólmi, því að þar hafast svartar rottur enn vlð. Nokkrar fornminjar eru á eynni. Þar eru rústir af gamalli kapellu, sem helguð var St. Helenu. Syðst og austast stendur Marisco-kastali fram á kletti. Er hann að mestu í rústum, en þó er búið þar enn., Árið 1625 hertóku serkneskir víkingar eyna, og 1633 hertóku Spánverjar hana. Seinna varð hún athvarf og griðastaður franskra sjóvildnga. Nókkur hluti eyarinnar er ræktr a^ur, en hitt er bithagi. Árið 1921 , voru þar aðcsins 48 sálir, (Encycl. m,)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.