Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						84
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
um breyting á biskupskosningar-
lögum frá 27. júní 1921, sem fór í
þá átt, að biskup skyldi sitja í
embætti til 75 ára aldurs, ef á-
kveðnum skilyrðum væri full-
nægt.
Þar sem þetta mál gaf tilefni
til allmikilla umræðna á þinginu
(eins og reyndar á Alþingi) og
engin skýring hefir verið birt úti
í frá um afstöðu kirkjuþingsmanna,
en aðeins greind niðurstaða sjálfs
þingsins, sem varð sú, að það mælti
með frumvarpinu „að efni til",
mun ég hér gera því lítið eitt frek-
ari skil, enda þótt málið allt sé
nú úr sögunni. Hin almenna þýð-
ing þess var þó nokkuð meiri en
fram kom á þessum vettvangi.
Eins og kunugt má vera, varð
Ásmundur Guðmundsson biskup
sjötugur að aldri í októberbyrjun
f. á. Hafði þá og frétzt, að ýmsir
prestar, er síðan urðu allmargir,
höfðu samið áskoruntilkirkjumála-
stjórnarinnar um, að biskup mætti
sitja áfram í embætti enn um ára-
bil, og töldu það nægilegt til und-
irstöðu þessa erindis, að meiri hluti
kosningarbærra klerka til biskups-
kjörs höfðu undirskrifað plaggið.
En þeir munu hafa talið — og að
því er virðist svo sem allur klerk-
dómurinn, æðri sem lægri —, að
þetta væri í samræmi við það, sem
gerðist, þá er Jón biskup Helga-
son var „framlengdur", sem reynd-
ar var nokkuð hæpið, en við þessu
hafði víst ekkert verið amast þá
um sinn; höfðu og sumir talið, að
beita mætti hér lögjöfnun svo-
kallaðri (analogia) við ákvæði laga
um aldurstakmark embættis-
manna, þar sem „kjörnir" menn
gætu setið um hríð „endurkjörnir",
svo sem verið hefir um nokkra
presta. Telja og ýmsir þau embætti
ekki svo geigvænleg, að aldur-
hnignir, en þó vel ernir heiðurs-
menn, mættu gegna þeim fram yf-
ir  þenna  „lögaldur"  o.  s.  frv.
Kirkjumálaráðherra hafði þó ekki
viljað sætta sig við þessa aðferð
og lét út ganga boð um nýtt bisk-
upskjör, innan nokkurra mánaða,
enda kom síðar fram, að hann hafði
aflað sér álitsgerðar (sem ég hefi
raunar eigi séð) tveggja lögfræði-
kennara um lagagrundvöll málsins,
sem aldrei hefir verið vafasamur,
ef að hefði verið gáð og stranglega
eftir fylgt: Framlengingin, sem um
var rætt, hafði ekki stoð í gildandi
lögum, hvorki beinlínis né óbein-
línis. — Hér á landi eru allar að-
farir í stjórn og á þingi, og í flokk-
um, „pólitísk" mál, að meira eða
minna leyti, telja menn, og álitu
því margir, að hér lægi eitthvað
slíkt á bak við, sem vitaskuld eng-
in sönnun er fyrir. En samkvæmt
þessum hugsunarhætti skyldi koma
krókur á móti bragði, og það um
hæl; stjórnarandstaðan á þingi
smellti þá inn frumvarpi því, er
áður getur, og skyldi þar með lög-
helga í kasti setu biskups áfram.
Þannig bar þetta að í Kirkju-
þingi, en það felldi sig í sjálfu sér
ekki við lagabreytinguna, eins og
hún var formuð, en tók það ráð
að mæla með henni „að efni til",
eins og getið var, til þess ekki sízt
að bjarga embættisstarfi núverandi
biskups, sem kirkjuþingsmenn
vildu ekki um sinn missa, bæði af
því almenna, að „menn vita hverju
þeir sleppa, en ekki hvað þeir
hreppa"; og eins vegna kunnug-
leika þess, að Ásmundur Guð-
mundsson heldur sér og sínum
starfskröftum mætavel og er hinn
áhugasamasti við öll sín störf,
einnig án efa gáfaður maður og
lærður vel í sínum fræðum, þótt
ekki sé þar með sagt, að allir gefi
honum eintómt hrós, því að heyrt
hefi ég ýmsa mæla svo, að hann
væri einatt full-ör eða fljótur á
sér og ætti þó jafnframt til að vera
næsta þrár, þar sem hann tæki
það. Líklega mætti fara hér bil
beggja, eins og á sér stað í dómum
um marga menn, „taka meðaltalið",
sem getur verið gott og gilt, —¦
hvað sem trúmálaágreiningi kirkj-
unnar manna líður, en deilur um
þau efni hafa má segja alveg legið
niðri í biskupstíð hans, þvert á
móti því, sem sumir hugðu. Um
aldarfjórðng höfum við Ásmundur
Guðmundsson unnið saman í
margháttuðum málum kirkjunnar,
svo að ég ætti að þekkja nokkuð
til hans, en sammála höfum við
ekki ætíð verið inn við beinið, þótt
jafnast hafi áður lauk. — í Alþingi
hefði áminnst mál mátt sæta hæfi-
legri miðlun, sem allir hef ðu getað
við unað, en til þess báru flokka-
þingmennirnir eigi gæfu, því mið-
ur. Og einmitt nú, þegar allt er á
hverfandi hveli um framtíðar-
skipulag biskupsstóla og biskupa-
embætta, hefði það verið sæmst og
í rauninni áríðandi, að doka við
og eira reyndum biskupi, meðan
verið var að koma vitinu í málið,
því að nýr biskup myndi nú hvort
sem er ekki vita, hvort hann verð-
ur keyptur eða seldur.
En — brátt skal biskupskjör fara
fram, því að ekki hefir mátt til
setunnar bjóða, og á sú kosning
vitanlega að vera alfrjáls og án
alls undirróðurs. Sízt er og fyrir að
synja, að góður og gegn maður geti
komizt í það virðulega embætti,
þótt menn ef til vill kærðu sig
ekki um, að hver og einn slíkur
yrði lögboðinn „eilífur augnakarl"
í þeim sessi. Mun ég svo eigi ræða
þetta sérstaka atriði nánar, en
víkja fáum orðum að hinni al-
mennari hlið málsins, sem hér hef-
ir nokkur komið við sögu, en það
eru lagaákvæðin um þjónustuald-
ur opinberra starfsmanna.
IV.
Lög nr. 27 frá 9. janúar  1935
um aldurshámark opinberra  em-
bættis- og starfsmanna  og  síðan
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96