Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 2. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						2. thl.
JHttBttnMatoia
Sunnudagur 19. jan. 1958
bék
XXXIII. árg.
P. V. G. Kolka:
Bundiö mál, tjaslað og laust
TJASL
ÞAÐ er meira en meðalskömm að
hafa ekki handhægt og táknandi
heiti fyrir þá tegund kveðskapar,
sem varpar fyrir borð rími og ljóð-
stöfum eða stuðlum. en sú tegund
skáldskapar tíðkast nú nokkuð hér
á landi, íslenzku brageyra til ama
Það er mjög ónákvæmt að kalla
þetta rímlaus ljóð, því að ljóð get-
ur verið bundið af stuðlum og höf-
uðstöfum, þó að það hafi hvorki
endarím né innrím, svo sem í „ís-
land, farsælda frón". Atómljóð er
heldur ekki táknandi, þótt með
því sé þessi skáldskapur kenndur
til nútímans, því að hann er alís
ekki ný bóla. Með bundnu máli
hefur alltaf hér á landi verið átt
við það mál, sem er bundið með
stuðJum eftir ákveðnum reglum,
í mótsetningu við daglegt mál eða
laust mál, þar sem stuðlum getur
að vísu brugðið fyrir, en ekki eftir
neinni fastri reglu.
Allir gamlir sveitarmenn vita,
hvernig á að binda bagga upp á
hest, en þegar bandið fylgdi ekki
viðtekinni venju og var losaralegt.
var það kallað tjasl, böggunum var
tjaslað saman.    Mér finnst. liggja
P. V. G. Kolka.
mjög beint við að nota þetta stutta
og handhæga orð einnig um kvæði,
sem ekki eru stuðluð og geta því
hvorki flokkast undir bundið mál
né laust. Nafn þeirra yrði því tjasl
og samsetningar af því tjaslljóð,
tjaslskáldskapur, tjaslkvæði, tjasl-
skáld, en að yrkja eftir þessum
hætti yrði að yrkja tjaslað eða í
tjösluðu máli.
ÞRÓUN RÍMS OG STUÐLA
Cromagnonmaðurinn    dró    upp
snilldarlegar myndir af veiðidýr-
um fyrir 1000 mannsöldrum
eins og gamlar hellaristur sýna,
og vel má vera, að ljóðlist í|ein?
hverri mynd sé jafngöínul. Á-sér-
stökum hátíðastundum hrifningai^
af tilbeiðslu, gleði eða harmi haía
menn tekið upp viðhafnarmeira
málfar í oroum eða söng en gert
var hversdagslega, sennilega með
endurtekningu einstakra orða eða
sömu hugsunar með lítið eitt
brevttu orðalagi. Slíkan skáldskap,
innilegan og fagran, er að finna í
bókum gamla testamentisins, eink-
um Davíðssálmum og Ljóðaljóðun-
um. Grikkir tóku upp ljóðlínur af
ákveðinni lengd og skiptingu eftir
bragliðum og er hexameterinn
þekktastur, en hann notaði Gröndal
í Þingvallaferðinni. Rímið kom
seinna til sögunhar, en það er í því
fólgið að fella orð með líkum
hljómi inn í Ijóðlínuna með ýms-
um hætti eða nota þau í endá
tveggja eða fleiri Ijóðlína.
Talið er, að innrimið se eldra en
endarímið og eigi upptök sín í
tíðasöng kaþólskra safnaða í Norð-
ur-Afríku á dögum Tertullians
kirkjuföður, en hann var uppi um
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32