Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 400 Þetta gerðist / julimanuói Forsetahjónin fóru í opinbera heimsókn um Austur-Skaftafells- iyslu. Jón Kjartansson sýslumaður var í fylgd með þeim. (6., 8., 18.) Reglugerð var sett um 12 mílna fiskveiðilandhelgi og á hún að ganga í gildi 1 sept. nk. Gert er ráð fyrir að íslenzk skip megi veiða innan þessara takmarka (1.). Þetta hefir vakið mikið umtal og úlfaþyí í biöðum erlendis Brezki sendiherr ann hér var kvaddur heim til skrafr og ráðagerða út af þessu (9.) Tog araeigendur í mörgum löndum Ev- rópu heldu fund í Haag til þess að mótmæla nýu landhelginni. Enskir togaraeigendur láta dólgslega, hóta að veiða eftir sem áður allt að 4 mílna landhelgi og vilja fá ensk herskip til þess að vernda togara sína. — Þýzkir togaraeigendur hafa og farið fram á það við stjórnina þar, að herskip verði sent til íslands þýzkum togurum til verndar. VEÐRÁTTAN Allan þennan mánuð var norðlæg átt um land allt, rigndi mjög lítið sunnan lands og óvenju lítið með þess- ari átt á Norðurlandi, en þar var venju fremur kalt. Gæftir voru þó ekki góð ar, því að oft var þoka og bræla á miðum, enda þótt bjart væri í landi. Seint í mánuðinum gránuðu fjöll nyrðra og kom svo mikill snjór í Siglu- fjarðarskarð, að það var illfært (26.) — Spretta var yfirleitt hægfara vegna kulda og þurrka um land allt, en þó rættist víða úr. Hefir heyskapur geng- ið ágæta vel og nýting töðu með af- brigðum góð víðast. SlLDVEIÐIN Um 240 skip voru komin á herpi- nótaveiðar fyrir norðan og austan und- ir lok mánaðarins. Afli var mjög mis- jafn. Mestu veiðihroturnar voru í önd- verðum mánuðinum og siðan aftur eft- ir miðjan mánuðinn. Kom þá upp mikil síld á vestursvæðinu, en þá var ekkért veiðiveður eystra. A miðnætti 26. júlí var síldaraflinn orðinn: 207.013 tunnur saltaðar, 125.074 mál í bræðslu og 7853 tunnur frystar. Samtals 339.940 tunnur og mál, en var á sama tima í fyrra 446.825 tunnur og mál. Nú höfðu 207 skip fengið 500 mál og tunn- ur, eða meira. Aflahæstur var Víðir II. úr Garði með 5659 tunnur og mál. — Eftir 22. spilltist veður og voru flestir bátarnir í reiðileysi fram til mánaða- móta. En þá hljóp síld inn á Austfjörðu og fengu nokkrir bátar þar góðan afla, en síldin var léleg og fór aðallega í bræðslu. Undir mánaðamót fengu og nokkrir bátar allgóðan afla út af Langanesi. — Dágóð síldveiði var 1 reknet fyrir vestan land. TOGARARNIR Fyrst í mánuðinum fengu nokkrir togarar allgóðan karfaafla austan við Grænland, en um svipað leyti tók fyr- ir afla vestan við Grænland. Tveir tog- arar, sem þar voru heldu þá vestur á Newfoundlandsmið, en þar var engan afla að fá heldur. Þeir togarar, sem voru a íslandsmiðum fengu og tregan afla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.