Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Björn Collinder prófessor:
Islenzka Kalevala-þýöingin
ISLANDSVINAFÉLAGHD í Helsing-
fors gekkst fyrir samkomu á full-
veldísdaginn, 1. desember, og flutti
þá prófessor Björn Collinder í Upp-
sölum erindi um íslenzku þýðing-
una á Kalevala ljóðunum.
NÆST grísku er íslenzka elzta nú-
lifandi  menningarmál  í  Norður-
álfu.  íslendingar  geta  enn  lesið
skáldskap Braga Boddasonar íull-
um fetum, en hann mun hafa varið
uppi snemma  á  9.  öld.  Þá  áttu
ítalir enn ekki neinar bókmenntir
og frönsk tunga hafði ekki enn náð
á það stig, að vera bókmenntamál.
Höfundur   þýzka   Hildibrands-
kvæðisins,  hefir  sennilega  verið
uppi um líkt leyti og Bragi Boclda-
son, en nú geta Þjóðverjar ekki
lesið það kvæði — fornþýzkan var
ólík þýzkunni nú. Að vísu hefir ís-
lenzk tunga breytzt mjög á þús-
und  árum,  og  á  dögum  Braga
Boddasonar var íslenzka ekki til.
því að það var ekki fyr en seinni
hluta þeirrar aldar að Norðmenn
námu ísland. Tunga sú  er seinna
var kennd við ísland, var hrein
norska  og  hefir  haldizt  þannig
íram á vora daga, en danskan gjör-
spillti norskunni í Nor'egi þegar á
14. öld. Þegar Norðmenn reyndu
svo á öldinni sem leið að skapa sér
norskt bókmál, dró það mjög dám
af íslenzkunni. Það er undarlegt að
Norðmenn skyldu þá ekki taka upp
íslenzku, úr því að þeir. reyndu að
losa  sig'  úr  viðjum  dönskunnar.
Norðmenn kalla málið á Eddunum
íornnorsku,  og  það  er  laukrétt.
Mörg fornaldarskáldin voru norsk,
¦um þekkt, önnur óþekkt.Vér vit-
um ekki hver Eddukvæðin eru
Björn Collinder
orkt af Norðmönnum og hver ac ís-
lendingum. Málfarið veitir ekki
neinar bendingár um það.
íslenzk tunga er því norska, sem
íslendingar hafa varðveitt og
verndað. Og ísland varð fvrsta
ríkið í norður- og vesturhluta álf-
unnar, þar sem móðurmálið varð
fullkomið menningarmál. Um 1100
var rituð á fslandi málfræðirit-
gerð, „Um latínustafrofið", og var
sú fyrsta sem rituð var í Evrópu.
Indverjar einir höfðu áður gert til-
raun að rita málfræðiritgerð. Þessi
málvísindi voru svo langt á undan
sínum tíma, að það er aðeins
skammt síðan að málvísindamenn
nútímans hafa kunnað að meta
þau.
Síðan samdi Snorri Sturluson hið
óviðjafnanlega skáldrit, sem nefn-
ist Edda. Hér má geta þess, að ekki
er víst að Snorri hafi gefið því
þetta nafn. Edda þýðir langamma.
En það er alvanalegt að náms-
menn gefi bókum sínum gælunöfn.
Þannig var latnesk-svenska orða-
bók Sjögrens kölluð „svínsmagi".
Hinn fornlegi skáldskapur Snorra
og goðafræðin gat vel minnt hug-
myndaauðga unglinga á fjölfróða
gamla langömmu, komna aftan úr
heiðni.
Merkasta ritverk Snorra mun þó
vera Heimskringla, sögur Noregs-
konunga fram að 1177. Heims-
kringla rekur einnig sögu Uppsala-
konunga og byrjar á Óðni, sem
talinn er forfaðir þeirra. Þar styðst
Snorri við Ynglingatal, ættarsögu
í Ijóðum, sem sennilega er orkt af
Þjóðolfi í Hvini, sem var hirðskáld
Haraldar hárfagra. Annars er
Heimskringla merkileg á annan
hátt, því að í formálanum rekur
höfundurinn þær heimildir, sem
hann hefir notað og ræðir um
sannleiksgildi þeirra. Þegar hann
nefnir sögumenn sína, getur hann
þess frá hverjum þeir hafi heim-
ildir sínar og hvort þær hafi farið
margra á milli. Þannig byggir hann
frásögn sína á aldagömlum frá-
sögnum. En kvæðin segir hann að
sér þyki „sízt úr stað færð, ef þau
eru rétt kveðin og skynsamlega
upp tekin". „Tökum vér það allt
fyrir satt, er í þeim kvæðum finnst
um ferðir þeirra (konunga) og or-
ustur; en það er háttur skálda, að
lofa þann mest, er þá eru þeir fyrir,
en engi mundi það þora, að segja
sjálfum honum þau verk hans, er
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64