Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 30. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBOK MORGUNBLAÐSINS
431
Jón R. Hjálmarsson:
KLAUSTURLÍFIÐ
KLAUSTURLIF er upprunnið á
Austurlöndum. Hjá kristnum
mönnum tók snemma að bera á til-
hneigingum til heimsflótta og al-
gjörs hreinlífis. Fyrirbæris þessa
verður fyrst vart í Egyptalandi og
Sýrlandi á 3. og í vaxandi mæli á
4. öld e. Kr. og þaðan barst það
til Vesturlanda. Orsakir til þessa
heimsflótta voru einkum þær að í
fornöld og langt fram eftir öldum
álitu kristnir menn að heimsendir
væri í nánd og að Kristur kæmi þá
og þegar aftur og kallaði til dóms
yfir mönnunum. Þeir sem þannig
trúðu töldu því hyggilegt að vera
við öllu búnir og ýmsir tóku að
leita út í eyðimerkurnar og dvelj-
ast þar sem einsetumenn í stöð-
ugu bænahaldi og trúargrubli.
Nokkrir létu sér ekki nægja bæna-
haldið, heldur tóku til við að pynda
sjálfa sig á margan hátt og töldu
sig þannig ná lengra í hreinlífi.
Einkennilegastir þessara mein-
lætamanna voru þeir heilugu
menn, sem settust upp á háar súl-
ur og eyddu ævinni þar. Sumir
þeirra lifðu meira að segja ekki
á öðru en því, sem forvitnir áhorf-
endur réttu að þeim. Frægastur
þessara súludýrlinga var Símon
Stylites í Sýrlandi, sem samfleytt
sat á súlu í þrjátíu ár og andaðist
þar.
Menn sem lokuðu sig úti frá um-
heiminum, voru snemma nefndir
munkar, en orð það er komið úr
grísku og þýðir einn. Ásamt bæna-
haldi og meinlætalifnaði eyddu ein-
setumennirnir tímanum með tárum
og kveinstöfum yf ir syndum heims-
ins. Sagan segir að í Egyptalandi
hafi verið einsetumaður, sem svo
ákaft grét yfir spillingu og löstum
mannlífsins, að hann gat ekki einu
sinni stöðvað flauminn meðan hann
borðaði, svo að tárin blönduðust æ
saman við matinn.
Er tímar liðu tóku einsetumenn
að ganga í félagsskap nokkrir sam-
an og búa í einu húsi. Nefndist hús
þeirra klaustur og er heitið komið
frá latneska orðin claustrum, sem
þýðir innilokað svæði. Klaustur-
hreyfingin barst brátt til Vestur-
landa, fyrst til Grikklands og á 5.
öldinni e. Kr. er hún farin að láts.
að sér kveða á ítalíu. Á Austur-
löndum snerist klausturlíf fyrst og
fremst um margs konar sjálfspynd-
ingar og útilokun frá umheimin-
um, en í löndum Evrópu fékk það
allt annan svip, því að þar var
ríkasta áherzlan jafnan lögð á
skiplegt og lífrænt trúarsamfélag.
Maður sá, sem teljast má frum-
kvöðull og höfundur klausturlífs á
Vesturlöndum framar öllum öðr-
um, var Benedikt frá Núrsíu.
Benedikt var ábóti í klaustrinu
Monte Casino, sem stóð i fjalllend-
inu skammt fyrir norðan Napólí á
ítalíu. Starf hans sem umbóta-
manns innan munkareglunnar
hófst árið 529 og má segja að með
reglum hans hafi verið lagður
grundvöllur að öllu klausturlífi á
Vesturlöndum. Reglur hans voru
smám saman teknar upp, hvar sem
klaustur voru stofnuð, og munkar
þeir, sem fylgdu þessum reglum,
voru nefndir Benediktsmunkar.
Síðar komu að vísu aðrar munka-
reglur, sem störfuðu nokkru öðru
vísi, en undirstaðan var sú sama
og runnin frá reglum þeim, er
heilagur Benedikt setti.
Samkvæmt reglum Benedikts
urðu þeir, sem í klaustur gengu,
að vinna þrjú heit og skuldbinda
sig til að halda þau til æviloka.
Munkaheiti þessi voru: Að vera
hreinlífur, vera fátækur og sýna
yfirmanni sínum, ábótanum, skil-
yrðislausa hlýðni. Benedikt skipu-
lagði og, hvernig munkarnir ættu
að nota tímann í klaustrunum.
Hann lét þá ekki aðeins iðka bæna-
hald, heldur urðu þeir einnig að
stunda margvíslega vinnu. Þeir
fengust við kennslu í skólum
klaustranna og afskrifuðu bækur í
stórum stíl. Þannig höfðu munk-
arnir snemma mikla menningar-
lega þýðingu ekki sízt á umbrota
og róstusömum tímum eins og upp
úr þjóðflutningunum miklu, þegar
lítt var skeytt um andleg verð-
mæti. Þá ráku munkarnir trúboð
og unnu ötullega að útbreiðslu
kristninnar. Á landeignum klaustr-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 421
Blašsķša 421
Blašsķša 422
Blašsķša 422
Blašsķša 423
Blašsķša 423
Blašsķša 424
Blašsķša 424
Blašsķša 425
Blašsķša 425
Blašsķša 426
Blašsķša 426
Blašsķša 427
Blašsķša 427
Blašsķša 428
Blašsķša 428
Blašsķša 429
Blašsķša 429
Blašsķša 430
Blašsķša 430
Blašsķša 431
Blašsķša 431
Blašsķša 432
Blašsķša 432
Blašsķša 433
Blašsķša 433
Blašsķša 434
Blašsķša 434
Blašsķša 435
Blašsķša 435
Blašsķša 436
Blašsķša 436