Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 46. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						688
LESBÓK  MORGUNBLAÐSlNS
*<J^Q»-«P*Q^^C^cF*C^c?^Cb*<p<Q^Cr^^
Jó
aijosin
JÓLIN eru ljóssins hátíð, og voru
það sérstaklega á liðnum öldum.
Nú hafa rafmagnsljósin útrýmt
myrkrinu í híbýlum manna. En
það var öðru vísi áður fyr, og
þess vegna eru ljúfustu endur-
minningar manna á fyrri óld
bundnar við blessaða birtuna og
ljósdýrðina á jólunum. Hér skuiu
raktar nokkrar frásagnir um það.
Jón Árnason
segir svo í Þjóðsögum sínum: Það
er nú svo sem sjálfsagt, að aliir
halda til jólanna, sem er móðir
allra hátíða annarra; þá er ekki
ÍM/S um dýrðir fyrir börnunum.
íc-iYi hlakka til að sjá svo mörg
ljós sem kostur er á að sjá, bæði
í kirkjum og heimahúsum. — Hús
mæður settu ljós í hvern krók
og kima, svo hvergi bæri skugga
á. Þegar folkið fór að hátta hafði
húsfreya jafnan gát á því, að
ekkert ljós væri slökkt, og setti
þá upp ný Ijós í hverju horni,
þegar hin voru farin að loga út,
eða lét á lampana aftur, svo ljós-
in skyldu endast alla nóttina,
þangað til kominn var bjartur
dagur daginn eftir. Það er enn
sums staðar siður hér á landi að
láta Ijós loga í baðstofum yfir
folkinu, þó það sé sofandi, og þó
ekki sé lengur kveykt ljós í
hverju horni, eldir það enn eftir
af ljósaganginum forna, að víða
er hverju mannsbarni á heimilinu
gefið kerti á aðfangadagskvöld
og kallað jólakerti.
Séra Þorkell á Reynivöllum:
Jólin voru þá (um miðja 19.
öld) eins og nú hin mesta hátíð
ársins; þá var á öllum hinn mesti
gleðibragur; til jólanna hlökkuðu
börnin lengi áður, ekki síst vegna
kertanna, sem þau áttu von á að
fá, og sem þau höfðu svo undur-
gaman af. Kertaljósið ber svo
langt af lýsisljósinu að fegurð og
birtu, að það vekur eftirteKt hjá
öllum, og þó ekki síst börnutmm.
Finnur Jónsson á Kerseyri:
Á   Þorláksmessu   voru   steypt
tólgarkerti, bæði kerti og dásar,
í strokk. Því á aðfangadagskvöld
var öllum gefið kerti og börnun-
um dásar. Dásarnir voru mjó,
lítil kerti, álíka og mislitu jóla-
kertin barnanna, sem nú flytjast
í verslanir. Þegar kerti voru
steypt í strokk, var fyrst helt
í strokkinn sjóðandi vatni, og síð-
an bræddri tólg. Nokkrir ljósa-
garnspottar um 12 þuml. langir
voru festir á prik. Var þeim síðan
dýft í tólgina. Síðan var prikið
lagt yfir trog, eða annað ilát, ná-
lægt strokknum, og lak tólgin,
sem ekki storknaði, ofan í það.
Síðan var tekið annað prik með
jafnmörgum spottum og farið
með eins og hið fyrra. Fór prika-
fjöldinn eftir því, hvað mörg
kerti átti að steypa. Jafnóðum og
tólgin storknaði, var þeim dýft
í strokkinn á ný, þar til öll kertin
voru orðin nógu gild. Ekki var
mjög sjaldgæft að steypt voru
svonefnd kóngakerti. Þau voru
búin til þannig, að tveir liésa-
garnspottar voru hnýttir nokkuð
fyrir ofan miðju kertisraks og
látnir ganga á ská upp í prikið,
sitt hvoru megin við miðrakið.
Loguðu þrjú ljós á kertinu góða
stund á eftir að kveikt var á því.
í sumum kirkjum sá eg kónga-
kerti í altarisstjökum á hátíðum,
og entust ljósin þrjú um messu-
tímann. — Á aðfangadagskvöld,
þegar allir voru komnir inn og
búið var að snaeða kvöldmatinn,
fór folkið að þvo sér og klæðast
betri flíkum. Var þá hverjum
gefið jólakerti. Svo var gefið sætt
kaffi með sykruðum lummum.
