Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 545 Eiturskrímslið Gila in að stöðin í Greenwich yrði að flytjast á annan heppilegri stað, og veitti hún þá jafnframt 500.000 sterlingspund til þess að koma upp nýtízku stjörnustöð. Var nú farið að bollaleggja um það, hvaða stað- ur mundi verða heppilegastur, og varð Herstmonceux fyrir valinu. Réði þar mestu um, að þar er loft yfirleitt bjartara en víðast hvar á Englandi, og svo voru taldar litlar líkur til þess að önnur byggð mundi nokkurn tíma þrengja að stöð- inni. Flutningur á Greenwich-stöðinni hefir farið fram í áföngum. Fyrst var stjórn stöðvarinnar flutt til hinna nýu heimkynna 1948, og seinna var lengdarmælingc^töðin flutt þangað. Nú á að fara að flytja þangað stjörnusjárnar, og þær eru ekki smásmíði. Sex stórar bygging- ar hafa verið reistar fyrir þær. Þama verður komið fyrir nýum stjörnusjám, þar á meðal þeirri stærstu, sem til er í brezka heims- veldinu, og ber hún nafn vísinda- mannsins Sir Isaac Newtons. Þótt stöðin sé flutt til Herstrpon- ceux, verða ekki gerðar neinar breytingar á skipulagi lengdar- bauganna. Allar mælingar miðast áfram við miðbauginn, sem liggur um Greenwich, því að öðrum kosti mundu öll sjókort, sem gerð hafa verið síðan 1884, ruglast og verða óáreiðanleg. Hitt er talið víst, að mælingar hinnar nýu stöðvar muni verða enn nákvæmari en gömlu stöðvarinnar, vegna þess hve góð áhöld hún hefir fengið. og þarna á ekkert að geta truflað mæling- amar. — Hver er munurinn á bjartsýnis- manni og svartsýnismanni? — Bjartsýnismaðurinn eygir ljós þar sem ekkert Ijós er, en svartsýnismað- urinn er svo heimskur að hann reynir að slökkva það. Úr ríki náttúrunnar: Þ A Ð er dálítið einkennilegt, að skepna, sem ekki er nema tvö fet á lengd, skuli kölluð skrímsl. En til þess liggja þær ástæður, að menn hafa lengi verið hræddir við það, og út af því hafa spunnizt alls konar kynjasögur og hjátrú. Eiturskrímslið Gila er eðluteg- und, sem lifir á vesturströnd Banda -ríkjanna og í Arizona. Dregur hún annað hvort nafn sitt af ánni Gila, sem sprettur upp í Arizona, eða bá að áin dregur nafn af henni. Hún finnst einnig í Sonora í Mexikó, en sunnar í því fylki er önnur svipuð eðlutegund, sem Mexikanai kalla Escorpion. í norðausturhluta Coloradoríkis hefir fundizt brot af efra skolti úr eðlu, sem uppi hefir verið fyrir allt að 30 milljónum ára. Það hefir ver- ið forfaðir þessarar Gila-eðlu, og má sjá að kynið hefir mjög lítið breyzt, eða ekki, á þessum langa tíma. Gila er með klofna tungu og not- ar hana eigi aðeins til þess að lepja heldur eru þeffærin einnig í tungunni. Þefskynjanin er mjög næm og vísar henni á hvar æti er að finna. Gila er hreiðurræningi og stelur bæði eggjum og ungum. Hún tekur einnig kanínur í holum sín- um, íkorna og rottur. Ekki mun hún geta elt uppi fullorðin nagdýr, því að hún er heldur sein á fæti, fer rúman kílómeter á klukku- stund. En hún leggst líka á smærri eðlutegundir, grefur þær upp úr holum þar sem þær hafa leitað sér skjóls um nætur. Flestar eðluteg- undir í eyðimörkinni geta ekki flú- ið meðan þeim er kalt, og ekki fyr en sólskinið hefir yljað þeim. Gila þolir aftur á móti vel kulda, og þess vegna á hún auðvelt með að ná í hinar smærri eðlutegundir meðan þeim er kalt. Gila hefst aðallega við í eyði- mörk, og virðist það fremur ótrú- legt þeim, sem séð hafa hana í dýra -garði, því að þar hafast þær við í pollum. Menn eru ekki sammála um hvernig á þessu stendur. Helzt er þess til getið, að fyrir þúsundum eða miljónum ára hafi verið vot- lendi þar sem nú er sendin eyði- mörk. Loftslagið hafi smám saman orðið heitara og landið þornað, en Gila hafi ekki flutt sig þaðan að ? f t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.