Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 17. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						foék
"7. tbl.
ftovenMeib*VM
Sunnudagur 25. maí 1958
XXXIII. árg
Alheimurinn líkist frekar hugsun en efni
Vísindin nálgast aítur hina trúarlegu heimsmynd
HIN vísindalega þróun á verkleg-
um sviðum hefir aldrei í veraldar-
sögunni verið jafn víðfeðm og síð-
asta áratug, og hefir í sér fólgna
vídd, sem enn þá er okkur óskiljan-
leg.
En eins og svo oft áður í verald-
arsögunni, stendur maðurinn á
þröskuldi hins mikla ókunna, og
þreifar fyrir sér.
Við höfum kynnzt náttúruöflum
svo sterkum, að þau valda okkur
kvíða og óróleika, þar sem við höf-
um aðeins um tvo örlagaríka kosti
að velja. Annars vegar er ófyrir-
sjáanlegur tæknilegur möguleiki,
þar sem útlit er fyrir, að maðurinn
eigi aðeins geti gert sér heiminn
undirgefinn, heldur — eftir að hafa
sigrað loftið — nálgast Kólumbusar
-tímabil, þar sem farnar séu könn-
unarferðir um himingeiminn og tiJ
annarra hnatta. Hins vegar er sú
staðreynd, að misnotkun kjarnork-
unnar hefir í sér fólgna möguleika
til sjálfsmorðs og tortímingar allr-
ar menningar, sem þurft hefir þús-
undir ára til að byggja upp. Aldre'
áður hefir mannkynið haft í jafn
ríkum mæli sameiginlega  ábyrgð
á sínum eigin örlögum og framtíð.
En er mannkynið fært um að bera
þessa ábyrgð? Eða hefir forystan
yfirgefið flokkinn, eins og franskur
heimspekingur orðar það — sem
ber að skilja þannig, að mannkynið
í heild sé ekki nægilega andlega
þroskað til þess að færa sér í nyt
hinar merkilegu vísindalegu niður-
stöður síðasta mannsaldur, í þágu
hins góða, heldur til að misnota
þær.
Andspænis þessum alvarlegu við
-fangsefnum, er það skiljanlegt, að
margir af ábyrgum vísindamönn-
um og heimspekingum vorra tíma
telja það mikilsvert, að heimsbylt-
ingin á sviði náttúruvísindanna,
sem hefir haft í för með sér þessa
undraverðu tæknilegu þróun, hafi
einnig í sér fólgna siðbót viðvíkj-
andi andlegum lífsviðhorfum, sam-
fara enn meiri ábyrgð gagnvart
vandamálum lífsins.
Kenning Einsteins
Það sem úrslitum ræður er það
að hinum áþreifanlegu niðurstöð-
um, sem vísindin höfðu tileinkað
hinum efnislega heimi,  og höfðu
mótað skoðun þjóðanna á tilver-
unni, er nú kollvarpað — eða svo
að notuð séu viðeigandi orð: Hin
efnislega heimsmynd er leyst upp
í agnir, sveiflur og bylgjuhreyfing-
ar. Gerð efnisins er ekki eins fast-
mótuð eins og menn heldu, og víð-
fangsefni tilverunnar ekki nærri
því eins einföld og augljós, eins og
hin raunsæilega heimsmynd gaf í
skyn. Einkum hafa kjarnorkuvís-
indin afhjúpað hversu ónóg og ó-
fullkomin hin 5 skilningarvit
mannanna eru, til þess að skynia
heiminn, sem í kring um okkur er.
Þegar eðlisfræðingurinn og
stærðfræðingurinn Albert Einstein
birti afstæðiskenninguna, sem síð-
an hefur valdið ákveðnum breyt-
ingum á viðhorf gagnvart vissum
náttúrulögmálum, og sem er grund-
völlur nútíma einda-eðlisfræði,
voru vísindamenn aðeins fúsir til
að viðurkenna það, sem mannsheil-
inn gat skilið, og aðeins það var
viðurkennt, sem hægt var að mæla
og vega. Hin vísindalega heims-
mynd gerði hugtökin einfaldari,
svo að menn gátu talið alheims-
gátuna ráðna í aðaldráttum, en nú
vita menn, að það er til annað og
meira en efnisfræðilegur alheimur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 265
Blašsķša 265
Blašsķša 266
Blašsķša 266
Blašsķša 267
Blašsķša 267
Blašsķša 268
Blašsķša 268
Blašsķša 269
Blašsķša 269
Blašsķša 270
Blašsķša 270
Blašsķša 271
Blašsķša 271
Blašsķša 272
Blašsķša 272
Blašsķša 273
Blašsķša 273
Blašsķša 274
Blašsķša 274
Blašsķša 275
Blašsķša 275
Blašsķša 276
Blašsķša 276
Blašsķša 277
Blašsķša 277
Blašsķša 278
Blašsķša 278
Blašsķša 279
Blašsķša 279
Blašsķša 280
Blašsķša 280