Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1958næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 1
37 tbl. bóh JRtfguitMiiteiiw Sunnudagur 12. október 1958 XXXIII. árg. FYRIR 40 árum KÖTLUGOS OG JÖKULHLAUP LAUGARDAGURINN 12. október 1918 rann upp bjartur og fagur. Var veður kyrt og hlýtt og heið- ríkt loft. Þetta var gangnadagur bænd- anna í Álftaveri, en afrétt þeirra nær yfir allan austurhluta Mýr- dalssands, vestan frá Mýrdalsjökli austur í Kúðafljót. Höfðu 16 gangnamenn dreift sér á þetti; svæði og var þeim gott í skapi að hafa fengið svo ákjósanlegt gangnaveður. Hvergi sá skýskaf a lofti, en grá þoka grúfði þó yfir Mýrdalsjökli og náði allt fram á Hafursey. Um hádegisbil fóru svo allmargir bændur og fleira fólk til lögréttar, en hún er fyrir ofan Skálm. En sumir fóru til Skálmar- bæarhrauna, því að þar átti einnig að rétta, og draga þar úr óskilafé og reka til lögréttar. Einni stund eftir hádegi komu allharðir og margir jarðskjálfta- kippir í Mýrdalnum og héldust síð- an hræringar nokkra stund. „Skömmum tíma þar eftir gat að líta gufu- eða skýstrók mikinn til norðurs, vinda sig upp á loftið, upp úr og yfir Mýrdalsjökli, þar sem Katla er talin vera. Varð fljótt bert, að þetta var reykur, svartur neðst, en bjartari ofar“. Þá hafði Katla sprengt af sér jökulfargið með hamslausu afli, dunum og dynkjum, sem heyrðust Kötlugosiö 12. október 1918. óravegu, vábrestum og þórdunum Jökulbrotunum, stórum eins og gnæfandi hömrum, þeysti hún úr sér á báða bóga, og á eftir fylgdi vatnsflóð svo mikið að það skol- aði þessum heljarjökum eins og (Ljósm.: Kjartan Guðmundsson)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 37. tölublað (12.10.1958)
https://timarit.is/issue/241015

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

37. tölublað (12.10.1958)

Aðgerðir: