Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						82
LESBÓK  MORGUNBLAÐSINS
Slfíú -i¦-••.';?;
Heim tír mfðsumarsfiírnufii
ÞAÐ var áttundi ágúst 1907. Við vor-
um búnir að vera úti rúmar sex vikur
í miðsumarstúrnum á Ásu gömlu. En
við máttum enn ekki fara inn. Kóng-
urinn var kominn, og ólyktin af
skútunum hefði getað angrað hans
hátignu  þeffæri.
Þrumarinn var orðinn grænn af
myglu ofan á saltinu í lestinni, og
vatnið var ódrekkandi, þykkt eins og
grautur af slýi og ryði. Allir voru
önugir, og lenti saman í hörkuskömm-
um út af engu. Nissinn var líka orðinn
geðstirður, sem þó var ekki vani hans.
Tilgangslaust var að leggjast í kojuna
hans fram í hosilónni. Þar hafði eng-
inn frið fyrir honum. Hann var líka
alltaf að hringla í keðjukassanum, og
skarka aftur í lestinni.
Karlarnir voru líka alveg hættir að
segja drauga- og skrímslasögur, sem
þeir kunnu mikið af, enda flestir af
Akranesi. Gvendur Steins, sá mikli
snillingur, snerti nú ekki harmonikuna,
sem hann þó var stoltur af, enda hafði
hún kostað 4 krónur. Guðmundur Helgi
sagði ekki aukatekið orð á ensku, en
hann var lærðasti maður um borð,
fyrir   utan   skipstjórann.   Guðmundur
og í öðrum Austurlöndum, að feg-
urð geymist mitt í niðurlæging-
unni. í síkjunum baða menn sig
og þvo þrott sinn, og sjá má konu
á báti skola diskinn sinn úr sama
vatni.
Uppi á Iofti í daunillu húsi versl-
ar helzti skartgripasali borgarinn-
ar og hefir á boðstólum gimstein-
um setta gripi. Utan við búð, þar
sem skrautvefnaður er seldur. situr
tötrum klæddur og {ðtplsu? hein-
ingamaður. I kofa nokkrum með
moldargólfi sitja nokkrir menn og
rýna úr sér augun við að sauma
dýrindismyndir í dúka, sem eru
eins beggja megin.
Meira.
hafði verið einn vetur í Stýrimanna-
skólanum, og kunni á kompásinn.
Við vorum út af Barðanum á fertugu
dýpi. Það var norðan strekkingur,
þokusúld og talsverður sjór. Það varð
varla vart, einstaka stútungur, ekki
einu sinni vart við blámann. Þetta var
um hádegið, og það átti að fara að
eta hafragrautinn. Sigurður gamli
kokkur kom upp með skólpfötu, og
tiplaði á klossunum út að lunningunni.
Þórður stýrimaður stóð við færið sitt
aftur á, grannur og væskilslegur. Það
var alltaf eins og hann vildi gera sem
minnst úr sér, brosti undur hlýlega
við hverju, sem sagt var. Nema þegar
komið var vont veður, þá réttist úr
Þórði. Þeir sögðu að hann væri meiri
sjómaður en skipstjórinn, sem allir
báru mikla virðingu fyrir, enda vel
lærður maður og háttvís.
Vigfús skipstjóri kom upp úr káetu-
kappanum, hár og grannur, teinrétt-
ur og virðulegur eins og enskur aðmír-
áll. Hann yrti ekki á neinn, en gekk
alvarlegur um afturdekkið, leit til lofts,
athugaði seglin, og horfði gaumgæfi-
lega upp eftir stórmástrinu. Loks
stanzaði hann og segir: Það verður siglt
heim eftir klukkutíma.
Karlarnir krossbölvuðu. Enginn
þeirra átti nýan fisk í soðið, en það
var háðung að koma þannig heim.
Sigurður húsbóndi minn, sá mikli fiski-
maður, átti engan nýan fisk frekar
en aðrir. Hann stappaði í dekkið, bölv-
aði, hankaði upp færið, og fór niður
að eta grautinn. Um leið og hann gekk
hjá mér, sagði hann hastur: — Settu
nú í lúðu, strákur.
Eg hékk áfram í færinu, því satt
að segja langaði mig ekki í grautinn.
Eg var nær búinn með útviktina af
púðraranum, og án hans fannst mér
grauturinn ekki ætur.
Rétt á eftir kom á hjá mér vænn
fiskur. Mér gekk erfiðlega að draga,
bæði var eg kraftalaus og fiskurinn
lét illa. Þegar eg hafði komið honum
upp í miðjan sjó, rauk færið út aftur.
Það hvein í vaðbaujunni og færið
drógst úr lúkunum á mér, eins og eg
væri að spinna á rokk. Karlarnir hróp-
uðu niður til Sigurðar, að Hannes væri
búinn að setja í lúðu. Sigurður tók
stigann í tveim skrefum, hrifsaði af
mér færið og dró varlega, án þess að
hafa færið í baujunni. Sú átti ekki
að sleppa.
Þegar lúðan kom upp stóð skipstjór-
inn tilbúinn með skutulinn, og Árni
og Þórður með lúðuhakann. Lúðan
þeyttist inn á dekkið, lá þar og barði
sporðinum. Það hafði verið óþarfi, að
fara svona varlega, lúðan hafði maga-
gleypt. Eg hafði verið í botni, eins og
vanalega.
Lúðin var þrjú kvartel fyrir sporð,
spikfeit, karlarnir sögðu að hún væri
200 pund. Allir öfunduðu Sigurð, en
eg reyndi að bera mig mannalega. Eg
festi þó í lúðunni.
Rétt á eftir voru seglin heyst, og
Ása lensaði á stað til heimferðar með
þungu skriði. Hún var ágæt á lensi,
annars var hún mesti sleði. Þar til
komið var rok, þá fannst bezt hve
ágætt sjóskip Ása var.
Hann var hvass yfir Breiðafjörðinn,
en rétt andvari þegar kom fyrir Önd-
verðarnes. Við mjökuðumst þó inn hjá
Lónunum, en þá sléttlyngdi og straum-
urinn bar okkur til baka. Við vorum
nærri komnir upp í kletta innan við
Svörtuloftin, jullan var sett út og fóru
fjórir í hana, til að reyna að róa Ásu
frá klettunum. Aðrir settu búlkaárar
út um lensportin, til að snúa skipinu
frá landi. Þetta tókst að lokum.
Um miðjan daginn vorum við Frikki
tveir á dekki, hinir voru að drekka
kaffi. Okkur kom saman um, að
Frikki skyldi reyna að galdra byr, svo
við kæmumst sem fyrst heim. Hann
klifraði upp í stórvatninn, festi þar
upp steinsbítshaus, og glennti hann
upp mót norðri. Svo kom hann niður
á dekkið, tók upp aleiguna, einn fimm-
eyring, og kastaði honum í áttina til
lands, með viðeigandi formúlu. Frikki
sýndi mikla kunnáttu og fórnarlund,
við vorum ekki í vafa um árangurinn
og þetta hreif. Rétt á eftir komu gárar
á sjóinn og seglin á Ásu fylltust af
vindi.
Við Lóndranga mættum við íslands
Falk, sem fór á undan konungsskipinu
vestur. Okkur var óhætt að sigla inn.
Eg var í koju þar til við komum
inn að bauju. Sá fyrsti sem eg sá á
dekkinu var Jón Guðmundsson, þveg-
inn og nýrakaður. Hann var mesta
kvennagull. Sumir karlarnir voru orðn-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96