Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1958, Blaðsíða 14
230 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Merkisdagar í maí SVO sögðu gamlir menn, að ef gróða samt væri í maí, þá væri það góðs viti um árferðið framvegis, og eins =f þoka liggur til lengdar yfir sjónum í þessum mánuði. Þó er það svo, að þriggja hreta er að váenta í mánuðinum að þessu sinni og kallast þau Kóngsbænadagsíhlaup, Krossmessukast og Hvítasunnusnas. Verða þó stundum tvö að einu hreti, ef dagarnir eru nánir, og ætti því tvö fyrstu hretin að verða samferða að þessu sinni. Sem betur fer getur þó vorað svo vel, að hret falli niður. Kóngsbænadagur 2. maí. Kóngsbænadagur var lögfestur ' 1. apríl 1702 þannig, að konungur ákvað að þá skyldi vera almennur bænadagur um allt ríki sitt, og skyldi menn þá fasta og gefa fátækum matarverðíð. Dagur þessi varð þegar óvinsæll, vegna þess að almenningur misskildi tilgang hans og helt að ætti að biðja fyrir kónginum, og fá það að launum að svelta. Má sjá það á þulu þeirri, er þar um var kveðin: Um ísalönd aukast nú vandræðin, fer í hönd föstudagssulturinn; fyrir því kvíða margur má matbráður dóni að ekki skuli þeir fæðu fá frá fimmtudagsnóni til laugardags, lifandi nauða, eg sé það strax þeir svelta til dauða. Annars lags má leita við kauða, að skammta þeim fullan skattinn sinn áður en kirkju fara á fund, svo fullur sé maginnn, og kreiki þeir svo með káta ! , ' á kóngsbænadaginn. Út af föstunni var það lengi siður hér, og helzt þó enn lengur í Dan- mörk, að ekki var tekinn upp eldur á Kóngsbænadaginn. Og ekki hefir hann þótzt of vel haldinn sá, sem þessa vísu kvað: Innan sleiki eg askinn minn, ekki er fullur maginn, kannast eg við kreistinginn Kóngs- á -bænadaginn. Að öðru leyti höfðu menn horn í síðu dagsins, vegna áhlaupsins, sem iagt var að honum fylgdi. Kóngsbænadagur var af tekinn 1770, en telst þó enn meða! merkisdrf ’ árs- ins í almanakinu. Krossmessa 3. maí. Þennan dag þyrptust menn í pápiskri tíð til bænagerða, þar sem helgir krossar voru. Eftir fornri venju var bá og vinnuhjúaskildagi, og helzt það fram til 1700. En úr því breyttist þetta við tímatalsbreytinguna, nýa stíl, víð- ast um land, og færðist aftur til 14 maí, nema í Múlasýslum, þar hélzt hinn gamli hjúadagur. Eldaskildagi 10. maí. Margir munu nú ekki vita af hverju það nafn er dregið, en þó mun dagur- inn enn í gildi. Þenna dag eiga menn að skila fé úr fóðrum, eldi, og af því kemur nafnið. Þenna dag á fé að vera framgengið. Lokadagurinn 11. maí. Þá voru vetrarvertíðarlok á meðan róið var á opnum skipum, og eins á skútuöldinni. Nú er þetta farið að breytast og varla hægt að tala um timamót lengur, vegna breyttra út- gerðarhátta. Lokadagurinn er því ekki lengur nema svipur hjá sjón. í endur- minningum sínum segir Erlendur Björnsson á Breiðabólstað svo fra lokadeginum: Kl. 12 á hádegi 11. maí var vetrar- vertíðin á enda, en á sömu stund byrj- aði vorvertíðin, sem stóð til kl. 12 á hádegi á Jónsmessu. Væri blíða og aflavon, var róið á lokadaginn. En margir voru meðal sjómanna, sem kröfðust þess að komið væri að landi fyrir hádegi. Þeir áttu sér gamlan en óskráðan rétt til þessa. Væri þeim ekki skilað í land fyrir kl. 12 á lokadag eða Jónsmessu, þá máttu þeir snúa skipinu við rétt utan við lendinguna og lenda því öfugu, til háðungar þeim formanni, sem ekki gætti réttar hásetanna fyrir hádegi. Kom þetta víst sjaldan fyrir, því að formenn þorðu ekki að eiga undir því. Upp úr hádegi var vermönnum hald- in skilnaðarveizla. Var þá oft drukkið óspart, enda var lokadagurinn annál- aður fyrir óreglu og eins næsti dagur. Sló þá saman í Reykjavík vetrarvertíð- armönnum að norðan og austan og vor- vertíðarmönnum að austan. Gangdagur 14. maí. Vikan 11.—17. maí heitir Gangdaga- vika. Það nafn er komið frá pápiskri tíð. „Á Gangdaginn eina, sem var mið- vikudagurinn fyrir uppstigningardag var haft það embætti, sem aldrei endra- nær. Var þá gengið kringum túngarða, fyrst frá kirkjudyrum í miðmorguns- átt, og svo um kring allt í náttúrala ætt þaðan réttsýnis til kirkju aftur. Var borið vígt vatn og upphaldsstika, en í öngvum var prestur þá messu- klæðum, utan litlar tölur á hálsi og bar handbók sína. Sinn kross stóð í hverri átt á túngörðum, í miðmorguns stað, dagmála, hádegis, miðmunda, nóns, miðaftans, náttmála. Ekki var þá sungið utan það er presturinn las sjálfur en allt fólkið gekk með honum, og þetta var gert á hverju byggðu bóli þó prestur væri ekki, því hann bauð fólki svo að gera sunnudaginn fyrir, og lesa sín fræði og bænir, sem það kynni, og befala sig guði“. Vinnuhjúaskildagi 14. maí. Sagt er, að ef hjú fer ekki af stað frá þeim bæ, sem það var á, en ætli þó að skifta um vist, fyr en eftir að miðdegismatur er borðaður og því skammtað með og það eti, þá „eti það sig inn í vistina“ og sé því skylt að vera um kyrrt og fara hvergi. — Einn af hinum fornu glaðningum var svo- nefndur „Vistarbiti". Hann var gefinn hjúi því, sem ræðst til húsbónda frá öðrum bæ, en ekki þeim hjúum, sem eru kyr í vist. Sumir húsbændur höfðu það bragð að gefa því hjúi, sem þeir vildu ná í vist til sín, ósínkilega að borða þegar það hafði komið gestgang- andi á bæ þeirra, helzt ef þeir höfðu grun á að hjúið mundi gangast fyrir slíku. Síðan báru þeir upp vistarráðin, og réðist þá hjúið til þeirra, var því gefinn vænn matarbiti með sér, er það fór heimleiðis. Dæmi voru sögð til þess, að húsbændur, sem ekki skáru allt vi8 i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.