Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK  MORGUNBLAÐSINS
87
Teikning af Zeta-vélinni
Kvarts, postulín og granít leysast
upp í 5000 stiga hita. Við 10.000
stiga hita fara sameindir að leysast
upp í atóm, og við 100.000 stiga
hita losna rafeindirnar frá atóm-
unum. Við miljón stiga hita er
ekkert efni til, eins og vér þekkj-
um það".
Nýr hitageymir
Hér er því auðséð að nauðsyn
var á að finna einhvern nýan hita-
geymi. Og hann var fundinn
þannig, að láta segulmagn halda
hitanum í skefjum. Þannig er það
þá með Zeta-vélina, að segulmagn
er látið halda hitanum í skefjum
innan í hjólmynduðu hylki. í vél-
inni hefir mönnum tekist að fram-
leiða 5 miljón stiga hita, þótt það
væri ekki nema aðeins brot úr
sekúndu. Frumorkan, sem til þessa
þarf, kemur frá rafal, sem hleður
rafgeyma. Þessir rafgeymar safna
í sig raforkunni, en með 10 sekúnda
millibili er opnað fyrir hana og
brýzt straumurinn þá út í hvelli.
Með leiðslu berst svo þessi sterki
straumur inn í hinn hjólmyndaða
belg, þar sem þungavatnið er
geymt í loftkenndu formi, og um-
lukt þar segulmagnsstraumi á all-
ar hliðar.
Hitamagnið, sem Zeta framleiðir,
er að vísu h'tið. Það er svo lítið, að
enn eru ekki fengnar neinar sann-
anir fyrir því að hægt sé að beizla
vetnisorkuna. En hér er að vísu að-
eins um tilraun að ræða, en ekki
neina orkustöð.
Aðrar tilraunir
Svipaðar vetnisorkuvélar hafa
verið gerðar í Bandaríkjunum og
Rússlandi. Þegar menn bera svo
saman reynslu sína, þá má margt
af því læra. Bandaríkjamenn kalla
vél sína Stellarator og búast við að
hafa fullgert hana innan fjögurra
ára. Þeir segja að hún geti fram-
leitt 50 miljóna stiga hita. Brezku
vísindamennirnir í Harwell þykj-
ast munu geta framleitt 100 miljón
stiga hita, þótt það sé aðeins and-
artak. Þeir hafa þegar hafið smíðí
á slíkri vél og búast við að hún
verði fullger um 1960. Reynslan af
þessum vélum getur svo leitt til
þess, að mönnum takist að beizla
vetnisorkuna, en tilraunirnar geta
staðið í nokkur ár.
Það virðast engin takmörk fyrir
því hve mikla orku vetnisstöð get-
ur framleitt. Ein slík stöð mundi
geta fullnægt allri orkuþörf Breta.
Og það yrði ódýrasta orkan, því að
úr einu tonni af þungavatni, sem
kostar nú 250.000 Sterlingspund,
fæst jafnmikil orka og úr miljón
tonnum af kolum, sem kosta allt
að 40 sinnum meira.
(Úr „Awake")
Eiga  konur  að vera lœknar?
MIKIÐ hefir verið rætt um hvort
æskilegt sé að kvenstúdentar leggi
fyrir sig læknisfræði. Hafa ýmsir
verið mjög á móti því. Þeir benda
á, að læknanám sé ákaflega dýrt,
dýrara en flest annað nám. Það
sé því mjög æskilegt, bæði fyrir
þjóðfélagið og einstaklinga að þeir
eigi fyrir höndum langan starfs-
dag að námi loknu. En þessu sé
ekki að heilsa um konurnar. Þær
rjúki óðar í að gifta sig, og hafi
svo nóg að gera við heimilisstörf,
að eiga börn og ala þau upp. Þeim
tíma og kostnaði, sem varið sé til
þess að gera konur að læknum, sé
því algjörlega á glæ kastað.
Nú hefir kvenlæknir einn í
Chicago, dr. Francis Hannett, kom-
ið fram á ritvöllinn til þess að mót-
mæla þessu. Hún bendir á, að þeg-
ar sé til f jöldi kvenlækna, sem ræk-
ir bæði læknisstörf og heimilisstörf
með prýði. Það sé ekki umtalsvert
þótt þær hindrist við og við vegna
þess að þær ala börn, en þess muni
varla finnast dæmi, að þær hætti
að stunda lækningar fyrir því, og
þær gefi sér tíma til að hugsa um
heimili sín jafnframt.
Á hinn bóginn sé það mjög æski-
legt að konur gerist læknar, því
að þær taki pft að sér þau læknis-
störf, sem karlmenn vilji helzt
hliðra sér hjá, svo sem tímavinnu
í sjúkrahúsum, í læknaskólum, hjá
iðnfyrirtækjum o. s. frv. Kven-
læknar gefi sig og aðallega við
kvensjúkdómum og það sé mjög
heppilegt.
Hún telur að kvenlæknar ætti að
vera dómbærastir á það hve heppi-
legt sé að konur gefi sig að lækn-
isfræði. Þess vegna hafi verið send-
ar fyrirspurnir til 1040 kvenlækna
og þær beðnar að svara því hvort
þær vildu að dætur sínar lærðu
læknisfræði. 74 af hverjum hundr-
að höfðu svaxað játandi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96