Guðbjórg á Broddanesi:
Þegar búið var að kveikja og
allir höfðu haft fataskifti, fór
móðir mín fram í stofuloft til að
sækja kertin Hún gaf ölluir> á
bænum tvö kerti. ' Faðir minn
fekk tvö kert) eins og aðrir, þó
að harir yæri blindur. Eg rnan
hvað hann var sviphýr begar
hann var að handleika kertin
Þegar  allir voru  búnir  að  fá
kertin, fjölgaði Ijósunum i bað-
stofunni. Nú voru blessuð jóhn
komin. Sumt folkið fór að lesa
í bók. Aðrir tóku skrifpúltin sín
og fóru að skrifa. Nú höfðu allir
nóga birtu, nema faðir minn; þó
var enginn glaðari en hann; verið
getur að hann hafi einhvers
staðar átt skærra ljós en við hin.
Lýsislampinn í dyrastafnum
hætti nærri að bera birtu, kónga-
kertin á borðinu yfirgnæfðu birtu
hans. Kertaljósin voru svo hrein
og fögur. Ljósafjóldirin hefir
vafalaust stuðlað mikið að því
að gera jólin svo dýrleg sem þau
voru í huga manna. Þessi smá-
ljós, sem lýstu í lágum híbýlum
dauðlegra manna, mintu á stóra
alheimsljósið: barnið í jötunni.
Þórleifur Bjarnason:
Helgi jólanna hófst á aðfanga-
dagskvöld klukkan sex með hug-
vekjulestri. Allur bærinn var ljós
-um skrýddur eftir því sem föng
voru til, og hvergi átti að ganga
í myrkri, þó að farið væri um
bæinn það kvöld, og var nú bi-ugð
ið öllum sparsemisreglum Tólg-
arkertin lýstu upp baðstofuna og
hún varð hlýrri og notalegri en
venjulega. Ljós loguðu þá nótt
alla.
Kristleifur Þorsteinsson:
Fyrsti jólaglaðnmgurinn, sem
öllum var úthlutað jafnt, voru
kertin. Gestir voru sjaldan á jóla-
nótt. En kæmi það fyrir voru
það helzt heimilislausir föru-
karlar og var þeim þá rétt eitt
jólakerti líka, svo framarlega sem
þeir vildu þiggja það. Flestir
ungir og gamlir tóku við jóla-
kerti með gleðibrosi, en þó eink-
um  börnin.
Það var allt fábreytt og fátæk-
legt á sveitarbæum, samanborið
við það sem nú er, bæði bygg-
ingar, fæði og klæði. En það var
hin fagra og dásamlega helgisaga
um fæðingu Krists, sem eerði
jólanóttina svo himinhreina. Jóla
ljósin voru tendruð, svo að bjart
yrði í hverjum krók og kima. —
Tilefni jólanna átti að vera þessa
nótt efst í hug og hjarta hvers
manns og allt heimilisfolk átti að
vera sem einn maður.
)
(r
>=0>cD>=í)>i:ö>sp!«öí«i*aC £>**cS»«=í>*SW^>^*?:í>*^>'S>>^>S>>^^^
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 649
Blašsķša 649
Blašsķša 650
Blašsķša 650
Blašsķša 651
Blašsķša 651
Blašsķša 652
Blašsķša 652
Blašsķša 653
Blašsķša 653
Blašsķša 654
Blašsķša 654
Blašsķša 655
Blašsķša 655
Blašsķša 656
Blašsķša 656
Blašsķša 657
Blašsķša 657
Blašsķša 658
Blašsķša 658
Blašsķša 659
Blašsķša 659
Blašsķša 660
Blašsķša 660
Blašsķša 661
Blašsķša 661
Blašsķša 662
Blašsķša 662
Blašsķša 663
Blašsķša 663
Blašsķša 664
Blašsķša 664
Blašsķša 665
Blašsķša 665
Blašsķša 666
Blašsķša 666
Blašsķša 667
Blašsķša 667
Blašsķša 668
Blašsķša 668
Blašsķša 669
Blašsķša 669
Blašsķša 670
Blašsķša 670
Blašsķša 671
Blašsķša 671
Blašsķša 672
Blašsķša 672
Blašsķša 673
Blašsķša 673
Blašsķša 674
Blašsķša 674
Blašsķša 675
Blašsķša 675
Blašsķša 676
Blašsķša 676
Blašsķša 677
Blašsķša 677
Blašsķša 678
Blašsķša 678
Blašsķša 679
Blašsķša 679
Blašsķša 680
Blašsķša 680
Blašsķša 681
Blašsķša 681
Blašsķša 682
Blašsķša 682
Blašsķša 683
Blašsķša 683
Blašsķša 684
Blašsķša 684
Blašsķša 685
Blašsķša 685
Blašsķša 686
Blašsķša 686
Blašsķša 687
Blašsķša 687
Blašsķša 688
Blašsķša 688
Blašsķša 689
Blašsķša 689
Blašsķša 690
Blašsķša 690
Blašsķša 691
Blašsķša 691
Blašsķša 692
Blašsķša 692
Blašsķša 693
Blašsķša 693
Blašsķša 694
Blašsķša 694
Blašsķša 695
Blašsķša 695
Blašsķša 696
Blašsķša 696