Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 631 ekki annars að vænta, því bókin er harla sjaldséð. Og það eitt veit nú- tíðin um Bertel Þorleifsson að hann var einn þeirra fjögurra stúdenta í Kaupmannahöfn, sem vorði 1882 sendu frá sér þetta hefti, er var með svo fágætu nýjabragði. Hinir voru Einar Hjörleifsson (Kvaran), Gestur Pálsson og Hannes Hafstein. Bertel átti þar fáein kvæði, sem öll hljóta að hafa verið ort áður en hann hafði fjóra um tvítugt. Flest eru þau heldur veigalítil, sum hinna, sem svo eru ekki, verða að teljast gölluð eða með nokkrum viðvaningsbrag; en svo eru enn önnur sem með engri sanngirni verður neitað að séu beinlínis góð, og líka frum- leg — í þeim skilningi sem talað verður um frumleika hjá nokkru skáldi, en það verður aðeins gert í takmörkuðum skilningi. Þessi kvæði hlutu að sannfæra glögg- skyggna menn um það, að þarna var skáld að koma fram á sjónar- sviðið. Einar Hjörleifsson skildi það, og að sögn duldist Edvard Brandes það ekki heldur. Bertel mun hafa verið seinn að taka út þroska sinn, og hefir meira að segja eflaust ekki verið búinn að taka hann út til fulls þegar hann lauk æfi sinni rúmlega þrí- tugur að aldrei. Hann orti alla tíð ákaflega mikið og hlaut að gera það, svo auðveldlega sem mál hans féll í rím og stuðla. Vel má vera að hann hafi sjálfur tortímt miklu áður en hann kvaddi heim- inn, en hitt mun þó efalaust að hann hafi látið eftir sig allmikið af Ijóðum í handriti, enda þótt nú sé ekki vitað að handritasyrpa hans sé lengur til. Eitt af því, er hann lét þannig eftir sig, hefir þó bjargast með nokkrum hætti. Það eru „Kol- brúnarljóð", er trúnaðarvinur hans, Hannes Hafstein, þýddi að honum látnum. Hannes var góður Bertel Þorleifsson þýðari, en ekki vitum við hve ná- kvæm þessi þýðing hans á kvæða- flokki Bertels er að orðfæri. Hitt virðist augljóst, að anda kvæð- anna hljóti hann að hafa náð með ágætum. Þetta eru nú ein hin mestu og beztu ástaljóð á íslenzka tungu, en þó mjög ólík bæði ásta- kvæðum og tregaljóðum Hannesar sjálfs. Sú góða og merka kona, Guðrún Borgfjörð, er svo vel og fagurlega hefir minnst leikbróður síns, Bertels, dáist að trygglyndi hans. Sama eiginleikann átti Hann- es; hann var manna vinfastastur og beztur drengur, og sagt er að hann hafi æfilangt tregað Bertel. Hann hefir ekki unnið fyrir siða- sakir þegar hann þýddi „Kolbrún- arljóð“, og fundið mun hann hafa til meðan hann sat yfir því verki, eins og líka bæði hann og Matthías munu hafa fundið til þegar þeir hvor í sínu horni þýddu lokasam- tal Agnesar og ^Brands. Bók- menntirnar taka stundum vín- garðsmenn sína ómjúkum tökum. En þó að Hannes væri góður þýð- ari, veit ég þess ekki dæmi að þýðingar hans hafi tekið fram frumkvæðunum. Slíkt á sér líka ákaflega sjaldan stað. En ef Bertel orti „Kolbrúnarljóð“ eins vel og Hannes þýddi þau, og frumtextinn er nú glataður, þá hafa danskar bókmenntir misst þar þá perlu, sem þeim var tjón að missa. Fyrir nokkrum mánuðum kom út hér í Reykjavík dálítið kver (á forlagi Leifturs), þar sem saman er safnað úr ýmsum áttum öllum þeim kvæðum, er fundust eftir Bertel Þorleifsson. Þar er líka að finna hina ágætu ritgerð hans um Henrik Ibsen, er kom út að honum nýlátnum, og sömuleiðis hina eink- ar-hugðnæmu og lærdómsríku dánarminningu, er Einar Hjörleifs- son ritaði um hann. Fleira er þar til tínt. Þetta kver er svo ódýrt, að- eins 40 krónur ef ég man rétt, að í því mikillæti, sem nú ríkir með þessari (lengi örsnauðu) þjóð, munu sumir menn ófúslega lúta að því, að kaupa svo ódýra bók. En þar ætla ég þó að sé saman komið það af verkum Bertels er geymzt hefir, og sömuleiðis flest það, er nú verður með vissu um hann vitað. Um eitt fá menn þar órækan vott, en það er að Bertel hefir ver- ið alveg frábær ljóðaþýðari. Eins og kvæði Ibsens, „Málmneminn“, er gimsteinn í norskum bókmennt- um, svo er það nú einnig gimsteinn í íslenzkum bókmenntum, eins og Bertel hefir þýtt það. Með honum hefir án efa horfið einn hinn allra bezti ljóðaþýðari er Island hefir eignazt. (Rétt þykir mér að nota þetta tæki- færi til þess að leiðrétta prentvillur í báðum bókunum. 1 „Kvæðum“ Undínu, á bls. xiii, þriðju línu að neðan, er misprentað „frostrósin", fyrir frost- nóttin, og á bls. 195, annari línu að neðan, „ættjörð", fyrir ættþjóð. Þá hefir mér og alltaf fundizt „kaldranda- blíða“ (bls. 154) grunsamlegt og kald- ranablíða líklegra. Á bls. 79, næst- neðstu línu, hefði mér þótt „velkir"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.