Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						196
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Nýlendan og verndarsvæoio Aden
VEGNA undirróðurs kommúnista hefir nokkuð borið á því að undan-
förnu, að óaldarflokkar frá Yemen og sandauðnum Arabaíu hafi ráð-
izt með ófriði inn á brezka verrdarsvæðið Aden, og síðan ganga
kærumálin á Breta fyrir illa stjórn þar og yfirgang. Er ekki enn séð
fyrir endann á þessu. Og þar sem Aden er oft getið í heimsfréttunum.
mun marga fýsa að fá uppiýsingar um þetta land. Grein sú, er hé
fer á eftir, er rituð af Hermann F. Eilts, sem var sendiherra Bandr
ríkjanna i Aden 1951—53.
IjEGAR Egyptar stöðvuðu sigl-
ingar um Súez-skurðinn í haust
sem leið, bitnaði það hart á öllum
höfuðborgum vestrænna þjóða,
sem svo mjög eiga afkomu sína
undir olíuflutningum. En hvergi
kom þetta þó harðar niður en á
brezku nýlendunni Aden, sem er
fyrir sunnan mynni Rauðahafsins.
Gengi sitt á þessi nýlenda að þakka
siglingum um Súezskurðinn. Hvert
einasta skip, sem fer milli Mið-
jarðarhafsins og Indlandshafs, á
leið um Aden og flest þeirra koma
þar við og hefir nýlendan stór-
tekjur af þeim. Þau kaupa þar kol,
olíu og vistir, og farþegar versla
þar geisimikið, því að allar vörur
eru tollfrjálsar í Aden. Og farþeg-
arnir eru margir, um 250.000 á ári.
Bretar lögðu Aden undir sig
1839. Þá voru þarna nokkrir leir-
kofar á víð og dreif undir sageggj-
uðum fjallshlíðum, og mun íbúa-
talan vart hafa numið 500. Nú
eiga þarna heima 4.400 Evrópu-
menn og 134.000 innfæddir menn.
Þarna er nýtízku olíuhreinsunar-
stöð og eru afköst hennar um 100
þús. tunnur á dag. Þar eru einnig
stór verslunarfyrirtæki. Ef svo
skyldi nú fara, að Súezskurði yrði
algjörlega lokað, þá bitna afleið-
ingar þess fyrst og fremst á Aden.
Og þá er hætt við að borginni
hnigni mjög, því að hún á allt
sitt undir siglingum um Súez-
skurðinn.
Nú hefir Aden þó meiri þýðingu
fyrir brezka heimsveldið heldur en
nokkuru sinni áður, síðan flug-
samgöngur komu. Ef til ófriðar
skyldi draga, þá er Aden nauðsyn-
leg lendingarstöð fyrir brezkar
flugvélar, sem fara milli Afríku og
Asíu. Brezki flugherinn hefir nú

:: HÓa^aÍ,. „.
«W   •,'¦   i-
**3lÍ-'—-~^»«»    Ígítóffrí
MaiSf
v f.. *S
'f^f

G u-
Kort af Aden
og nokkrum
hluta verndar-
svæðisins.
Eyðimerkurbúi
bækistöð fyrir orustuflugvélar og
sprengjuflugvélar hjá Khormaks-
ar og flugvöll hjá Riyan.
Aden fylgir stórt verndarsvæði
og ráða þar fyrir soldánar og
Sheikar, og hafa brezku landstjór-
arnir ávallt stjórnað þarna með
lipurð. Annars er talað um að
vemdarsvæðin sé tvö, vestra og
eystra verndarsvæði. Vestra vernd-
arsvæðið er ófrjósamara en stærra
og ráða þar fyrir 18 innlendir höfð-
ingjar. Á eystra svæðinu eru 7
höfðingjar. íbúatalan er um 450
þús. á vestra svæðinu, en 350 þús.
á hinu.
Þetta er víðáttumikið land. Vest-
an að því liggur Yemen, að norð-
an eyðimórk og að austan Oman.
Um þetta svæði fóru fyrrum úlf-
aldalestir Salomons konungs,
klyfjaðar reykelsi og myrru frá
Hadramaut. Seinna fóru þarna um
lestir er fluttu varning, er átti aS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200
Blašsķša 201
Blašsķša 201
Blašsķša 202
Blašsķša 202
Blašsķša 203
Blašsķša 203
Blašsķša 204
Blašsķša 204