Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK  MORGUNBLAÐSINS
85
lög nr. 38 frá 14. apríl 1954 (13.
gr.) mæla svo fyrir sem aðalreglu,
að hver opinber embættis- og
starfsmaður skuli leystur frá em-
bættinu, er hann nær 70 ára aldri,
en meðal undantekninga frá þessu
er sú, að ef embættismaður, sem
hlotið hefir embætti sitt með
„almennri kosningu", fer frá sam-
kvæmt aldursákvæðinu, „skal hon-
um heimilt að sækja um embættið
af nýju", og hljóti hann kosningu,
„skal hann fá veitingu fyrir emb-
ættinu um 5 ár". Með öðrum orð-
um: Hann verður að komast í emb-
ættið á sama hátt og hann hlaut
það áður — við almenna kosningu
meðal þeirra, er kosningarbærir
eru við slíkt kjör. Raunin hefir nú
orðið sú, að hér er svo sem ein-
göngu átt við kosningu presta, en
þess ber að geta, að ákvæðinu hefir
frá byrjun af kirkjuvaldinu og
öðrum hlutaðeigendum að engu
verið skeytt, þá er komið hefir til
um framlengingu á starfstíma
presta, látið nægja að (einhverir)
kjósendur hafi látið í Ijós vilja
sinn í þessu efni, mælt með fram-
haldi á starfstíma embættismanns-
ins, með áskorun til æðra valds
fyrir forgöngu sóknarnefndar.
Vitaskuld hefir þetta verið gagn-
stætt lögum og hefði ekki þurft að
fara í neinar sérstakar grafgötur
um það; en vart gátu heldur þess-
ar aðferðir, þótt réttilega hefðu
verið framkvæmdar að lögum, gilt
um biskupskjör, vegna orðalagsins
„almennri kosningu", nema „hefð"
nokkurs konar væri á komin, sem
ekki var, né nein andmæli í
frammi höfð o. s. frv. Ef til vill
hafa öll þessi ár hvorki ráðuneyti,
né biskupar og prestar, eða sóknar-
nefndir nokkuru sinni litið í þessi
lög og telja sig að því leyti hafa
verið í „góðri trú"! En svo fer
stundum, er á reynir, að „góð
minning (eða meining) enga gerir
stoð". Og getur þá nokkur þessara
kastað fyrsta steininum? Enda
flestir minnugir þess ennþá, til
handa hverjum var beðið fyrir-
gefningar....
Hitt er svo annað mál, að afnema
ber við fyrsta færi þessa „kosn-
inga"-undanþágu vitleysu í aldurs-
takmarkalögunum, enda skal gera
öllum embættismönnum jafnt und-
ir höfði að því leyti. Er nú og tími
kominn til þessa (sbr. framkvæmd
þessa ákvæðis). Þá skal því og við
bætt hér, úr því að þetta efni máls
ber á góma, að sjálf prestakosning-
arlögin ætti hreinlega að fella nið-
ur og nema úr gildi, og stemma
þannig á að ósi, en skipa presta í
embætti, eftir réttum reglum, svo
sem gert er um aðra opinbera
starfsmenn, en einnig mætti ganga
svo frá undirbúningi þeirrar skip-
a"nar, að vel væri við unandi. Til
máls hefir þetta komið á Alþingi
eigi alls fyrir löngu og í núverandi
ríkisstjórn munu einhverir vera
þessu hlynntir, hvað sem úr því
kann að verða. Flestum ætti líka
að vera orðið ljóst, að auk alls ann-
ars eru prestskosningar nú á tím-
um orðnar í ýmsum tiltektum til
háðungar og leiðinda og allri
kristni til andstyggðar, enda sá
djöfulsskapur kominn beint frá
þeim verzlegu hrottakosningum,
er nú tíðkast víða. — Þetta má nú
nægja um sinn um kirkjur og
klerka. En sannarlega er margs að
gæta, ef vinna á að því, að kirkjan
tolli áfram í tengslum við ríkið. En
það getur orðið önnur vandræða-
saga, ef ekki er rétt og vel á málum
haldið af þeim ekki sízt, er með
völdin fara.
tii
Að lokum dálítið frávik: Breyta
þarf reyndar aldursákvörðunum
starfsmanna hins opinbera í heild,
svo sem víða þykir nú timabært orð
-ið. Öll þróun þjóðlífsins á síðkastið
hnígur í þá átt. Mannfólkií wadiSt
og eldist miklu betur nú á tímum
en áður, eins og kunnugt er, og
veldur því ýmislegt, er til fram-
fara horfir. Má oft reikna til tjóns
í starfslegu tilliti að láta fullfæra
og þjálfaða menn hverfa úr emb-
ætti við 70 ára aldur, ella að
ástæðulausu. En einnig í þetta get-
ur blandast pólitík (persónupóli-
tík), en ekki verður það atriði rætt
hér. Meðan ég dvaldi í embætti í
Noregi, tjáði ég utanríkisráðuneyt-
inu hér, hversu Norðmenn fara að
í þessu efni, en það mætti vel vera
til fyrirmyndar. Við þessu var þó
alveg skellt skollaeyrum. Til munu
þeir vera í Alþingi, sem vitandi eru
um norsku regluna, en af einhverj-
um ástæðum hafa þeir víst ekki
árætt að flíka henni. „Hinn gullni
meðalvegur" er sem sé þræddur í
norsku lögunum um aldurstak-
markið (sbr. lög frá 14 maí 1917
og 28. júlí 1949), þannig: Aðalregl-
an er, eins og hér, að 70 ára aldur
er almennt hámarkið, þó með
þeirri mikilvægu tilhliðran, að við-
komandi ráðuneyti getur ákvarðað,
að embættismaður haldi áfram í
starfinu til 75 ára aldurs, ef það
telur það æskilegt og hent starfs-
ins vegna og sjálfur maðurinn sam-
þykkir, þó einungis fyrir eitt ár í
senn á þessu árabili. Virðist þá
engu fyrirgert og raunar öllu til
skila haldið til þjóðfélagsþarfa.
Englendingur bað sér skozkrar
stúlku. Faðir hennar sagði þá, að hún
fengi engan heimanmund, maður henn-
ar yrði sjálfur að kaupa brúðarfötin,
halda brúðkaupsveizluna, og gefa for-
eldrum hennar auk þess allálitlega
fjárupphæð.
Englendingurinn var svo ástfanginn
að hann fellst þegar á þetta.
—  Og fæ eg þá dóttur yðar? spurði
hann.
—  Aldrei ao eilífu, svaraði Skotinn.
Haldið þér að mér detti í hug að gefa
slikum óráðsbelg.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96