Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK  MORGUNBLAÐSINS
91
þjóðinni lifa á landbúnaði. Helztu
framleiðsluvörurnar eru hrísgrjón,
maís og hveiti, en allir sem hafa
einhvern landskika rækta græn-
meti, sem þeir nota heima eða
selja á markaði. Lítið er um kjöt,
og er það einkum af geitum og
sauðfé.
Skifting Kashmirs með vopna-
hlés markalínunni hefir haft hinar
víðtækustu afleiðingar fyrir allt
viðskiptalíf. Syðri hlutinn hefir
misst öll viðskipti í Pakistan og
norðurhluta landsins, sem er undir
stjórn Pakistanmanna.
Kaupahéðnar
Það var einn morgun skömmu
eftir komu okkar, að við gengum
út á verönd bátsins til þess að
drekka morgunkaffi. Naginvatnið
var sólstafað og handan við það
gnæfði vígið Hari Parbat á háu
fjalli, og var tilsýndar eins og æv-
intýramynd úr barnabók. Sú er
sögn, að fjall þetta hafi orðið til
úr steini, sem gyðjan Parvati kast-
aði í skratta nokkurn.
Víða voru bátar að safna slavaki
úr vatninu og voru þeir svo hlaðn-
ir, sem mest mátti vera. Þetta
slavak nota menn til áburðar á
floteyarnar. Shikarar voru alls
staðar á ferli og á einum stað var
kona ein á báti að safna vatna-
jurtum handa kú sinni. Við sátum
rólegir og ræddum um hvað gera
skyldi um daginn.
Skyndilega renndi shikara að
bátnum okkar og brosandi andlit
gægðist upp til okkar.
„Salaam, shib, eg er hér með
alls konar vaming, tannkvoðu,
rakvélablöð, sítrónusafa, blek, hár-
smyrsl, aspirin, ost — — vantar
yður ekki sígarettur?"
Og áður en auga renndi var kom-
inn þarna heill floti af bátum, og
allir voru ólmir í að selja eitt-
hvað. „Salaam, sahib!" kvað sí-
fellt við í eyrum okkar. Fréttin um
komu okkar hafði borizt víðs vega,
og kaupahéðnar streymdu því að
úr öllum áttum.
Maður er alveg varnarlaus þeg-
ar tíu slíkir menn veitast að manni
í einu og vilja selja óteljandi hluti.
Við hopuðum af hólmi og kölluðum
á Ahmed okkur til hjálpar. Hann
valdi nokkra úr og þeir fengu að
koma upp í bátinn til okkar. Þar
breiddu þeir varning sinn á gólfið.
Það mun leitun á jafn litlu landi
og Kashmir er, þar sem eru svo
margir snillingar í höndunum.
Vefnaður, útsaumur, skrautdúkar,
silfursmíð, útskurður, leðurvörur
— allt er það gert af list.
En það er ekki nóg að losna við
þá fyrstu. Eftir morgunverð sitjum
við og hvílum okkur, og þá gægist
maður upp fyrir borðstokkinn:
„Góðan dag, sahib, eg er hér með
alls konar varning. Lítið þér á,
allt beztu vörur. Þér þurfið ekki
að kaupa, bara að líta á".
Og undir kvöldið skýtur upp
kolli með hvíta húfu rétt hjá
manni.
„Viljið þér ekki fá nudd. Það er
mjög heilsusamlegt fyrir yður. Eg
heiti Satara-----------"
„Sahib, kaupið blóm af mér",
segir þá önnur rödd. „Eg heiti
Marvelous. Blóm með öllum lit-
um, alveg ný". Og Marvelous kem-
ur með blómum hlaðinn bátinn al-
veg að glugganum, en sonur hans
stendur í skut með stóran vönd af
morgunfrúm í fanginu. „Hann ætl-
ar að gefa ykkur þetta", segir fað-
irinn, „og öll blómin kosta ekki
nema þrjár rúpíur".
Við gátum ekki hrakið þá frá
okkur.
Og svo var það Gulam grávöru-
sali, sem kom hvað eftir annað.
Hann talaði ensku reiprennandi og
var miklu líkari enskum herfor-
ingja heldur en Austurlandabúa.
Það var furðulegt samsafn af
skinnum, sem hann hafði, flest af
dýrum sem ekki eru til í Kashmir.
Fallegust þóttu mér skinnin af
snjóhlébarðanum, snjóhvít með
einstaka kolsvörtum blettum. Gul-
am var hinn skriftlærði maður.
Þegar hann kom, var það venja
Ahmeds að koma með öll þau bréf,
sem hann hafði fengið seinustu
dagana og láta Gulam lesa þau
fyrir sig. Svo las Ahmed svör fyrir,
en Gulam skrifaði.
Srinagar
Höfuðborgin Srinagar stendur á
bökkum Jhelumfljótsins og þar eru
víða síki í staðinn fyrir götur, eins
og í Feneyum. Húsin standa þétt
og virðast að falli komin, en hrynja
þó ekki.
Héðan liggur vegur upp til Hari
Parbatvígisins, og hjá þeim vegi
stendur Makhdum Sahib musterið.
Klukkan fjögur á morgnana safn-
ast sanntrúaðir Múhameðsmenn
þar saman til þess að gera bænir
sínar. Þegar út úr musterinu kem-
ur ganga margir upp á hæð eina
þar nærri. Þaðan er gott útsýni
yfir dalinn og vötnin. Þarna gera
þeir bænir sínar og snúa sér í átt-
ina til Hazrat Bal musterisins rétt
í þann mund er dagur ljómar á
fjöllum. Smám saman eykst bírtan
og því ákafari verða bænirnar, allt
þar til að glóbjört sólin kemur upp
og steypir heitu geislaflóði sínu yf-
ir dalinn og borgina. Náttgufan
hverfur og hinir gullnu turnar á
Shah-i- Hamadan musterinu í
miðri borginni gnæfa yfir hana
eins og þar væri bjartir logar.
Sennilega eru vatnavegirnir
lengri í Srinagar heldur en götur,
og þar sem hvergi er meira en
nokkurra mínútna gangur að ein-
hverju síki, eru shikarar algeng-
ustu farartækin þar. í borginni er
fjöldi mustera Múhameðsmanna og
hofa Hindúa með skínandi hvolf-
þókum. Allt um kring eru timbur-
hús með torfþökum. Hér er eins
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96