Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						82
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Kirkjuþings í lúterskum sið á ís-
landi hafi eftir atvikum farið sæmi-
lega úr hendi, þegar tekið er tillit
til þess, hversu lögin um Kirkju-
þingið (frá 3. júní 1957) eru glomp-
ótt, sem kenna má bæði eigi nógu
nákvæmum undirbúningi þeirra,
er frumvarpið sömdu, og eins hinu,
hversu Alþingi hefir greinilega
kastað höndum til afgreiðslu máls-
ins. Leit og lengi vel svo út sem
frumvarpið væri þingmönnum lít-
ill aufúsugestur.
II.
Höfuðágalla kirkjuþingslaganna,
sem hljóta að koma niður á með-
ferð þingmála, tel ég vera þessa:
1. Kirkjuþingið hefir ekkert úr-
slitaatkvæði í neinu máli kirkj-
unnar. Þau mál, sem það fer með
að lögum, eru hin sömu ,sem
Kirkjuráði heyrðu áður, með sama
valdi, en það var afnumið með
kirkjuþingslögunum og nýtt ráð
formað í staðinn sem afsprengi
Kirkjuþings. Þessa hefir áður ver-
ið getið, en valdsvið þingsins þyrfti
með nýju lagaákvæði að auka, svo
að haldi kæmi samkæmt tilgang-
inum, þannig að það fengi fullt
samþykktaratkvæði, óháð öðrum
stofnunum í vissum tilteknum
kirkjumálum o. s. frv. Þangað til
svo yrði hefír það ráðgjafaratkvæði
aðeins, með mismunandi áherzlum
að vísu, rétt eins og hver önnur
lögleg stofnun, sem stjórnar- og
löggjafarvaldi er óskylt að hlítaeða
taka verulegt tillit til, nema því
gott þyki. Og er það of lítil endur-
bót, eins og nú hagar til í þjóð-
lífinu.
2. Það einstæða og ankannalega
ákvæði er í lögunum, að Kirkju-
þingið megi ekki eiga setu hverju
sinni lengur en tvær vikur, og seg-
ir sig sjálft, að slíkt „bann" getur
hæglega komið í veg fyrir eðlilega
og örugga afgreiðslu mikilsvarð-
«ndi mála. Mátti í rauninni kallast
ábyrgðarhluti af Alþingi að láta
þetta haldast í lögunum, en þótt
undarlegt sé er þetta ákvæði kom-
ið frá sjálfri Prestastefnunni og
þeim klerklegum aðilum, er létu
frumvarpið þannig í hendur þings-
ins á sínum tíma. Þessu verður
skylt að breyta, ef menn vilja sjá
sóma þessarar stofnunar.
3. Þeir, sem upndirbjuggu frum-
varpið, voru frá byrjun aðallega
kennendur í guðfræðideild Háskól-
ans, og trúlegast af einhvers konar
„ræktarsemi" þóknaðist þeim að
koma inn í lögin ákvæði um, að
kennarar þessarar háskóladeildar
(4 menn) skyldu kjósa einn full-
trúa á Kirkjuþing, alveg ófyrir-
synju, með því líka að séð er ríku-
lega fyrir guðfræðingum (prest-
um) í hópi kirkjuþingsmanna, þar
sem þeir eru í meir en helmings-
aðstöðu. Guðfræðideildin sýndi
nú og við þetta fyrsta kjör vægast
talað svo daufan áhuga um þetta
efni, að ekki ætti að koma til mála
að láta henni eftir þenna rétt fram-
vegis, enda þótt maður sá, er fyrir
því varð að sendast þaðan á þingið
að þessu sinni, sé hinn ágætasti
maður. Mætti jafnvel segja, að nær
hefði verið að ánafna lögfræðideild
Háskólans (ef inn á það svið ætti
að fara) að tilnefna einn fulltrúa
á þingið, eða á annan hátt að
tryggja það í lögunum, að lögfræð-
ingur hlyti þar sæti, sem vissulega
er hin mesta þörf, því að ella er
það undir sérstakri tilviljun kom-
ið, hvort maður með lögfræðiþekk-
ingu kemur þar nærri. —
Eins og kunnugt er mörgum
ákveða kirkjuþingslögin, að biskup
(hver sem hann kann að vera)
skuli vera sjálfskipaður (aðal)for-
seti Kirkjuþings, vitaskuld með
fullum atkvæðisrétti. Ekki skal
þetta gagnrýnt að þessu sinni, þótt
ýmislegt mætti um það segja, ef
til frambúðar skal vera, enda nú
allt á reiki  um  biskupsvald  og
biskupsdæmi í landinu, — og
stendur þá líkt á um það ákvæði
laganna, að kirkjumálaráðherra sé
sjálfkjörinn kirkjuþingsmaður,
hvernig sem hann er vaxinn til
þess starfa eða hvernig sem veltur
um stjórnarfar.
III.
Meðal ýmissa mála, er komu
fyrir þetta Kirkjuþing, mun ég hér
nefna þrjú aðeins, er settu nokkuð
svip sinn á þingið og þarfnast einn-
ig nokkurrar greinargerðar og
varða sjálfa framtíð íslenzku
kirkjunnar. Um hin önnur (stærri
eða smærri) mál hafa fullnægjandi
skýringar komið fram áður, bæði
í dagblöðum og útvarpi, enda mála-
greining og ályktanir allar hrein-
ritaðar úr gerðabók og sendar
fjölmörgum þeirra, er aðilar
mættu kallast, þar á meðal alþing-
ismönnum öllum. Munu mál þessi
og að nokkru birt í Kirkjuritinu,
en eitt þeirra, allmerkilegt, hefir
legið fyrir Alþingi, fumvarp um
kirkjugarða. Þau, sem hér verða
stuttlega rædd, eru: KIRKJU-
BYGGINGAMÁL,     BISKUPS-
STÓLAMÁL og BISKUPAMÁL.
Munu þau öll verða örlagarík, enda
veltur á miklu, hversu þau ráðast
á næstunni. En fullnaðarafgreiðslu
hlutu þau á Kirkjuþinginu, hvert
á sinn hátt og eftir því sem verða
mátti, þótt úrslita bíði annars
staðar.
Kirkjubyggingarmálið. —
Það lá fyrir Kirkjuþinginu í á-
lyktunartillögu frá Gísla Sveins-
syni, sem hefir verið birt í blöðum
og var hún samþykkt í einu hljóði
eftir athugun í allsherjarnefnd, en
áður á árum hafði þetta mál verið
rakið í ræðu og riti (og í Alþingi
1944 og 1946), einnig hlotið ein-
dregin meðmæli allra kirkjulegra
stofnana í landinu (þjóðkirkjunni-)
og þykir einsýnt, að það myndi,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96